Vefnám frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands - Þjónustugæði í ferðaþjónustu

Skjámynd af myndskeiði úr námskeiðinu
Skjámynd af myndskeiði úr námskeiðinu
Á vef NMI - Nýsköpunarmiðstöð Íslands er að finna nýtt nám í þjónustugæðum fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Námskeiðið fer fram með því að horfa á myndskeið af heimasíðu námskeiðsins. Myndskeiðin eru vel fram sett á einföldu og skýru máli og mæli ég með því fyrir alla, jafnt þá sem hafa mikla reynslu sem þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í að skipuleggja þjónustu.

Heimasíða námskeiðsins er hér.

Það kemur m.a. fram... "Að ýmsu þarf að huga þegar grunnur er lagður að rekstri fyrirtækja og eitt af því allra mikilvægasta eru þjónustugæði. Vefnám Impru í þjónustugæðum í ferðaþjónustu fjallar um grundvallaratriði þjónustugæða á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt. Um er að ræða tvær útgáfur af vefnáminu, annars vegar fyrir stofnendur eða framkvæmdastjóra fyrirtækjanna og hins vegar starfsmenn þeirra."


Efnishöfundar: Guðrún Sverrisdóttir þjónusturáðgjafi og K. Brynja Sigurðardóttir verkefnisstjóri Impru á Nýsköpunarmiðstöð.


Verkefnisstjóri vefnáms: K. Brynja Sigurðardóttir.

Fyrirspurnir og nánari ráðgjöf: brynjasig@nmi.is og arnheidurj@nmi.is.