Uppskeruhátið FMSV í Bolungarvík

Ferðaþjónustuaðilar á góðri stund
Ferðaþjónustuaðilar á góðri stund

Um næstu helgi, laugardaginn 29. september ætlar ferðaþjónustan á Vestfjörðum að gera sér glaðan dag og halda uppskeruhátíð á veitingastaðnum vaXon.is í Bolungarvík. Það eru allir sem starfa í ferðaþjónustu eða hafa áhuga á greininni velkomnir að taka þátt í húllumhæinu. Ferðaþjónustufyrirtæki eru hvött til að bjóða starfsfólki sínu með á hátíðina, því eins og við öll vitum þá er fátt mikilvægara en að fólk sem starfar í greininni þekki til hvors annars á því víðfeðmna svæði sem Vestfirðir eru. Uppskeruhátíðin mun fara fram í Bolungarvík að þessu sinni og ljúka með mikilli veislu eins og áður sagði á veitingastaðnum vaXon.is um kvöldið þar sem einnig er gert ráð fyrir að fólk gisti. Skráning fer fram hjá Hauki Vagnssyni á vaXon.is  á netfanginu haukur@vaxon.is  eða í síma 862-2221.

 

Hvatningarverðlaun 2012

Í tengslum við uppskeruhátíðina hefur verið ákveðið að veita árlega sérstök hvatningarverðlaun til einstaklings eða fyrirtækis í greininni sem starfar í fjórðungnum og álitið að skarað hafi fram úr á árinu 2012 varðandi nýsköpun, þjónustu eða umhverfisstefnu. Óskað verður eftir tilnefningum frá greininni sjálfri. Í tilnefningunni þarf að koma fram nafn sendanda, hver er tilnefndur og litlum rökstuðningi sem þarf að fylla minnst tvær til þrjár setningar. Tilnefningarnar skal senda á netfang Ferðamálasamtaka Vestfjarða, vestfirdir@gmail.com merkt "Tilnefning".

Dagskráin er eftirfarandi:

13:45 Gestir í skoðunarferð mæti á veitingastaðinn vaXon.is, Aðalstræti 9, Bolungarvík. Farið verður um Bolungarvík og nágrenni auk þess sem ferðaþjónustufyrirtæki og þjónustufyrirtæki verða heimsótt

Skoðunarferð hefst kl. 14:00

14:00 Gengið frá vaXon.is yfir í Félgasheimili Bolungarvíkur, þar mun Dóri Kokkur (Halldór Valsson) taka á móti okkur og sýna húsið

14:20 Gengið frá Félagsheimili Bolungarvíkur yfir í Náttúrugripasafn þar sem starfsmenn kynna safnið

14:40 Gengið frá Náttúrugripasafni yfir í Drymlu handverkshús þar sem starfsemi og verslun er kynnt

14:55 Gengið frá Drymlu yfir að Völuspár skiltum en þar mun Jónas Guðmundsson segja okkur frá skiltunum

15:10 Gengið niður að höfn og fiskmarkaði

15:25 Gengið að Einarshúsi, Ragna Magnúsdóttir segir sögu hússins og bíður upp á kaffi og með því

15:55 Gengið að vaXon.is þar sem Haukur Vagnsson kynnir ferðaþjónustu vaXon, sýnir nýuppgerðan farþegabát, sjóstangveiðibáta og nýstandsetta gistiálmu

16:10 Farið með rútu frá vaXon.is upp að íbúðagistingu Mánafells þar sem aðstaða er skoðuð

16:20 Gengið yfir að Systrablokkinni þar sem aðstaða er skoðuð

16:30 Ekið upp að snjóflóðavarnargarði, bæjarstjórinn Elías Jónatansson bíður gesti velkomna

16:45 Ekið að Sundlaug Bolungarvíkur þar sem Gunnar Hallsson tekur á móti gestum

17:00 Ekið frá sundlaug og framhjá gólvellinum að Ósvör, þar tekur Jóhann Hannibalsson á móti gestum í skynnklæðum og bíður uppá hákarl og brennivín

17:45 Keyrt hring um bæinn undir leiðsögn Finnboga Bernódussonar þar sem sagðar verða nokkrar skemmtisögur

18:10 Komið að vaXon.is þar sem skoðunarferð líkur

 

20:00 Kvöldverður og uppskeruhátíð ferðaþjónustu Vestfjarða hefst á veitingastaðnum vaXon.is

Tilkynnt um hvatningarverðlaun FMSV 2012

Spurningakeppni ferðaþjónustunnar 2012 undir handleiðslu Hauks Vagnssonar

23:00-03:00 lifandi tónlist á vaXon.is, sungið, dansað og talað saman

 

Fordrykkur og vín með matnum er í boði Vífilfells.

 

Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr. 6.900 á mann.

Tilboð á gistingu á vaXon.is:

Gisting í nýstandsettum 2ja og 3ja manna herbergjum með sér WC/baði. Tilboðsverð á 2ja manna herbergi er 10.000, og þriggja manna herbergi kr. 15.000. Tekið er við pöntunum í matinn og gistingu hjá Hauki Vagnssyni í síma 862-2221 eða með E-mail á haukur@vaxon.isvaXon.is ætlar að bjóða gistingu í nýstandsettum 2ja og 3ja manna herbergjum með sér WC/baði. Tilboðsverð á 2ja manna herbergi er 10.000, og þriggja manna herbergi kr. 15.000. Tekið er við pöntunum í matinn og gistingu hjá Hauki Vagnssyni í síma 862-2221 eða með E-mail á haukur@vaxon.is vaXon.is ætlar að bjóða gistingu í nýstandsettum 2ja og 3ja manna herbergjum með sér WC/baði. Tilboðsverð á 2ja manna herbergi er 10.000, og þriggja manna herbergi kr. 15.000. Tekið er við pöntunum í matinn og gistingu hjá Hauki Vagnssyni í síma 862-2221 eða með E-mail á haukur@vaxon.is vaXon.is ætlar að bjóða gistingu í nýstandsettum 2ja og 3ja manna herbergjum með sér WC/baði. Tilboðsverð á 2ja manna herbergi er 10.000, og þriggja manna herbergi kr. 15.000. Tekið er við pöntunum í matinn og gistingu hjá Hauki Vagnssyni í síma 862-2221 eða með E-mail á haukur@vaxon.is

 

Skráningu skal lokið FYRIR fimmtudaginn 27. september. Skráning fer fram hjá Hauki Vagnssyni á netfanginu haukur@vaxon.is eða í síma 862 2221.

Svo nú er bara að bretta upp ermar og skrá sig og sitt starfsfólk.

 

Gleðilega uppskeruhátíð!