Aðalfundur 2015

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða 2015 verður haldinn í félagsheimilinu á Patreksfirði föstudaginn 9. október n.k. kl 18.00, með hefðbundnum aðalfundarstörfum. Dagskrána má nálgast hér.  

 

Málþing og vinnustofur í tengslum við stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu  verða haldnar laugardaginn 10. október fyrir félagsmenn ferðamálasamtakanna á milli kl. 10:00 og 15:00, vinsamlegast takið tímann frá. Nánari dagskrá og tímasetningar verða kynntar síðar.


Meira

Ný stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða

Eftir aðalfund FMSV á Ísafirði þann 10.október 2014 eru eftirtaldir einstaklingar í stjórn.


Daníel Jakobsson, Ísafirði -  formaður
daniel@hotelisafjordur.is

Þorsteinn Másson, Bolungarvík

steinimas@gmail.com

Einar Kristinn Jónsson, Patreksfirði

einar@westfjordsadventures.com

Harpa Eiríksdóttir, Reykhólasveit
info@reykholar.is

Þórdís Sif Sigurðardóttir, Ísafirði
thordissif@isafjordur.is
Nancy Bechtloff, Ísafirði

nankie@gmx.de

Arinbjörn Bernharðsson, Norðurfirði
urdatindur@urdatindur.is

Dagskrá í tengslum við aðalfund 2014

Góðan dag.

 

Eins og áður hefur verið auglýst verður aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða haldinn föstudaginn 10. október nk.  Nú ættu allir að vera búnir að fá bréf og greiðsluseðil frá Ferðamálasamtökunum vegna árgjalda. 

Allir geta verið þátttakendur í Ferðamálasamtökum Vestfjarða og er hægt að senda tölvupóst á netfangið vestfirdir@gmail.com til að skrá sig, eða fylla út eyðublað á vef Ferðamálasamtakanna; www.vestfirskferdamal.is.

 

Við viljum vekja sérstaka athygli á málþingi sem haldið verður í tengslum við aðalfundinn en það verður haldið laugardaginn 11. október og má sjá dagskrá málþingsins hér:  

 

En hér gefur að líta dagskrá og tímasetningar og aðrar handhægar upplýsingar fyrir helgina.

Föstudagurinn 10. október
Kl 13.00 Námskeið í markaðssetningu í ferðaþjónustu á samfélagsmiðlum. Skráning í netfangið travel@westfjords.is

Kl 17.00 Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða haldinn á Hótel Ísafirði.

Laugardagur 11.október
Kl 11.00 Málþing. Gæði og innviðir ferðaþjónustunnar. Haldið í Edinborgarhúsinu. Skráning í netfangið vestfirdir@gmail.com

Kl 15.00 Óvissuferð. Heimsóknir í fyrirtæki á svæðinu. Skráning í ferðina fer fram á aðalfundinum deginum áður og einnig má senda póst í netfangið vestfirdir@gmail.com

Kl 20.00 Uppskeruhátíð með glensi og gaman í Edinborgarhúsinu.

Matseðillinn hljómar svo:
Humarsúpa með humri og rjómatopp
Lambaprime með soðbakaðri kartöflu, pickluðum perlulauk,spergilkáli, rauðrófuteningum og kryddjurta soðsósu
Súkkulaðimús með karmellurjómatopp og jarðaberi

Þriggja rétta máltíð kostar 6.900 og skrá þarf sig í matinn á info@hotelnupur.is

Hótel Horn bíður ferðaþjónum sérstakt tilboð á gistingu. Gisting og morgunmatur er á 6000 kr á mann nóttin. Gisting er bókuð í síma 456-4111 eða í netfangið lobby@hotelhorn.is


Hlökkum til að sjá ykkur öll.
Stjórn FMSV

 

Aðalfundur 2014

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða 2014 verður haldinn á Hótel Ísafirði föstudaginn 10. október n.k. kl 17.00

 

Síðastliðið vor var tekin sú ákvörðun að fresta fundi fram að hausti og vinna að veglegri dagskrá í tengslum við aðalfundinn. Ítarleg dagskrá verður send á næstu dögum en hér má sjá dagskána í grófum dráttum.

 

 Föstudagurinn 10. október

Kl 13.00 Námskeið í markaðssetningu í ferðaþjónustu á samfélagsmiðlum

Kl 17.00 Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða

 

Laugardagur 11.október

Kl 11.00 -14.00  Málþing. Gæði og innviðir ferðaþjónustunnar.

Kl 15.00-18.00 Heimsóknir í fyrirtæki á svæðinu.

Kl 20.00 Uppskeruhátíð með glensi og gaman. Hvatningaverðlaun veitt.

 

Á sunnudeginum verður svo haldinn aðalfundur Vesturferða.


Ferðaþjónustuaðilar um allan fjórðunginn eru hvattir til að kynna sér starfsemi samtakana og hvetur stjórnin alla þá sem áhuga hafa á starfi FMSV og vilja hafa áhrif á þróun ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum að bjóða sig fram til stjórnarstarfa. Í ár verður kosið um fjóra nýja stjórnarmenn til tveggja ára auk formanns sem kosinn er til eins árs í senn.

 

Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum verða sendir út á næstu dögum. Fullgildur félagi telst sá er sótt hefur um aðild til stjórnar og hún samþykkt og fært á félagaskrá. Þá þarf árgjald yfirstandandi árs að vera greitt. Hægt er að sækja um aðild hér á heimasíðu FMSV með því að smella hér.

 

Fyrir hönd stjórnar Ferðamálasamtaka Vestfjarða,

 

Ásgerður Þorleifsdóttir

Formaður

 

Aðalfundur FMSV verður í Október

Kæru félagsmenn.

 

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða hefur verið haldinn að vori hverju undanfarin ár og væntanlega frá upphafi samtakana.

Skýringin á þessari tímasetningu er sú að áður fyrr var vorið dauður tími í ferðaþjónustu og helgar þóttu heppilegri en aðrir dagar til fundarhalda. 

Með auknum ferðamannastraumi hefur ferðatímabilið okkar sem betur fer lengst en það reynist erfiðara og erfiðara að finna tíma sem hentar til fundarhalda.

 

Núverandi stjórn hefur nú tekið ákvörðun um það að fresta aðalfundi fram í október n.k og verði á sama tíma haldið málþing og vegleg uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar.  Þar er fyrirhugað að ferðaþjónar hittist og fari yfir árangur sumarsins, geri sér glaðan dag og efli tengsl og samvinnu. 


Ferðaþjónustuaðilar um allan fjórðunginn eru hvattir til að kynna sér starfsemi samtakana og hvetur stjórnin alla þá sem áhuga hafa á starfi FMSV og vilja hafa áhrif á þróun ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum að bjóða sig fram til stjórnarstarfa. Í ár verður kosið um fjóra nýja stjórnarmenn ásamt formanni.

 


 
Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum verða sendir út á næstu dögum. Fullgildur félagi telst sá er sótt hefur um aðild til stjórnar og hún samþykkt og fært á félagaskrá. Þá þarf árgjald yfirstandandi árs að vera greitt. Hægt er að sækja um aðild hér á heimasíðu FMSV með því að smella hér.

 

Fyrir hönd stjórnar Ferðamálasamtaka Vestfjarða,

 

Ásgerður Þorleifsdóttir

Formaður