Undirbúningur fyrir kort Markaðsstofu Vestfjarða

Nú stendur yfir vinna við nýja útgáfu af Vestfjarðakortinu sem Markaðsstofa Vestfjarða hefur gefið út undanfarin ár. Kortinu er dreift ókeypis til ferðafólks og hefur notið mikilla vinsælda. Eins og allir væntanlega vita er á bakhlið kortsins að finna skrá yfir þá þjónustu sem ferðafólki stendur til boða á svæðinu. Uppfærslu á þessari skrá fer senn að ljúka og eru allir sem vilja láta breyta upplýsingum um sig, sem og þeir sem eru með nýja þjónustu í boði, beðnir að láta vita af sér með tölvupósti í netfangið info@westfjords.is.