Westfjords Official Tourist Guide

Gleðilegt ár ágætu ferðaþjónar

Eins og þið eflaust munið þá var sendur út póstur í desember vegna bæklingsins “Westfjords of Iceland. The Official Tourist Guide” fyrir árið 2013. Þar var fólk beðið um að skoða upplýsingar um fyrirtæki sín, sem birtust í bæklingnum fyrir síðastliðið sumar og leiðrétta eða uppfæra eftir þörfum.  Frestur til slíkra breytinga var gefinn til 4. janúar, en nú hefur verið ákveðið að framlengja hann örlítið, enda hafa margir væntanlega haft í önnur horn að líta í fannferginu og rafmagnsleysinu. Við biðjum því þá sem vilja breyta upplýsingum um fyrirtæki sín að gera það eigi síðar en næstkomandi föstudag, 11. janúar. Öllum breytingum á að skila til skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri (upplysingar@icetourist.is, sími 535-5510), en þar er haldið utanum gagnagrunn ferðaþjónustunnar í landinu. Við fáum svo upplýsingar úr þeim gagnagrunni til að nota í bæklinginn. Það er sérstaklega mikilvægt að þau fyrirtæki sem bjóða upp á margs konar þjónustu passi uppá að vera skráð í alla þá þjónustuflokka sem við eiga. Þessir þjónustuflokkar eru býsna margir, ekki síst í því sem flokkast undir afþreyingu.

 

Eins og fyrr greinir á að senda allar leiðréttingar og uppfærslur beint til Akureyrar, en ef fólk þarf aðstoð eða nánari upplýsingar er velkomið að hafa samband við upplýsingamiðstöðina á Ísafirði (info@vestfirdir.is, sími 450-8060).