Vestfirðingar sóttu Evrópsku verðlaunin EDEN til Brussel

Síðastliðin mánudag tók vestfirsk ferðaþjónusta á móti verðlaununum EDEN - European Destination of Excellence, sem er verkefni innan Evrópusambandsins. Verðlaunin eru veitt fyrir afbragðs vinnu með vatn og menningu. Það var fyrir tilstuðlan og metnaðarfulla vinnu Vatnavina á Vestfjörðum að þessi verðlaun féllu vestfirskri ferðaþjónustu í hönd. Meðfylgjandi eru kynningarmyndbönd sem EDEN vann fyrir verðlaunahafana og þeir geta notað sem kynningarefni fyrir ferðaþjónustuna.