Göngukort Ferðamálasamtakanna vinsæl

Göngukort Ferðamálasamtakanna eru sjö talsins og ná yfir alla Vestfirði
Göngukort Ferðamálasamtakanna eru sjö talsins og ná yfir alla Vestfirði
Góð eftirspurn hefur verið eftir göngukortum Ferðamálasamtakanna það sem af er sumri. Söluaðilum, ferðaþjónustuaðilum og verslunareigendum er bent á að hægt er að nálgast kortin á sérstakri sölusíðu kortanna á vefnum. Einfaldast er að smella hér eða á myndina sem er að finna hér í dálkinum vinstra megin á síðunni. Þá opnast sölusíða Ferðamálasamtaka Vestfjarða.

Auglýst eftir nýjum forstöðumanni Markaðsstofu Vestfjarða

Markaðsstofa Vestfjarða hefur auglýst laust til umsóknar starf forstöðumanns Markaðsstofunnar. Jón Páll Hreinsson hefur gegnt stöðunni undanfarin ár en hefur ákveðið að hefja störf á nýjum vettvangi. Stjórn Markaðsstofu Vestfjarða fékk Talent Ráðningar til að halda utan um auglýsinga- og ráðningarferlið. Umsækjendur skulu sækja um starfið á heimasíðu Talent Ráðningar á slóðinni www.talent.is. Umsóknarfrestur er til 30. maí.

Borea Adventures býður til opnunarhófs

Fyrirtækið Borea Adventures opnar á sunnudaginn næstkomandi 16. maí kl. 16:00 skrifstofu og vinnuaðstöðu sína í Hæstakaupstaðarhúsinu í Aðalstræti á Ísafirði. Hlutverk hússins verður fyrst og fremst að hýsa búnað fyrirtækisins, starfsfólk og vera aðsetur gesta sem eru að koma í spennandi ferðir um Vestfirði undir vörumerkinu North Explorers. North Explorers er hluti af Borea Adventures sem hefur síðan 2006 staðið fyrir ævintýraferðum á seglskútu um Vestfirði, austur Grænland og Jan Mayen við góðan orðstír. North Explorers mun sjá um allar dagsferðirnar og lengri kajakferðir sem boðið verður upp á í fyrsta skipti í sumar. Við trúum að besti ferðamátinn sé að ferðast ,,hljóðlega" þ.e. notast sem minnst við vélknúinn ökutæki. Því leggjum við mesta áherslu á gönguferðir, fjallgöngur og kajakferðir af ýmsum erfiðleikum. Í nánustu framtíð verður bætt við fleiri ferðum af ýmsu tagi. Þrír starfsmenn munu sinna þessum ferðum í sumar og erum við bjartsýnir á að vertíðin verði góð.

Eins og áður segir verður húsið opnað kl 16:00 en kl. 20:00 verður sýnd stórskemmtileg kajakmynd sem heitir "Paddle to Seattle" um ferðalag félaganna Josh Thomas og J. J. Kelley er þeir réru á heimasmíðuðum kajökum 1300 mílur frá Alaska til Seattle. Myndin hefur hlotið fjölmörg verðlaun en svo skemmtilega vill til til að þeir verða staddir á Ísafirði þessa helgi og munu vonandi kynna myndina áður en sýning hefst.

Allir velkomnir
www.boreaadventures.com

Upplýsingar til erlendra viðskiptavina vegna eldgossins

Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Útflutningsráð hafa tekið saman vefbækling á ensku með upplýsingum um ástand mála á Íslandi vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Við viljum hvetja sem flesta til að koma honum til viðskiptavina sinna erlendis auk ferðaheildsala sem vestfirsk ferðaþjónustufyrirtæki eiga viðskipti við. Einnig er vísað í vefsíður til frekari upplýsinga. Sjáið vefbæklinginn með því að smella á tengilinn hér að neðan.


Bein slóð inn á bæklinginn er hér.


Ferðamálasamtökin opna sölusíðu fyrir endursöluaðila

Útlit sölusíðunnar
Útlit sölusíðunnar

Ferðamálasamtökin hafa opnað sölusíðu sem er sérstaklega ætluð endursöluaðilum göngukortanna sem samtökin hafa gefið út undanfarin ár. Þar geta allir sem hyggjast hafa þau til sölu í sumar gengið frá pöntun í ró og næði heima við eða á skrifstofunni. Göngukortin eru sjö og ná eins og kunnugt er yfir allan Vestfjarðakjálkann auk Dalasýslu. Hægt er að nálgast sölusíðuna héðan af heimasíðu Ferðamálasamtakanna. Þessi kort ættu að vera til sölu úti um allt land en þau taka yfir 300 göngu- og reiðleiðir. Hægt er að fara inn á nýju sölusíðuna með þvi að smella hér. Ferðaþjónustuaðilar mættu hvetja verslanir og aðra þjónustuaðila sem taka á móti ferðafólki að hafa þessi vönduðu göngukort í sölu hjá sér.