Styrkir til úrbóta í umhverfismálum 2009

Dynjand er þeirra ferðamannastaða sem hafa fengið styrk frá Ferðamálastofutil úrbóta. Mynd: Ágúst Atlason
Dynjand er þeirra ferðamannastaða sem hafa fengið styrk frá Ferðamálastofutil úrbóta. Mynd: Ágúst Atlason

Ferðamálastofa hefur auglýst eftir styrkjum til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2009. Styrkir skiptast sem fyrr í þrjá meginflokka og sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem stuðla að bættu aðgengi að áningastöðum.

Eitt helsta aðdráttarafl Íslands í hugum ferðamanna, innlendra sem erlendra, er íslensk náttúra.  Stefna íslenskra stjórnvalda er að ferðaþjónustan í landinu starfi sem mest eftir hugmyndafræði um sjálfbæra ferðaþjónustu. Liður í því er markviss uppbygging og fyrirbyggjandi aðgerðir til verndunar á íslenskri náttúru.

Frekari uplýsingar um hverjir meiga sækja um og hvernig er í fréttinni allri sem hægt er að skoða með því að ýta á "meira"


Meira

Verkefni um sjávartengda ferðaþjónustu

Sjóstangveiði er dæmi um sjávartengda ferðaþjónustu. mynd: fisherman.is
Sjóstangveiði er dæmi um sjávartengda ferðaþjónustu. mynd: fisherman.is
Á vef byggðastofnunar (www.byggdastofnun.is) kemur fram að verkefnið "Marine-Based Employment Opportunities (MBEO)", sem aðilar frá Íslandi, Írlandi og Noregi eiga aðild að, hafi nýlega forverkefnisstyrk frá Norðurslóðaáætluninni (NPP).


Þar kemur fram að "Það snýst um sjávartengda ferðaþjónustu. Að verkefninu standa aðilar frá land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands, Háskólanum í Finnmörku í Norður-Noregi, og Teagasc-rannsóknastofnuninni á Írlandi, en síðastnefnda stofnunin leiðir verkefnið. Samstarfsaðilar í hverju landi eru allmargir og koma úr röðum fyrirtækja, atvinnuþróunarfélaga, sveitarfélaga og annarra sem láta sig varða atvinnumál og byggðaþróun í sjávarbyggðum þátttökulandanna.


Á Íslandi verða vestfirskar sjávarbyggðir í brennidepli, enda sjávartengd ferðaþjónusta í mikilli uppbyggingu á Vestfjörðum. Samstarfs hefur þegar verið leitað við ýmis fyrirtæki og einstaklinga  í ferðaþjónustu á svæðinu, sem hafa sýnt því mikinn áhuga. Háskólasetur Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða verða einnig aðilar að verkefninu. Í lok nóvember komu verkefnisaðilar frá aðildarlöndunum þremur saman í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði til að undirbúa ítarlega umsókn til NPP um þróunarverkefni í framhaldi af forverkefninu.


Þróunarverkefnið beinist að áherslu 1 í Norðurslóðaáætlun 2007-2013, sem er "Efling nýsköpunar og samkeppnishæfni svæða". Því verður ætlað að leiða í ljós tækifæri til nýsköpunar og verðmætaaukningar í greinum sem tengjast nýtingu sjávarauðlinda; að tengja saman menningararfleifð og staðbundna þekkingu heimafólks á auðlindum sjávar við sérfræðiþekkingu; að greina efnahagsleg áhrif, félagsleg áhrif og umhverfisáhrif af sjávartengdri ferðaþjónustu; og að stuðla að yfirfærslu þekkingar á þessu sviði til annarra byggðarlaga á því svæði sem Norðurslóðaáætlunin tekur til. Vonast er til að upp úr verkefninu spretti öflug samstarfsnet og hugmyndir um vörur og þjónustu sem þróa mætti áfram. Einnig er ætlunin að standa fyrir námskeiðum og ráðstefnum og almennt að leitast við að tryggja að nýsköpun í sjávartengdri ferðaþjónustu stuðli að sjálfbæru atvinnulífi og jákvæðri byggðaþróun."


Þeim sem áhuga  hafa á að fræðast frekar um verkefnið er bent á að hafa samband við Karl Benediktsson, prófessor (kben@hi.is) eða Katrínu Önnu Lund, lektor (kl@hi.is).

Samvinnuverkefni á Ísafirði - Fundir og Ráðstefnur

Ráðstefnum og fundum fylgir gjarnan útivera með í bland. Mynd: Ágúst Atlason
Ráðstefnum og fundum fylgir gjarnan útivera með í bland. Mynd: Ágúst Atlason

 

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur verið að skoða möguleika til aukinna funda og ráðstefnuhalda á Ísafirði og nágrenni. Það þykir ljóst að sá markaður hefur ekki náð að teygja sig næganlega vestur og teljum við að í samvinnu við ferðaþjónustu og önnur fyrirtæki sé grundvöllur til að leita leiða við að þróa slíkan markað enn betur hér á Ísafirði.

Svæðið hefur uppá einstaklega mikið að bjóða og með samhentu átaki hagsmunaaðila er hægt að mynda öflugan hóp sem vinnur saman í átt að markmiðunum. Tilgangur slíkrar samvinnu væri auðvitað sá að auka veltu og arðsemi þeirra sem taka þátt í verkefninu og auka nýtingu þeirra sérstaklega á jaðartímum, s..s gististöðum, matsölustöðum, söfnum og verslunum.


Það er svo von Atvest að þetta sé einungis byrjunin á stærra verkefni sem feli í sér fleiri staði á Vestfjörðum sem ákjósalegan kost til funda og ráðstefnuhalda.

Fyrirhugað er að hittast um miðja næstu viku, fá okkur heitt kakó og smákökur og koma okkur í jólaskap og ræða hvaða leiðir mögulegt sé að fara í þessum efnum. Allir áhugasamir aðilar og þeir sem telja sig hafa hag af slíkri samvinnu er bent á að hafa samband við Ásgerði Þorleifsdóttur hjá Atvest í síma 450 3053 eða á netfangið asgerdur@atvest.is

 

Krásir matur úr héraði

Pönnsur
Pönnsur

Impra á Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa óska eftir umsóknum um þátttöku í verkefninu Krásir - matur úr héraði sem er fræðslu- og þróunarverkefni í svæðisbundinni matargerð.


Þátttakendur fá fræðslu og faglegan og fjárhagslegan stuðning við að þróa hugmynd að matvöru í markaðshæfa vöru.

Þátttaka í verkefninu er opin einstaklingum og litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni eða samstarfshópum einstaklinga og lítilla fyrirtækja, sem óska eftir að vinna saman við þróun á mat-vörum.

Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á www.impra.is og www.icetourist.is.


Umsóknarfrestur er til og með 12. janúar 2009.

Fjölgun erlendra gesta í nóvember

Alls fóru tæplega 23.700 erlendir gestir frá landinu í nóvember um Leifsstöð, sem er lítilsháttar aukning frá því í nóvember á síðasta ári, þegar 23.100 erlendir gestir fóru frá landinu. Aukningin nemur 2,6% milli ára. Þetta kemur fram í talningum á vegum Ferðamálastofu þar sem sjá má skiptingu eftir þjóðerni.


Ferðum Íslendinga utan fækkar hins vegar umtalsvert. Þannig fóru 16.300 utan í nóvember síðastliðnum en í sama mánuði á síðasta ári fóru tæp 42 þúsund Íslendinga utan, sem gerir 60% fækkun.


Aukning er meðal gesta frá Mið Evrópu, einkum Þjóðverja, Hollendinga og Frakka. Af Norðurlandaþjóðum er aukning meðal Dana og Norðmanna. N.-Ameríkubúum, Bretum og S.-Evrópubúum fækkar hins vegar. Hér að neðan má sjá nánari skiptingu. Heildarniðurstöður úr talningu Ferðamálastofu í Leifsstöð er að finna á heimasíðu Ferðamálastofu.


Erlendir gestir í nóvember eftir þjóðernum
      Aukning/fækkun milli ára 2007/08

 

2007

2008

Fjöldi

%

Bandaríkin 2.375 1.995 -380 -16,0
Bretland 5.150 4.772 -378 -7,3
Danmörk 2.132 2.313 181 8,5
Finnland 456 460 4 0,9
Frakkland 696 799 103 14,8
Holland 457 858 401 87,7
Ítalía 199 182 -17 -8,5
Japan 402 465 63 15,7
Kanada 321 218 -103 -32,1
Kína 522 347 -175 -33,5
Noregur 2.213 2.366 153 6,9
Pólland 764 1.222 458 59,9
Spánn 159 143 -16 -10,1
Sviss 91 99 8 8,8
Svíþjóð 2.025 1.825 -200 -9,9
Þýskaland 995 1.174 179 18,0
Önnur lönd 4.152 4.464 312 7,5
Samtals 23.109 23.702 593 2,6
         
Ísland 40.943 16.282 -24.661 -60,2
Erlendir gestir í nóvember - eftir markaðssvæðum
 

 

 

Aukning/fækkun milli ára 2007/08

 

2007

2008

Fjöldi

%

N-Ameríka

2.696

2.213

-483

-17,9

Norðurlönd

6.826

6.964

138

2,0

Bretland

5.150

4.772

-378

-7,3

Mið-/S- Evrópa

2.597

3.255

658

25,3

Annað

5.840

6.498

658

11,3

Samtals

23.109

23.702

593

2,6

         
Heimild: Ferðamálastofa, brottfarir um Leifsstöð.