Vestfirðir á Vestnorden

Birna Atladóttir á spjalli á bás Vestfjarða
Birna Atladóttir á spjalli á bás Vestfjarða

Ferðaþjónustusýningin Vestnorden stendur nú yfir í Vodafone höllinni í Reykjavík (Íþróttahús Vals). Vestfirðir eru með mikin viðbúnað á sýningunni og leggja Vestfirðinguar undir sig fimm bása á sýningunni. Markaðsstofa Vestfjarða er ásamt Arnkötluverkefn strandamanna og Reykhóla og Ferðamálafélagi Vestur Barðastrandasýslu með þrjá bása. Vesturferðir eru með einn bás og Hótel Látrabjarg einn.

Vestnorden er fagsýning þar sem ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi hitta ferðaskrifstofur hvaðanaf í heiminum sem selja ferðir til Íslands. Þar er kjörið tækifæri fyrir verstfisrka ferðaþjóna til að hitta ferðaskrifstour og treysta fyrirliggja viðskiptasambönd og búa í hagin fyrir ný tækifæri.

Markaðsstofa Vestfjarða kynnir allt svæðið og ferðaþjóna sem bjóða ferðamönnum þjónustu og hvetur ferðaskrifstofur til að bjóða nýjar og fleiri ferðir til Vestfjarða, en mikilvægt er að veita ferðaskifstofum upplýsingar um Vestfirði og möguleikana sem þeir bjóða uppá.