Markaðsstofan fer á MidAtlantic ferðaráðstefnu Icelandair

Markaðsstofustjóri á MidAtlantic 2008
Markaðsstofustjóri á MidAtlantic 2008
Daganna 5.-6.febrúar nk. tekur Markaðsstofa Vestfjarða þátt í ferðaráðstefnunni MidAtlantic á vegum Icelandair.

Markmið ráðstefnunnar er að leiða saman erlendar ferðaskrifstofur og innlendar ferðaskrifstofur og áhrifaaðila í ferðaþjónustu á Íslandi.

Markaðsstofunni er boðið að taka þátt af Icelandair og hefur gert það undanfarin ár með ágætum árangri.

Heimasíða ráðstefnunnar er að finna á http://midatlantic.icelandair.com/

Dagskrá hennar er sem hér segir (n.b. dagskráinn er sett fram fyrir erlenda gesti hennar):

Thursday 05 February 2009
15:00 - 17:00  City Sightseeing tours for participants arriving morning and early afternoon
19:00 - 21:00     Get-together and official opening with Iceland touch at Reykjavik City Hall.  Light refreshments are served, Business attire.  Remainder of evening free.
 
 
 Friday 06 February 2009
 Breakfast at your hotel then transport to Laugardalshöll "Sportshall" for the days programme:
08:45 - 09:00 Icelandair presentation 
09:00 - 09:30 Iceland presentation
09:30 - 13:00 Europe and USA & Canada presentations
13:00 - 14:20 Lunch
14:30 - 17:30 Workshop
20:00 Icelandair evening at Broadway.  Dresscode - smart/casual
 
 
 Saturday 07 February 2009
 Breakfast at your hotel
09:30 - 12:00/14:00 Choice of excursions - see excursions options list.  Lunch on your own
15:00 -  Transfer to the one and only Blue Lagoon and the chance to have a dip before dinner!  Dresscode - smart/casual
18:00 - Dinner and entertainment.
 
 
 Sunday 08 February 2009
 Morning flights back to Europe.  Afternonon flights to USA, Copenhagen, Oslo and Stockholm


Hlutverk markaðsstofunnar er að standa á bás á sýningarsvæði í Laugardalshöll þar sem erlendir fulltrúar ferðaskrifstofa fara á milli og kynna sér hvað er að gerast í Íslenskri ferðaþjónustu. Ég vill því hvetja alla ferðaþjóna á Vestfjörðum til að hafa samband við mig ef þið viljið kynna ykkur þessa ráðstefnu og inntak kynningar Markaðsstofunnar og einnig að koma til mín upplýsingum um hvað er nýtt að gerast, bæði fyrir sumarið 2009 og væntalegar framfarir fyrir 2010.

bestu kveðjur,

Jón Páll


Bókunartímabil framundan hjá erlendum ferðaskrifstofum

Frá Rauðasandi. ljósmynd: Ágúst Atlason
Frá Rauðasandi. ljósmynd: Ágúst Atlason
Núna er sá tími sem erlendar ferðaskrifstofur eru að taka við bókunum frá sýnum viðskiptavinum í ferðir til Íslands næsta sumar. Þær fréttir sem berast frá markaðinum, eru að bókanir ganga misvel, sumstaðar vel, en annarsstaðar fara bókanir hægar af stað en oft áður.

Núna er enga að síður mikilvægt að halda Vestjförðum á lofti við erlendar ferðaskrifstofur. ég hvet því alla ferðaþjóna sem eru, eða hafa verið í samskiptum við Ferðaskrifstofur að nota tækifærið á minna á ykkur og Vestfirði í leiðinni.

Ekki væri verra, ef það henntar í ykkar tilfellum, að minna á þjónustu Markaðsstofu Vestfjarða við erlendar ferðaskrifstofur. Markaðsstofan getur skaffað ókeypis ljósmyndir af Vestfjörðum og aðstoðað við að finna kynningarefni fyrir ferðaskrifstofur. Skipulagning á kynningarferðum til Vestfjarða eru jafnframt áhugaverður kostur fyrir ferðaskrifstofur sem vilja kynna sér Vestfirði sérstaklega með frekari viðskipti í huga.

Svo er líka mikilvægt að senda jákvæð skilaboð út á markaðinn. Að á Vestfjörðum séu allir hressir og hér komi allt til með að "fúnkera" í sumar og gott betur en það!

Markaðsstofa Vestfjarða er reglulega í sambandi við fjölda ferðaskrifstofa erlendis til að bjóða þjónustu sýna og biðja um gott veður fyrir Vestfirði. Sem dæmi um ferð sem erlend ferðaskrifstofa er selja sem inniheldur daga á Vestfjörðum er Franska ferðaskrifstofan ISLAND TOURS í frakklandi, en hér eru tvær síður úr nýjum bæklingi frá þeim.

Ferð 1
Ferð 2


Heydalur hlýtur viðurkenningu frá "Better Business" og Ferðaþjónustu Bænda

Heydalur er í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp þar sem þessi mynd er tekin í fjöruborðinu.
Heydalur er í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp þar sem þessi mynd er tekin í fjöruborðinu.
1 af 2
Heydalur hlaut nýlega ásamt fjórum öðrum gististöðum Ferðaþjónustu bænda viðurkenningu fyrir frábæra þjónustu sumarið 2008. Viðurkenningin er í tengslum við gæðaverkefnið ,,Gerum góða gistingu betri "á vegum Ferðaþjónustu bænda og Better Business. Verkefnið fólst í því að þrisvar yfir sumarið  kom ,, leynigestur"sem gisti og borðaði og  tók staðinn út  samkvæmt fyrirfram ákveðnum stöðlum. Niðurstöðurnar voru kynntar hverju fyrirtæki fyrir sig á netinu mánaðarlega svo tækifæri gæfist til að bæta þjónustu.

Þessi verðlaun eru mikil viðurkenning fyrir Stellu Guðmundsdóttir og starfsfólk hennar í Heydal og óskar Markaðsstofa Vestfjarða henni til hamingju með þennan árangur.

fræðslu-og ráðgjafarverkefnið - Komdu í Land!

ATH. NÁMSKEIÐINU VAR FRESTAÐ VEGNA VEÐURS TIL 12. - 13. FEBRÚAR!!


í samvinnu við Cruise Iceland standa fyrir fræðslu-og ráðgjafarverkefni sem kallast  Komdu í land ! Tilgangur þeirrar vinnu sem felst í verkefninu er að skoða möguleika á hverjum stað fyrir sig og vinna í sameinungu að því hvernig hægt er að byggja upp aukna þjónustu fyrir farþega skemmtiferðaskipa og áhafnarmeðlimi sem ekki eru að fara í skipulagðar ferðir. 


Veitingastaðir, Verslanir, Söfn og önnur afþreying, Leigubílstjórar og allir þeir sem koma að þjónustu við ferðamenn til Ísafjarðar eru hvattir til að kynna sér námskeiðið.


Vinnufundir verða haldnir á Ísafirði dagana 22 og 23 janúar. 

Gjaldi fyrir þátttöku er mjög stillt í hóf eða kr. 15.000,- fyrir þátttakanda.


Nánari upplýsingar gefur Ásgerður Þorleifsdóttir hjá Atvest í síma 450 3053 eða Björn H. Reynisson hjá Útflutningsráði í síma 511 4000

Fyrstu námskeið vormisseris hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða eru að hefjast

Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða

Fyrstu námskeið vormisseris hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða eru að hefjast. Þar er meðal annars að finna námskeið sem gætu átt erindi við fólk í ferðaþjónustu. Hér eru dæmi um nokkur námskeið:

 

Fimmtudaginn 22. janúar hefst Enska II, námskeið fyrir þá sem hafa einhvern grunn í ensku en vilja auka orðaforða sinn og styrkja sig í talmáli.

 

Mánudaginn 26. janúar hefst Enska I, námskeið fyrir þá sem hafa lítinn grunn í ensku en vilja auka skilning sinn á málinu og hæfni til að eiga samskipti við aðra á ensku.

 

Miðvikudaginn 28. janúar hefst Bókhald, námskeið ætlað þeim sem sjá um bókhald í minni fyrirtækjum eða ætla sér að gera það. Einnig hentugt fyrir einstaklinga með sjálfstæðan atvinnurekstur sem vilja vera sjálfbjarga með bókhaldið.

 

Fimmtudaginn 29. janúar hefst Gull í mund - Excel. Þar er um að ræða stutt morgunnámskeið fyrir þá sem hafa notað eldri útgáfur af Excel en eru búnir að skipta yfir í Office 2007.

 

Mánudaginn 2. febrúar hefst Tölvur II, námskeið fyrir þá sem eru farnir að nota Office 2007 eða eru að fara að skipta yfir. Gert ráð fyrir að þátttakendur hafi einhverja reynslu af tölvunotkun.

 

Fimmtudaginn 5. febrúar hefst Þýska - framhald, námskeið fyrir þá sem hafa góðan grunn í þýsku en vilja ná meiri færni í málinu.

 

Skráning og nánari upplýsingar eru á heimasíðu Fræðslumiðstöðvarinnar www.frmst.is eða í síma 456 5025.


Vert er að benda  áhugasömum á að stéttarfélög styrkja í allmörgum tilfellum félagsmenn sína til að sækja námskeið og er öllum bent á að kynna sér þann möghuleika hjá stéttarfélögum sínum.