Vestnorden í kaupmannahöfn 16.-17. September nk.

Frá Vestnorden í Reykjavík 2008.
Frá Vestnorden í Reykjavík 2008.
Grænland sér um að halda ferðaþjónusturáðstefnuna Vestnorden þett árið og er hún haldin í Kaupmannahöfn dagana 16.-17. september nk.

Vestnorden er stæsta ferðaþjónustusýning fyrir ferðaskrifstofur sem senda ferðamenn til Íslands!

Markaðsstofa Vestfjarða hefur skipulagt bás Vestfjarða á ráðstefnunni og mun svo vera þetta árið einnig. Misjafnt hefur verið hversu margir fara, en forstöðumaður MV hefur farið einn fyrir hönd Vestfjarða, en ferðaþjónustuaðilum hefur jafnan verið boðin þátttaka í básnum með því að borga beinan kostnað við auka sæti (flug+uppihald+þátttaka í viðbótarstól á bás).

Hér fyrir neðan er gjaldskrá þetta árið (bara aukasætið á sýningunni, ekki flug og uppihald):
Registration fee for 1 person attending VNTM2009: DKK 5,700 (approx. € 760)
Registration fee for 2 persons attending VNTM2009: DKK 8,500 (approx. € 1,135)
Registration fee for 3 persons attending VNTM2009: DKK 10,800 (approx. € 1,440)
Registration fee for 4 persons attending VNTM2009: DKK 12,600 (approx. € 1,680)

 

Nánari upplýsingar og dagskrá er að finna á: http://www.northatlantic-islands.com/vntm2009/

Frestur til að senda inn skráningu er 30.júní og þurfa þeir sem hafa áhuga á að fara að hafa samband við mig og ræða aðkomu þeirra.

mbk, jonpall