Vestfirðir kynntir í Japan

Forsíða á kynningunni í Japan
Forsíða á kynningunni í Japan
Þorgeir Pálsson, framkvæmdarstjóri AtVest er nú staddur í Tókíó þar sem Útflutningsráð Íslands og Ferðamálastofa, í samvinnu við sendiráð Íslands í Japan, kynna Ísland og viðskiptatækifæri á Íslandi.


Áhersla er lögð á að kynna íslenska ferðaþjónustu og tækifæri hér á landi til fjárfestinga. Samtals taka 14 fulltrúar fyrirtækja og stofnana þátt í ferðinni auk forsvarsmanna Útflutningsráðs og Ferðamálastofu. Í viðskiptasendinefndinni eru fulltrúar sjö ferðaþjónustufyrirtækja sem munu kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Þar á meðal er kynning á Vestfjörðum og mun Þorgeir kynna svæðið fyrir Japönskum ferðaskrifstofum. Kynningin og efni sem dreift er til ferðaskrifstofanna er á japönsku og er það í fyrsta skipti sem vitað er til að kynningarefni um Vestfirði á Japönsku er dreift erlendis.

Kynningin og kynningarefnið var unnið í samsktarfi við Markaðsstofu Vestfjarða, en ýðing fór fram hjá sendiráði íslands í Japan.