Villtu komast á sýningu í Þýskalandi 14-16.nóvember!!

Markaðsstofa Vestfjarða hefur lagt sig fram við að vinna með opinberum aðilum sem styðja ferðaþjónustu á Íslandi. Ferðamálastofa er einn þeirra aðila sem Markaðsstofa vinnur náið með.

Fyrir höndum er sýning sem skrifstofa Ferðamálastofu í Frankfurt, Þýskalandi, er að skipuleggja. Af því tilefni var Markaðsstofa Vestfjarða ásamt fulltrúum annarra landshluta beðin að útvega fulltrúa Vestfjarða til að fara á sýninguna. Að öllu jöfnu væri það hlutverk forstöðumanns að fara á sýninguna, en sökum afar takmarkaðrar þýskukunnáttu er það ekki skynsamlegur kostur.

Þess vegna langar mér að óska eftir sjálfboðaliða til að fara á sýninguna f.h. Markaðsstofa Vestjarða. Nánari upplýsingar um sýninguna er hægt að lesa í bréfi frá Davíð Jóhannssyni forstöðumanni Ferðamálastofu í Þýskalandi.

Taka ber fram að á þessari stundu er aðeins um þreyfingar að ræða. Formið á þátttöku, kostnaður og aðrir óvissuþættir gætu sett strik í reikningin á seinni stigum.

Þeir sem hafa áhuga, sendið mér línu á jonpall@westfjords.is eða hringið í 450 4040 / 8994311.

kv, jonpall

-----------------------------------------------
Ágætu kollegar,

þann 14.-16. Nóvember n.k. fer fram ferðasýningin HORIZONT í Karlsruhe í Suður-Þýskalandi.  (www.horizont-karlsruhe.de)

Að þessu sinni er Ísland „Partnerland" og höfum við fullan hug á að nýta okkur það vel.

Sýningin, sem er fyrir almenning, er nú haldin í fimmta sinn og er áætlað að hana sæki á milli 20 og 25.000 manns þessa „rúmlega þrjá daga", en í tilefni af 5 ára afmælinu verður opnunar hátíð á fimmtudagskvöldinu 13. Nóvember.  

 

Karlsruheborg telur um 300.000 íbúa og er þriðja stærsta borg Baden Württemberg-fylkisins, en á „Stór- Karlsruhesvæðinu búa rúmlega 700.000 manns.  Þetta telst til að vera eitt af hátekjusvæðum Þýskalands og eftir að hafa staðið fyrir stærstu Íslandskynningu fyrr og síðar hér í landi með einni stærstu útvarpsstöð landsins (SWR3) í byrjun árs, teljum við að móttækileiki fyrir Ísland sé í hámarki á svæðinu og nýta beri augnablikið sem best. Svo skemmtilega háttar einnig  til að Ísland er einnig gestaland á sýningu og ráðstefnu um nýtingu jarðhita dögunum fyrir „Horizont" og nokkrum vikum áður (22. Október) opnar jarðfræðisýningin „Unruhige Erde"  með sérhluta um Ísland í Náttúruvísindasafni borgarinnar. Að auki munum við í aðdraganda sýningarinnar standa fyrir blaðamannaferð til Íslands þar sem blaðamönnum af svæðinu verður gert auðveldara að skrifa um Ísland í kringum sýninguna og þáttöku okkar í henni. 

 

Sýningin leggur okkur til ákveðið svæði á besta stað í höllinni þar sem sett verður upp Íslandsþorp. Þar langar okkur að fá landshlutana með okkur til að fylla svæðið með lífi og sýna skemmtilagan þverskurð af „landi og þjóð, sveit og borg, mönnum og skepnum". Þáttaka ykkar í sýningunni sjálfri er  ykkur að kostnaðarlausu, en við væntum þess að viðkomandi svæði myndi koma með einhverja eina „attraction" af sínu svæði sem myndi lífga upp á þorpið. Þetta innleg getur verið í formi tónlistar, matargerðar, handverks, íþrótta eða hvers þess sem myndi gefa svæðinu enn frekari  íslenska ásýnd.  Hvert landsssvæði fengi smáhýsi (með einni opinni hlið) sem sýningarstand til að koma sínum upplýsingum á framfæri, auk þes sem aðrir hlutar „þorpsins" og/eða aðalsvið sýningarhallarinnar myndu þjóna fyrir ákveðin atriði.  Rétt er að taka fram að við teljum mjög mikilvægt að sá fulltrúi svæðisins sem á að standa vaktina á standinum sé þýskumælandi. Einnig að einhver hluti kynningarefnis hvers þáttakanda sé á þýsku.

 

 Til þess að lágmarka ferðakostnað ykkar hefur ICELANDAIR ákveðið að bjóða fargjald KEF-FRA-KEF  fyrir 125 EUR + skatta eða alls í kringum EUR 250.  Gistikostnaður ætti svo að vera innan við EUR 100,- pr mann í eins manns herbergi og eitthvað lægri í tveggja manna herbergi (pr. nótt !!).