Stoðgrein ferðaþjónustu á Vestfjörðum

 

Ferðaþjónusta er grein sem hefur vaxið mjög ört á Vestfjörðum eins og á landinu öllu síðastliðin ár. Greinin er ung og mikil vöruþróun og uppbygging á sér stað en það er eins með þessa grein og aðrar greinar að hlúa þarf vel að fyrirtækjum og frumkvöðlum varðandi mismunandi ráðgjöf og aðra nauðsynlega þjónustu sem hugsanlega þarf á að halda.

Stoðgrein í ferðaþjónustu er hugtak sem margir eiga ef til vill erfitt með að átta sig á og skilgreina hverjir tilheyra stoðgreininni og hvaða hlutverki þeir gegna.  Á Vestfjörðum eru fjölmargir sem mynda stoðgreinina og margvísleg þjónusta er í boði fyrir aðila í ferðaþjónustu en stoðgreinina má skilgreina sem aðila innan hins opinbera, sveitafélög og félagasamtök sem hafa það hlutverk að vinna með og aðstoða ferðaþjónustufyrirtæki varðandi vöruþróun, ráðgjöf, markaðssetningu, fræðslu og fleira og stuðla þar með að bættu rekstrarumhverfi þeirra.

Á Vestfjörðum eru það aðilar eins og t.d Atvest og Markaðsstofa Vestfjarða ásamt fjölda annarra sem mynda stoðkerfið en einnig spila Útflutningsráð og Ferðamálastofa mikilvægt hlutverk.

Það er mikilvægt að stoðgreinin sé gegnsæ og auðvelt sé fyrir ferðaþjónustuaðila að geta leitað til greinarinnar  með sín viðfangsefni. Það er einnig mikilvægt að geta sýnt með afgerandi hætti hverjar starfslínur og verksvið hvers og eins er og þar með undirstrikað á hvaða sviði sérþekking einstakra aðila eða stofnanna liggur.

Núna stendur yfir vinna undir forystu Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, þar sem þau fyrirtæki og stofnanir sem koma að stoðgreinni hittast í þeim tilagangi að skilgreina sín verkefni og hvernig þau geta unnið sameiginlega að því markmiði að bæta innra og ytra umhverfi ferðaþjónustufyrirtækja á Vestfjörðum.   Slík vinna er löngu tímabær og mikið fagnaðarefni að þeir aðilar sem mynda stoðgreinina séu farnir af stað með slíka vinnu.

Afraksturinn verður tekin saman í rit þar sem áherslur og verkefni þeirra stofnanna og annarra aðila sem eru í stoðgreininni  verður gerð skil.

 

 

Ásgerður Þorleifsdóttir

Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða

 

Jón Páll Hreinsson

Markaðsstofu Vestfjarða

Námskeið í verðlagningu útflutningsvöru og þjónustu - Ný tímasetning!

Fræðslumiðstöð Vestfjarða: mynd af www.frmst.is
Fræðslumiðstöð Vestfjarða: mynd af www.frmst.is

Námskeið á vegum Útflutningsráðs í  verðlagningu útflutningsvöru og þjónustu í samvinnu við KPMG og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, sem vera átti síðastliðinn miðvikudag verður haldið í Fræðslumiðstöð Vestfjarða miðvikudaginn 12. nóv. n.k frá kl 17-21.  Námskeiðið mun fara fram í gegnum fjarfundabúnað á sama tíma í Þekkingarsetrinu Skor á Patreksfirði og Þróunarsetrinu á Hólmavík.

Á  námskeiðinu verður fjallað um áhrif mismunandi aðferða á áætlaðan rekstrar- og efnahagsreikning. Lögð verður áhersla á að öll umfjöllun sé einföld og aðgengileg og mun allt efni og framsetning þess byggja á því að þátttakendur hafi fjölþættan bakgrunn og mismikla þekkingu á bókhaldi, rekstraráætlunum og ársreikningum. Að loknu námskeiði ættu þátttakendur að vera betur undir það búnir að leggja raunsætt mat á hugmyndir sínar um verðlagningu og uppbyggingu þjónustuframboðs, hvað er hagkvæmt og hvað hlutirnir þurfa að kosta. Ferðaþjónustuaðilar eru sérstaklega hvattir til að nýta sér námskeiðið.

 

Námskeiðið er styrkt af Vaxtarsamningi Vestfjarða og er aðgangur ókeypis.

 

Allar nánari upplýsingar gefur Ásgerður Þorleifsdóttir hjá Atvest í síma 450 3053.

 

ATH!!! Mikilvægt er að fólk skrái sig á námskeiðið og fer skráning fram í síma 450 3053 eða á netfangið asgerdur@atvest.is

 

Ferðaþjónstan mikilvægur drifkraftur

Eftirfarandi fréttatilkynning birtist á vef Iðnaðarráðuneytisins í dag, 28.okt:

Ferðamálaráð hefur lagt eftirfarandi tillögur fyrir iðnaðarráðherra en ferðamálaráði er m.a. ætlað að vera ráðherra til ráðgjafar um kynningarmál ferðaþjónustunnar og áætlanir í ferðamálum:

Ferðaþjónustan hefur ávallt verið í fararbroddi í almennri kynningu á Íslandi og því er eðlilegt að horft verði til hennar á næstunni þegar ríður á að bæta orðspor Íslands. Ferðaþjónustan er jafnframt gríðarlega mikilvægur drifkraftur í byggðum landsins og er ein besta og hagkvæmasta leiðin til að fjölga störfum og auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar.

  • Fjárfesting í markaðssetningu og kynningu á Íslandi verði aukin frá því sem birtist í fjárlagafrumvarpi og horft verði til náins samstarfs við fyrirtæki í greininni við uppbyggingu á kynningar- og markaðsstarfi til lengri tíma.
  • Vinnu nefndar, sem nú vinnur úr tillögum ímyndarnefndar forsætisráðherra, verði hraðað og Promote Iceland verkefninu verði komið í framkvæmd eigi síðar en um áramót. Tryggt verði að hagsmunir og sjónarmið ferðaþjónustunnar verði í forgrunni við undirbúning, útfærslu og framkvæmd þessa mikilvæga verkefnis.
  • Uppbygging markaðsstofa um landið verði studd og starf þeirra eflt m.a. í samræmi við tillögur nefndar um endurskoðun ferðamála. Markmiðið sé að styrkja rekstrargrundvöll, samræma aðgerðir og stuðla að heildstæðum skilaboðum um Ísland sem áfangastað - innanlands og utan.
  • Í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og fleiri verði settur kraftur í að auka nýsköpun og efla vöruþróun í greininni t.d í menningar- og heilsutengdri ferðaþjónustu.
  • Að komandi ferðamálaþing iðnaðarráðuneytisins verði nýtt til að koma þeim skilaboðum til landsmanna að í eflingu ferðaþjónustunnar felist einstök sóknarfæri fyrir íslenskt efnahagslíf.

Hlekk á tilkynninguna er að finna hér: http://www.idnadarraduneyti.is/Forsida_IVR/nr/2657

Upplýsingar á ensku um stöðu mála í íslensku efnahagslífi - TIL AÐ SENDA Á ERLENDA VIÐSKIPTAVINI

Á heimasíðu SAF er að finna gagnlegan texta til að senda á erlenda viðskiptavini sem eru eftilvill efins um ástandið á Íslandi og eru hikandi að ferðast til landsins.

Öllum ferðaþjónum er frjálst að nota þennan texta til að senda og í raun hvet ég alla til að gera það.

mbk, jonpall

ICELAND WELCOMES YOU

While Iceland is currently dealing with a serious financial crisis like the rest of the world business in the country is being conducted as usual. All services in Iceland are functioning normally-including banking services. Hotels, restaurants, airlines, car rentals, currency exchange facilities, offices and shops are all open for business and welcome travellers. 


Visitors can be assured that they will be treated with the same friendly and exceptional hospitality that Icelanders are renowned for throughout the travel world. The autumn and winter season is an exciting time to visit Iceland as rates are lower, good deals on offer everywhere and the nature absolutely stunning.


Travellers who experience Iceland firsthand will be surprised by the warmth and good humour of its people and by the comfort of conducting business in a relaxed and easy democratic environment. It's business as usual.

Námssmiðja hjá Breiðafjarðarfléttu 7.-9.nóvember

Lundin við Látrabjarg er einn af
Lundin við Látrabjarg er einn af "seglum" Breiðafjarðar og landsins alls!

 

Þann 7. - 9.nóvember nk. fer fram námssmiðja Breiðafjarðarfléttunar í Stykkishólmi.

Námssmiðjan er þróuð á vegum Háskólans á Hólum og hefur yfirskriftina "Að þróa sjálfbæra og náttúrutengda ferðavöru á Norðurslóðum"
 

Leiðbeinandi er Kjartan Bollason frá  Háskólanum á Hólum. Kjartan hefur reynslu af því að vinna sem leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn og af kennslu á námskeiðum á vegum Hólaskóla, bæði fyrir nemendur og fyrirtæki.

 

Markmið námskeiðs er að kenna fyrirtækjum hvernig þau geta þróað nýja ferðavöru eða betrumbætt núverandi ferðavöru í náttúrutengdri ferðaþjónustu í sátt við umhverfið og samfélag og með hagnað í huga. Nálgun námskeiðs byggist á að nýta reynslu fyrirtækjanna sjálfra og hvaða lærdóm þau geta dregið af henni.

 

Námskeiðið byggir á  handbók, en ekki er farið í alla kafla hennar. .Fyrirtækin fá handbók sem þau geta svo notað sér til aðstoðar við rekstur síns fyrirtækis. 


Nánari upplýsingar og kennsluáætlun er að finna hér.
 
Námskeiðið er haldið á Hótel Stykkishólmi og eru allir ferðaþjónar á Vestfjörðum hvattir til að nota tækifærið að læra um áhugaverða nálgun í ferðaþjónustu og kynnast félagsmönnum Breiðafjarðarfléttunnar, sem eru ferðaþjónustuaðilar umhverfis Breiðafjörð. Þátttökugjald fyrir aðila utan Breiðafjarðarfléttunar er 10.000.- Hægt er að fá gistingu á Hótel Stykkishólmi á kr. 5.000.- og hátíðarkvöldverð á kr. 4.500.-

Skráning fer fram hjá verkefnisstjóra Breiðafjarðarfléttunar Ingibjörgu Þórhallsdóttur í ingalo@ru.is