Vestnorden í næstu viku

 

 

Nú styttist í Vestnorden, sem er í næstu viku! Upplýsingamiðstöð Vestfjarða á Ísafirði mun taka saman í möppu, bæklinga og gögn, eins og undanfarin ár, vegna sýningarinnar og er öllum ferðaþjónustuaðilum bent á að hafa samband vegna nýrra bæklinga, nýjunga að breytinga sem verða næsta sumar á info@westfjords.is eða 450 8060.

 

Markaðsstofa Vestfjarða fer á sýninguna í samstarfi við ferðamálafélag V-Barð (breidavik@patro.is) og Arnkatla 2008 (arnkatla2008@strandir.is) og geta ferðaþjónar á þeim svæðum haft samband við þessa aðila til að fá frekari upplýsingar.

 

Vestnorden er fagsýning fyrir ferðaskrifstofur sem eru að selja Ísland, eða hafa hug á að hefja sölu á Íslandsferðum. Hlutverk Markaðsstofa Vestfjarða á sýningunni er að kynna Vestfirði fyrir þessum aðilum og reyna að sannfæra þær um að fjölga ferðum í sölu til Vestfjarða. Ekki er um að ræða kynningu á einstökum fyrirtækjum, heldur kynningu á "vörunni" Westfjords.

 

Möppurnar með upplýsingum um einstök ferðaþjónustufyrirtæki er ætlað til að svara fyrirspurnum um einstök viðfangsefni. T.d. gæti ég verið spurður af erlendri ferðaskrifstofu... "ég er með ferð til Vestfjarða og mig vantar að vita gistimöguleika á Þingeyri". Þá kemur mappan fína að góðum notum.

Annars er öllum velkomið til að hringja í mig í 4504040/8994311 eða senda línu á jonpall@westfjords.is

Jón Páll