North Hunt - Evrópuverkefni um þróun sjálfbærrar skotveiðitengdrar ferðaþjónustu

Rjúpa í Tunguskógi, mynd: bb.is
Rjúpa í Tunguskógi, mynd: bb.is
Nýverið var hleypt á stokkunum Norðurslóðaverkefninu "North Hunt" sem er evrópuverkefni sem miðar að því að þróa sjálfbæra skotveiðitengda ferðaþjónustu á norðurslóðum. Verkefnið opnaði á dögunum nýja heimasíðu um verkefni á slóðinni www.north-hunt.org/is/

North Hunt verkefnið er hluti af stærra samnorrænu verkefni og fékk það styrk frá Norðurslóðaáætlun ESB (European Commission´s Northern Periphery Programme). Markmið Norðurslóðaáætlunar ESB eru m.a. að hvetja til nýsköpunar og aukinnar samkeppnishæfni í dreifbýli um leið og lögð er áhersla á sjálfbærni náttúru og samfélags. Þátttökuþjóðir í North Hunt eru Finnland, Svíþjóð, Ísland, Skotland og Kanada.  Í öllum NPP verkefnum er krafist þess að mótframlag komi frá heimamönnum, sérstaklega frá atvinnulífinu en ekki akademískum stofnunum eða stjórnvöldum.  Á þann hátt tryggir sjóðurinn aðild frumkvöðla og starfandi einkafyrirtækja að verkefnunum enda markmiðið að þróa vöru eða hugmynd sem eflir atvinnulíf á svæðunum og skilur eftir sig starfsemi sem eykur hagvöxt þeirra.

Nánari upplýsingar um verkefni er hægt að fá hjá tengilið Rannsóknarmiðstöð Ferðamála á akureyri, Eyrún J. Bjarnadóttir, ejb(at)unak.is, s.462 8931

Upplýsingar um leyfismál í Ferðaþjónustu - NÝR GREINAFLOKKUR

Frá Djúpavík. Mynd: Colin Samuels
Frá Djúpavík. Mynd: Colin Samuels
Í dag var settur á laggirnar nýr greinaflokkur á www.vestfirskferdamal.is um leyfismál í ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Löngum hefur það loðað við ferðaþjónustu á Íslandi að leyfi til að stunda ferðaþjónustu af ýmsu tagi séu mörg og flókin viðureignar. Ekki verður lagt á það mat hér hvort þær fullyrðingar eigi við rök að styðjast, heldur reynt að gera þessum málum skil í greinarflokki sem tekur á algengustu leyfum og hvernig Vestfirskir ferðaþjónustufyrirtæki geta og þurfa að snúa sér til að verða sér út um tilskylin leyfi.

Greinarnar eru samvinnuverkefni Upplýsingamiðstöðvar Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Markaðsstofu Vestfjarða.

Greinarflokkurinn verður sífelltí vinnslu og munu bætast við hann greinar næstu daga, vikur og mánuði, eftir því sem þurfa þykir. Allar ábendingar eru vel þegnar og ekki væri verra ef ferðaþjónar mundu deila með okkur reynslu sinni af því að verða ér út um tiltekin leyfi, þannig að hægt væri að nýta þessa reynslu í þágu allra ferðaþjónustuaðila á Vestfjörðum.

Hægt er að skoða greinarnar undir flokknum "Leyfismál" í flipanum hér til vinstri.

Athyglisverð rannsókn á hegðun ferðamanna

Föstudaginn 28.nóv var lokaskýrsla ransóknarinnar "Ferðamenn á Vestfjörðum sumarið 2008" kynnt en í henni er að finna niðurstöður rannsóknar á hegður ferðamanna á Vestfjörðum, sem unnin var sumarið 2008.


 

Hvernig ferðamenn koma til Vestfjarða?
"Niðurstöður þessarar könnunar sýna að þeir ferðamenn sem komu til Vestfjarða sumarið

2008 eru fyrst og fremst náttúruunnendur sem sækja í frið og ró og eru almennt meðvitaðir

um umhverfismál. Samanburður við erlenda ferðamenn í Reykjavík sýnir að

"náttúruferðamenn" eru líklega afgerandi hópur meðal erlendra ferðamanna um allt land,

ekki einungis á Vestfjörðum. Nær allir erlendu ferðamennirnir sem talað var við bæði í

Reykjavík og á Vestfjörðum höfðu mikinn áhuga á náttúru og umhverfismálum, það sem

greindi ferðamennina á Vestfjörðum og í Reykjavík að var kannski fyrst og fremst meiri áhugi

á fuglaskoðun og ljósmyndun hjá þeim ferðamönnum sem sóttu Vestfirði heim."



Könnunin var unnin í samstarfi Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands og Markaðsstofu Vestfjarða og var styrkt af Vaxtasamningi Vestfjarða. Starfsmenn setursins fóru víða um Vestfirði og lögðu fyrir ferðamenn spurningalista þar sem meðal annars var spurt um ástæður komu, upplýsingaöflun, nýtingu og ánægju með þjónustu á Vestfjörðum sem og ánægju með ferðina í heild.

Var upplifun í samræmi við væntingar?
"Niðurstöður þessarar könnunar sýna að aðgengi að upplýsingum fyrir ferðina hefur

mikil áhrif á hvort upplifun er í samræmi við væntingar og það hve auðvelt

ferðamönnunum fannst að nálgast upplýsingar á svæðinu hefur nokkur áhrif. Ekki kom

fram marktækt samband við þá tegund upplýsingaveitu sem ferðamaðurinn nýtti sér

mest."



Hellstu niðurstöður að mati greinarhöfundar:

  • Flestir erlendir ferðamann voru þjóðverjar eða 27,1%
  • Hátt menntunarstig erlendra ferðamanna, en rúmlega helmingur var með framhaldsmenntun frá háskóla
  • Um 33% erlendra ferðamanna hafa komið áður til Íslands (sem afsannar algenga fullyrðingu um að erlendir ferðamenn á Vestfjörðum, séu að koma til landsins í annað sinn)
  • Langflestir svarendur nefndu náttúruna sem helstu ástæðu fyrir heimsókn til Vestfjarða eða 57,5%. Því næst kemur útivistin sem 49,5% svarenda nefna og svo hvíld og afslöppun sem 48,9% nefna. Aðrir valmöguleikar voru sjaldnar nefndir.
  • Flestir ferðamenn voru 2-4 daga á Vestfjörðum

  • Gönguferðir eru vinsælasta afþreying ferðamanna á Vestfjörðum, um 70% erlendra ferðamanna fara annað hvort í stutta eða langa gönguferð eða bæði.

  • Erlendir ferðamenn sýndu fuglaskoðun sérstakan áhuga, en 63% þeirra sögðust hafa áhuga á þeim.

 


Hægt er að nálgast skýrsluna í heild sinni á vef RANNSÓKNA- OG FRÆÐASETUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Á VESTFJÖRÐUM

Ánægja ferðamanna?
"Niðurstöðurnar sýna að ferðamenn sem komu til Vestfjarða til að njóta hvíldar og

afslöppunar og/eða útivistar voru líklegri en aðrir til að mæla með Vestfjörðum sem

áfangastað. Þá hafði það hvort upplifun var í samræmi við væntingar sterk áhrif á líkur

þess að ferðamaðurinn hygðist mæla með Vestfjörðum. Ekki fundust tengsl á milli

einkunnagjafar á einstökum þjónustuþáttum og ánægju ferðamannanna."








Rannsókn á hegðun ferðamanna á Vestfjörðum kynnt í Vísindaporti

Ferðamenn á Drangajökli
Ferðamenn á Drangajökli

Í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða föstudaginn 28. nóvember kl 12.10 munu Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Íris Hrund Halldórsdóttir kynna niðurstöður könnunar sem gerð var meðal ferðamanna á Vestfjörðum sumarið 2008. Albertína og Íris stunda meistaranám við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands ásamt því að starfa við Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum.

 

Könnunin var unnin í samstarfi Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands og Markaðsstofu Vestfjarða og var styrkt af Vaxtasamningi Vestfjarða. Starfsmenn setursins fóru víða um Vestfirði og lögðu fyrir ferðamenn spurningalista þar sem meðal annars var spurt um ástæður komu, upplýsingaöflun, nýtingu og ánægju með þjónustu á Vestfjörðum sem og ánægju með ferðina í heild.

 

Niðurstöðurnar gefa mynd af því hvernig ferðamenn koma til Vestfjarða, hvar þeir eru líklegir til að leita sér upplýsinga og hverju þeir hafa helst áhuga á að kynnast eða upplifa á ferð sinni um Vestfirði. Þá er leitast við að skýra hvaða þættir hafa helst áhrif á upplifun eða ánægju ferðamannanna. Vonast er til að nýta megi niðurstöður þessarar könnunar til að greina styrkleika Vestfjarða sem ferðamannastaðar, skilgreina möguleika í kynningu svæðisins og  greina frekari möguleika á uppbygginu afþreyingar og þjónustu fyrir ferðamenn. Þá leggur könnunin grunn fyrir frekari rannsóknir á ferðamönnum og uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum sem eru fyrirhugaðar hjá Rannsókna- og fræðasetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum.

 

Skýrslan í heild verður aðgengileg áhugasömum á vef Rannsóknasetursins, www.vest.hi.is að fyrirlestrinum loknum.

 

Vísindaport Háskólaseturs Vestfjarða er óformlegur umræðutími í hádeginu á föstudögum. Þar er fjallað í stuttu máli, 20-30 mínútur, um yfirstandandi rannsóknir eða rannsóknir sem er lokið og svo er orðið gefið laust. Vísindaportið fer fram í kaffisal Háskólaseturs Vestfjarða og eru allir velkomnir.

Kynningarfundir á erlendum mörkuðum skiluðu góðum árangri

Ólöf Ýrr Ferðamálastjóri á fundinum í kaupmannahöfn
Ólöf Ýrr Ferðamálastjóri á fundinum í kaupmannahöfn

Samstarf Ferðamálastofu, Útflutningsráðs, Samtaka ferðaþjónustunnar, utanríkisráðuneytis og Höfuðborgarstofu um röð kynningarfunda á helstu mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu í Evrópu tókst með miklum ágætum. Fundað var í fimm borgum með bæði söluaðilum Íslandsferða og blaðamönnum.


„Ég var afar þakklát fyrir samstarfið við það góða fólk sem tók þátt í ferðinni og langar að þakka því sérstaklega fyrir," segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. Í ferðina fóru  Árni Gunnarsson, formaður SAF, Þorleifur Þór Jónsson forstöðumaður hjá Útflutningsráði, Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu og sendiherrarnir á hverjum stað tóku einnig þátt í fundunum: Guðmundur  Árni Stefánsson í Stokkhólmi, Tómas Ingi Olrich í París, Svavar Gestsson í Kaupmannahöfn, Ólafur Davíðsson  í Frankfurt og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir í Osló." Einnig komu að fundunum fulltrúar fyrirtækja innan SAF. Þar var um að ræða Icelandair, Iceland Express, Iceland Excursions, Icelandair Hotels, Hótel Ísafjörð, Iceland Travel, Snæland Grímsson ehf., Radisson SAS - Hotel Saga og Erlingsson Naturreisen. Þeim fjölmörgu fulltrúum söluaðila sem sóttu fundina eru þakkir færðar fyrir áhugann.


Í tengslum við fundina voru unnir kynningarbæklingar á fjórum tungumálum og má skoða ensku útgáfuna hér. Einnig eru myndir frá fundinum í Kaupmannahöfn sem Þorleifur Þór Jónsson tók.