Upplýsingar um leyfismál í Ferðaþjónustu - NÝR GREINAFLOKKUR

Frá Djúpavík. Mynd: Colin Samuels
Frá Djúpavík. Mynd: Colin Samuels
Í dag var settur á laggirnar nýr greinaflokkur á www.vestfirskferdamal.is um leyfismál í ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Löngum hefur það loðað við ferðaþjónustu á Íslandi að leyfi til að stunda ferðaþjónustu af ýmsu tagi séu mörg og flókin viðureignar. Ekki verður lagt á það mat hér hvort þær fullyrðingar eigi við rök að styðjast, heldur reynt að gera þessum málum skil í greinarflokki sem tekur á algengustu leyfum og hvernig Vestfirskir ferðaþjónustufyrirtæki geta og þurfa að snúa sér til að verða sér út um tilskylin leyfi.

Greinarnar eru samvinnuverkefni Upplýsingamiðstöðvar Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Markaðsstofu Vestfjarða.

Greinarflokkurinn verður sífelltí vinnslu og munu bætast við hann greinar næstu daga, vikur og mánuði, eftir því sem þurfa þykir. Allar ábendingar eru vel þegnar og ekki væri verra ef ferðaþjónar mundu deila með okkur reynslu sinni af því að verða ér út um tiltekin leyfi, þannig að hægt væri að nýta þessa reynslu í þágu allra ferðaþjónustuaðila á Vestfjörðum.

Hægt er að skoða greinarnar undir flokknum "Leyfismál" í flipanum hér til vinstri.