Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands á Höfn

Frá fundinum. Mynd: Jón Páll Hreinsson
Frá fundinum. Mynd: Jón Páll Hreinsson

Sævar Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða og Jón Páll Hreinsson, forstöðumaður Markaðsstofa Vestfjarða tóku þátt í aðalfund Ferðamálasamtaka Ísland á Höfn í Hornafirði 21.nóvember sl.

 

Aðalfundur samtakanna er jafnan vettvangur fjörugra skoðanaskipta og var engin undantekning þetta árið, enda hefur aðalfundur sjaldan eða aldrei verið haldin undir viðlíka kringumstæður í þjóðfélaginu. Á fundinum var formaður samtakanna, Pétur Rafnsson, endurkjörin einróma með lófataki.

Á fundinum voru málefni ferðaþjónustunnar rædd og var ályktun, uppruninn var frá Kristjáni Pálssyni, formanni Ferðamálasamtaka Suðurnesja rædd sérstaklega, enda var þar að ræða umfangsmiklar og rótækar tillögur.

Fjölmörgum tillögum var vísað til stjórnar til afgreiðslu og ljóst að henni bíður mikilvægt starf næstu misseri að skilgreina þær tillögur sem fram komu.

Sérstaka athygli vakti tillaga sem samþykkt var af þinginu varðandi starfsemi Markaðsstofa á Landsbyggðinni, en þingið ályktaði um að Markaðsstofur ættu sannarlega að vera sjö talsins og hvatti ráðherra til að veita til þeirra fé svo rekstur þeirra væri tryggður til framtíðar.

Ferðamálaþing Ferðamálastofu og Iðnaðarráðuneytisins

Iðnaðarráðherra í ræðustól. Mynd: Ferðamálastofa
Iðnaðarráðherra í ræðustól. Mynd: Ferðamálastofa

Fimmtudaginn 20.nóv sl. var Ferðamálaþing Ferðamálastofu og Iðnaðarráðuneytisins haldið á Grand Hótel Reykjavík.

 

Þingið heppnaðist ákaflega vel og troðfylltu ferðaþjónustuaðilar 400 manna fundarsal. Össur Skarphéðinsson, Iðnaðarráðherra, setti þingið með kraftmikilli ræðu og var ekki að heyra annað á máli hans að ráðherra stæði þétt á bak við ferðaþjónustuna og talaði hann m.a. fyrir aukinni aðstoð við ýmis hagsmunamál greinarinnar.

 

Sérstaka athygli vakti málflutningur ráðherra um aukna áherslu á rannsóknir í ferðaþjónustu, en auknar rannsóknir eru greininni afar mikilvægur og ánægjuefni að ráðherra sýni því slíkan áhuga. Jafnframt gerði ráðherra grein fyrir hugmyndum um fjárframlög til markaðssetningar á landsbyggðinni og að markaðsstofurnar á landsbyggðinni mundu fá hluta þess fjármagns.

 

Fjöldi frambærilegra erinda var fluttur á þinginu, en að öðrum ólöstuðum þótti erindi Vestfirðingsins Páls Ásgeirs Ásgeirssonar, blaðamanns afar skemmtilegt. En hann fjallaði á lifandi og afar áhugaverðan hátt um náttúru Íslands og möguleika á ferðaþjónustu. M.a. tók hann sérstaklega fyrir Lónafjörð í Jökulfjörðum, sem hann taldi vera "paradís á jörð".

Ný rekstrar- og fjárhagslíkön frá IMPRU

Á vef Impru boðið upp á ný reiknilíkön til að gera rekstrar- og fjárhagsáætlanir.  

Reiknilíkönin eru þrenns konar:
  • Hugmyndalíkan sem ætlað er fyrir byrjendur í gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana og þá sem vilja á fljótlegan og þægilegan hátt setja upp áætlun.  
  • Grunnlíkan sem bíður upp á áætlun til þriggja ára og hefur verið í boði hjá Impru undanfarin ár.  
  • Til viðbótar er síðan komið Rekstrarlíkan sem er ætlað fyrir starfandi fyrirtæki eða flóknari rekstur til 5 ára.  Með því líkani er boðið upp á rafrænt námskeið um gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana.  Líkönin eru á www.impra.is  undir "reiknilíkön".  

Nánari upplýsingar er einnig hægt að fá hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Ísafirði í s.450 4050

mbk, jonpall

Midatlantic verður haldið 5. - 8.febrúar í Laugardalshöll

Þann 5.-8. febrúar nk. heldur Icelandair sitt árlega "workshop" fyrir innlenda og erlenda viðskiptamenn. Eins og undanfarin ár, er Markaðsstofu Vestfjarða boðin þátttaka, en erfitt hefur verið fyrir ný fyrirtæki að komast á sýninguna og langið biðlistar myndast um hvert pláss.

Markaðsstofa verður með lítin bás og tekur á móti erlendum ferðaskrifstofum sem koma á sýninguna til að kynna sér ný tækifæri og skoða hvað er að gerast´i ferðaþjónustunni á Íslandi.

Ég mun fara af stað eftir áramót að skipuleggja þátttökuna, en að sjálfsögðu er öllum velkomið að hafa samband og koma með tillögur. Þó er ekki gert ráð fyrir að einstök ferðaþjónustufyrirtæki verði á básnum, en nýjungar fyrir næsta sumar eru náttúrulega vel þegnar!

nánari upplýsingar um sýninguna er á heimasíðu hennar: http://midatlantic.icelandair.com/

mbk,
Jón Páll

Dagskrá og skráning á ferðamálaþing 20. nóvember

Ferðamálaráðstefnan verður á Grand Hótel 20.nóvember
Ferðamálaráðstefnan verður á Grand Hótel 20.nóvember

Dagskrá ferðamálaþingsins þann 20. nóvember næstkomandi liggur nú fyrir og jafnframt hægt að skrá sig til þátttöku. Ferðamálastofa og iðnaðarráðuneytið gangast fyrir ferðamálaþinginu sem haldið verður á Grand Hótel Reykjavík, Gullteigi. Yfirskriftin er Öflug ferðaþjónusta - allra hagur, tækifæri ferðaþjónustunnar á umbrotatímum.

Dagskráin hefst kl. 13:00 og lýkur með móttöku í boði ráðherra ferðamála kl. 17. 

Það er opið öllum hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu og öðrum sem áhuga hafa á greininni. Á síðustu vikum hefur mjög verið horft til ferðaþjónustu sem lið í eflingu íslensks atvinnulífs og með því að fjölmenna á þingið gefst kjörið tækifæri til að vekja athygli á greininni þannig að eftir verði tekið.

Dagskrá:

13:00 Ávarp ráðherra ferðamála, Össur Skarphéðinsson 
13:30 Selling Iceland to travelers in turbulent times
  Ian Neale, forstjóri Regent Travel
14:00 Land tækifæranna
  Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins
14:20 Hvernig aukum við tekjur af ferðamönnum við núverandi aðstæður?
  Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair
14:40 Kaffihlé
15:00 Horft fram á veginn - aðgerðir Ferðamálastofu í ljósi breyttra aðstæðna
  Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
15:20 Íbúar eru líka gestir - ferðaþjónusta og sveitarfélögin
  Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar
15:40 Af sjónarhorni ferðamannsins - hvernig ferðaþjónustu viljum við hafa á Íslandi?
  Páll Ásgeir Ásgeirsson, blaðamaður
16:00  Pallborð með þátttöku fyrirlesara
16:40  Afhending umhverfisverðlauna Ferðamálastofu
16:50 Samantekt fundarstjóra
17:00 Ráðstefnuslit
  Móttaka í boði ráðherra ferðamála

Fundarstjóri og stjórnandi umræðna í pallborði er Svanhildur Konráðsdóttir, formaður ferðamálaráðs.

Skráning er á vef ferðamálastofu
Skráningin er án endurgjalds