Opin kynningarfundur hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða um "Færni í Ferðaþjónustu"

Laugardaginn 7. mars kl 13:30 stendur Fræðslumiðstöð Vestfjarða fyrir opnum kynningarfundi á námskránni Færni í ferðaþjónustu.

Um er að ræða 60 kennslustunda nám sem ætlað er bæði þeim sem nú þegar starfa innan ferðaþjónustunnar og þeim sem hafa áhuga á að starfa innan greinarinnar, til dæmis sumarstarfsfólki.
 

Námið má meta til allt að 5 eininga í framhaldsskólum.
 

Kynningin verður í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12, Ísafirði og í gegnum fjarfundabúnað til Hólmavíkur og Patreksfjarðar, en fyrirhugað er að bjóða námið einnig á þessum stöðum með fjarkennslu.
 

Allir velkomnir.

NATA auglýsir eftir styrkumsóknum

Nú hefur verið auglýst eftir umsóknum um styrki frá NATA - Samstarf á sviði ferðamála milli Grænlands, Íslands og Færeyja. Allir sem áhuga hafa á bættum samskiptum á sviði ferðamála milli landanna þriggja geta leitað eftir aðstoð við að fjármagna verkefni, hugmyndir, ferðir eða því um líkt.


Umsóknir skulu fela í sér samstarf milli tveggja af löndunum þremur hið minnsta.
 

Sækja má um aðstoð á eftirfarandi sviðum:
 

Menntun
Dvöl til að kynna sér aðstæður, faglegar námsferðir, skólaferðalög, menntun á sviði ferðamála, rannsóknir o.s.frv.
Þróun ferða
Siglingar, þemaferðir, stuttar heimsóknir (short break) o.s.frv.
Samstarf þjóða í milli
Menningartengdir viðburðir, skólaferðir, íþróttaferðir, vinabæjartengsl o.s.frv.
Markaðssetning og skilgreining ferðamennsku

Leita má eftir stuðningi við verkefni, ferðir eða starfsemi sem fer fram fyrir árslok 2009. Allar umsóknir skulu vera á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má hér neðar á síðunni. Sem fylgiskjöl með umsókninni skal leggja fram nákvæma útlistun á verkefni, svo og fjárhagsáætlun. Umsóknir skulu vera á dönsku eða ensku og sendast til:
 

NATA c/o
Ferðamálastofa
Lækjargata 3,
101 Reykjavík
 

Lokafrestur til að senda umsóknir er til 20. febrúar 2009.

Próförk af nýju korti Markaðsstofunnar - ÖLLUM FRJÁLST AF KOMA MEÐ ATH...

verður þetta forsíðumyndiin í ár?
verður þetta forsíðumyndiin í ár?
1 af 3
Í sumar verður gefið út kort af Vestfjörðum með þjónustuupplýsingum á bakhlið. nú er fyrsta próförk af 2009 kortinu tilbúið og er hægt að skoða það hér.

Öllum er frjálst að skoða og fara yfir kortið til að koma með athugasemdir til mín á jonpall@westfjords.is

Sumt er þó augljóslega óunnið, en allar hugmyndir eru vel þegnar.

mbk, jonpall


 

Námskeið fyrir ferðaþjóna í gerð styrkumsókna

Í kjölfar fréttarinnar um styrkjatímabilið sem er framundan hefur Markaðsstofa Vestfjarða í samvinnu við AtVest ákveðið að halda 2klst námskeið í gerð styrkumsókna nk. þriðjudag kl. 16-18.

Námskeið þetta er byggt á grunni námskeiðsins sem haldið var á vegum fræðslumiðstöðvar fyrir jól. Farið verður yfir helstu grunnatriði sem hafa ber í huga við gerð styrkumsókna og gert grein fyrir þeim lykilþáttum sem einkennir góða styrkumsókn.

Námskeiðið mun fara fram í húsnæði Markaðsstofu Vestfjarða (upplýsingamiðstöðinni) í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, þann 3.feb, milli 16-18. Heitt kaffi er á könnunni.

Allir ferðaþjónustuaðilar eru velkomnir, en frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá undirrituðum í 4504040 eða jonpall@westfjords.is og hjá Ásgerði í Atvest (450 3000, asgerdur@atvest.is)

Samskonar námskeið verða í boði hjá starfsmönnum Atvest á Hólmavík og Patreksfirði og er áhugasömum bent á að hafa samband við starfsmenn Atvest á viðkomandi stöðum.

Hólmavík:
Viktoría Rán Ólafsdóttir, verkefnastjóri með aðsetur á Hólmavík
Netfang: viktoria[hjá]atvest.is 
Sími: 451 0077

Patreksfjörður:

Guðrún Eggertsdóttir, verkefnastjóri með aðsetur á Patreksfirði

Netfang: gudrun[hjá]atvest.is

Sími: 490 2350


mbk, jonpall

Styrkja og umsóknartímabil framundan!

Upphaf ársins er gjarnan annasamur tími fyrir þá sem sjá um hinar ýmsu styrkveitingar fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Því er vert að vekja athygli á því að  hinir ýmsu sjóðir eru þessa daganna að auglýsa styrkfé sitt til úthlutunar. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að þeir sem hafa hug á því að sækja um styrkfé skilgreini vel hvað á að sækja um og hafi skýr markmið með þeirri vinnu sem fyrirhuguð er.

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur í gegnum árin veitt aðstoð við yfirlestur, útfærslu og aðra ráðgjöf við styrkumsóknir og í sumum tilfellum hefur félagið unnið umsóknina í heild sinni í samstarfi við frumkvöðla eða fyrirtæki. Ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að kynna sér þá sjóði sem í boði er og vinna sínum hugmyndum og verkefnum brautargengi með því að sækja um styrki í þá sjóði sem eru í boði.

Hægt er að hafa samband beint við Atvinnuráðgjafa AtVest og eru upplýsingar um netföng og símanúmer að finna á heimasíðu þess, www.atvest.is


Þeir styrkir og þau verkefni sem hafa verið auglýst og hafa umsóknarfrest í janúar og febrúar eru t.a.m.

 

Ferðamálastofa

Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum. Styrkir skiptast í þrjá meginflokka og sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem stuðla að bættu aðgengi að áningastöðum. Flokkarnir eru:

 

Til minni verkefna:
Úthlutað verður til minni verkefna í umhverfismálum. Aðallega verða veittir styrkir til efniskaupa. Hámarksupphæð hvers styrks verður 500 þúsund krónur

Til stærri verkefna á fjölsóttum ferðamannastöðum:

Veittir verða styrkir til stærri verkefna þar sem umsækjendur stýra framkvæmdum og svæðin verða í umsjón eða eigu styrkþega eftir að framkvæmdum lýkur.

Til uppbyggingar á nýjum svæðum:

Veittir verða styrkir til uppbyggingar á nýjum svæðum sem skipulögð hafa verið þannig að ferðamönnum nýtist viðkomandi svæði.
Umsóknarfrestur er til 31.janúar 2009


AVS

Á árinu 2009 leggur AVS sjóðurinn áherslu á styttri verkefni og munu umsóknir þar sem verkefni eru til skemmri tíma en 12-18 mánaða að öllu jöfnu njóta forgangs. Lögð verður mikil áhersla á verkefni sem skila fljótt verðmætum og nýjum störfum fyrir íslenskan sjávarútveg. Sjóðurinn er opinn fyrir öllum hugmyndum sem auka verðmæti sjávarfangs s.s. orkusparandi veiðiaðferðum, vistvænni veiðitækni, fullvinnslu,vörum í smásölu eða á borð neytenda, nýjum afurðum, nýrri tækni, aukinni nýtingu, matarferðamennsku, hönnun, fiskeldi, nýjum tegundum eða öðru því sem getur skilað styrkþegum verðmætri afurð á stuttum tíma.
Umsóknarfrestur er til 30. janúar 2009

 


Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna á sviði landbúnaðar. Lögð er áherzla á að verkefnin séu til þess fallin að auka framleiðni og arðsemi í landbúnaði. Forgangs njóta verkefni sem efla nýsköpun og fjölbreytni innan hins nýja landbúnaðar.

Ath. að sérstök viðfangsefni á sviði þróunarverkefna einstakra búgreina falla einnig innan hins auglýsta skilafrests.

Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2009



Impra - Átak til atvinnusköpunnar

Átak til atvinnusköpunar veitir aðeins styrki til tvennskonar verkefna:
1. Verkefna sem eru á forstigi nýsköpunar og falla ekki undir verksvið annarra sem veita sambærilega fyrirgreiðslu.
2. Verkefna sem eru skilgreind sem sérstök átaksverkefni ráðuneytisins.

Styrkir geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins.
Afar mikilvægt er að umsóknir séu vel gerðar og að öll gögn fylgi með þeim. Sé umbeðnum gögnum ekki skilað fyrir auglýstan umsóknarfrest, áskilur stjórn Átaks til atvinnusköpunar sér rétt til að hafna umsókn. Munið að það getur verið gott að fá aðra til að lesa yfir umsóknir af þessu tagi og koma með ábendingar. Ekki er veittur styrkur til fjárfestinga.

Umsóknarfrestur er til 17. febrúar 2009



Impra - Framtak. Verkefni sem veitir starfandi fyrirtækjum á landsbyggðinni aðstoð við að þróa þjónustu eða vöru á innanlandsmarkað eða til útflutnings. Styrkir eru veittir til þróunar hjá starfandi fyrirtækjum á landsbyggðinni og fá þátttakendur faglegan og fjárhagslegan stuðning við þróunina og er markmiðið að koma samkeppnishæfri þjónustu eða vöru á markað innan 18 mánaða frá upphafi verkefnisins. Verkefnið er hugsað fyrir fyrirtæki sem hafa starfað í a.m.k. 2 ár og velta a.m.k. 10 milljónum árlega.
Verkefnið er alltaf opið til umsóknar. Umsóknir þurfa að berast fyrir 15. hvers mánaðar til að fá afgreiðslu í þeim mánuði.


Impra - Frumkvöðlastuðningur. Markmiðið er að styðja við nýsköpunarhugmyndir einstaklinga og smærri fyrirtækja með því að veita styrki til verkefna sem stuðla að framþróun viðskiptahugmynda. Með framþróun er átt við verkefni sem snúa að gerð viðskiptaáætlana, nýnæmisathugana, einkaleyfisumsókna, markaðsathugana, rekstrar- og fjárhagsáætlana, hönnunarverndar, hagkvæmnisathugana, þróunar vöru eða þjónustu, prófana og frumgerðarsmíða.
Styrkir eru eingöngu veittir til nýsköpunarverkefna á landsbyggðinni. Getur stuðningur við frumkvöðul numið allt að 600 þús. kr. gegn jafnháu framlagi styrkþega. Ekki eru veittir styrkir til fjárfestinga í húsnæði eða til kaupa á tækjum og búnaði.
Verkefnið er alltaf opið til umsóknar. Umsóknir þurfa að berast fyrir 15. hvers mánaðar til að fá afgreiðslu í þeim mánuði.