Vest Norden Pre túrinn verður um Suðurfirðina

Látrabjarg verður meðal annars heimsótt í ferðinni
Látrabjarg verður meðal annars heimsótt í ferðinni
Vest norden ferðakaupstefnan verður haldin á Akureyri í næsta mánuði. Að venju er boðið upp á svokallaða pre-tours fyrir erlenda þátttakendur kaupstefnunnar um Vestfirði. Að þessu sinni hafa ferðaþjónustuaðilar á sunnanverðum Vestfjörðum aðstoðað Markaðsstofuna við ferðina og skipulagt glæsilega ferð um svæðið sitt. Gert er ráð fyrir að flogið verði með hópinn til Bíldudals og skoðaðir valdir ferðamannastaðir á tveimur dögum í því augnamiði að selja ákveðnar ferðir inn á svæðið. Ekki er ennþá vitað hver verður þátttakan í ferðinni en skráning stendur yfir hjá skipulagsstjórn ferðakaupstefnunnar. Dagskrána er hægt að skoða á vef Vest Norden með því að smella hér.