Vantar ekki vestfirsku göngukortin í þínar hillur?

Göngukortin eru sjö talsins og ná yfir alla Vestfirði og Dali
Göngukortin eru sjö talsins og ná yfir alla Vestfirði og Dali
Nú fara ferðamenn brátt að streyma á Vestfirði og Dali eins og enginn sé morgundagurinn og því er tímabært að verða sér úti um lager á göngukortunum góðu sem ná yfir alla Vestfirði og Dali. Þetta eru sjö mismunandi kort sem hafa verið mjög vinsæl meðal ferðamanna. Kortið kostar 600 kr frá Ferðamálasamtökunum og algengt útsöluverð á þeim 1000-1500 kr.

Vonandi verða sem flestir á Vestfjörðum og í Dölum með kortin til sölu hjá sér í sumar. Kortin er hægt að kaupa á sölusíðu Ferðamálasamtaka Vestfjarða og hana er hægt að nálgast með því að smella hér eða í gegnum þessa heimasíðu FMSV með því að smella á efri myndina hér á vinstri hönd. Sölusíða Ferðamálasamtakanna er eingöngu ætluð endursöluaðilum göngukortanna. Lágmarksfjöldi kortanna í hverri pöntun eru 10 kort.

Spurningar og svör um pantanir í gegnum netið sem er að finna á sölusíðu samtakanna.