Verkefnastyrkir NORA 2008

Norræna Atlantsnefndin (NORA) styrkir samstarfsverkefni á Norður-Atlantssvæðinu í þeim tilgangi að byggja upp sterkt norrænt svæði og efla sjálfbæra þróun.
Ein af leiðunum að þessu markmiði er að veita styrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna. Þátttakendur skulu vera frá a.m.k tveimur af fjórum NORA-löndum (Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og strandsvæðum Noregs).

Hér með er auglýst eftir umsóknum og er þetta síðari umsóknarfrestur árið 2008.
Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á verkefni á sviði UPPLÝSINGATÆKNI og SAMGANGNA.


Meira

AtVest gefur út skýrslu um þróun ferðamanna á Vestfjörðum

Atvest hefur tekið saman skýrslu um stöðu ferðamála á Vestfjörðum. Skýrslan er  unnin upp úr tölum frá Hagstofu Ísland og gefur skýra mynd af þróuninni undanfarin ár. Í skýrslunni er farið yfir þróunina á landinu öllu, Vestfirðir skoðaðir í heildina og bornir saman við þróunina á landsvísu og svo er hvert svæði fyrir sig á Vestfjörðum skoðað ítarlega.
Meira

Vestfirðir á Vestnorden

Birna Atladóttir á spjalli á bás Vestfjarða
Birna Atladóttir á spjalli á bás Vestfjarða

Ferðaþjónustusýningin Vestnorden stendur nú yfir í Vodafone höllinni í Reykjavík (Íþróttahús Vals). Vestfirðir eru með mikin viðbúnað á sýningunni og leggja Vestfirðinguar undir sig fimm bása á sýningunni. Markaðsstofa Vestfjarða er ásamt Arnkötluverkefn strandamanna og Reykhóla og Ferðamálafélagi Vestur Barðastrandasýslu með þrjá bása. Vesturferðir eru með einn bás og Hótel Látrabjarg einn.

Vestnorden er fagsýning þar sem ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi hitta ferðaskrifstofur hvaðanaf í heiminum sem selja ferðir til Íslands. Þar er kjörið tækifæri fyrir verstfisrka ferðaþjóna til að hitta ferðaskrifstour og treysta fyrirliggja viðskiptasambönd og búa í hagin fyrir ný tækifæri.

Markaðsstofa Vestfjarða kynnir allt svæðið og ferðaþjóna sem bjóða ferðamönnum þjónustu og hvetur ferðaskrifstofur til að bjóða nýjar og fleiri ferðir til Vestfjarða, en mikilvægt er að veita ferðaskifstofum upplýsingar um Vestfirði og möguleikana sem þeir bjóða uppá.

Vestnorden í næstu viku

 

 

Nú styttist í Vestnorden, sem er í næstu viku! Upplýsingamiðstöð Vestfjarða á Ísafirði mun taka saman í möppu, bæklinga og gögn, eins og undanfarin ár, vegna sýningarinnar og er öllum ferðaþjónustuaðilum bent á að hafa samband vegna nýrra bæklinga, nýjunga að breytinga sem verða næsta sumar á info@westfjords.is eða 450 8060.

 

Markaðsstofa Vestfjarða fer á sýninguna í samstarfi við ferðamálafélag V-Barð (breidavik@patro.is) og Arnkatla 2008 (arnkatla2008@strandir.is) og geta ferðaþjónar á þeim svæðum haft samband við þessa aðila til að fá frekari upplýsingar.

 

Vestnorden er fagsýning fyrir ferðaskrifstofur sem eru að selja Ísland, eða hafa hug á að hefja sölu á Íslandsferðum. Hlutverk Markaðsstofa Vestfjarða á sýningunni er að kynna Vestfirði fyrir þessum aðilum og reyna að sannfæra þær um að fjölga ferðum í sölu til Vestfjarða. Ekki er um að ræða kynningu á einstökum fyrirtækjum, heldur kynningu á "vörunni" Westfjords.

 

Möppurnar með upplýsingum um einstök ferðaþjónustufyrirtæki er ætlað til að svara fyrirspurnum um einstök viðfangsefni. T.d. gæti ég verið spurður af erlendri ferðaskrifstofu... "ég er með ferð til Vestfjarða og mig vantar að vita gistimöguleika á Þingeyri". Þá kemur mappan fína að góðum notum.

Annars er öllum velkomið til að hringja í mig í 4504040/8994311 eða senda línu á jonpall@westfjords.is

Jón Páll

Markaðsstofa Vestfjarða á Fjórðungsþingi Vestfjarða

Frá Reykhólum
Frá Reykhólum

 

Forstöðumaður Markaðsstofa Vestfjarða var með kynningu á starfsemi stofnunarinnar á fjórðungsþingi Vestfirðinga 6.september sl. á Reykhólum

 

Kynningin var kynning fyrir Sveitarstjórnamenn á Vestfjörðum, en Markaðsstofa er að stórum hluta fjármögnuð af sveitarfélögum á Vestfjörðum.

 

Hægt er að nálgast kynninguna hér á síðunni undir liðnum "skráarsafn", eða með því að smella hér.