Fréttatilkynning frá Hornstrandafriðlandi

Það styttist óðfluga í sumarið með tilheyrandi ferðalögum og atgangi. Áætlanir hefjast í Hornstrandafriðlandið í júní n.k., en einhverjir ferðamenn eru á faraldsfæti nyrðra nú þegar og eitthvað um fyrirspurnir.  Nær allan snjó tók upp af svæðinu í lok mars og var snjólaust á láglendi.  Aftur snjóaði í lok Páska, en sá snjór er blautur og hverfur sennilega hratt aftur. Landið er því blautt og mjög viðkvæmt yfirferða. Samkvæmt reglum friðlandsins þurfa nú allir ferðamenn sem fara á svæðið að tilkynna um ferðir sínar. Hornstrandastofa á Ísafirði tekur við slíkum meldingum og er hægt að hafa samband símleiðis í síma 591 2000 (biðja skal um Hornstrandastofu) eða með tölvupósti, netfang hornstrandir@umhverfisstofnun.is  Umrætt ákvæði nær þó ekki til landeigenda, en þeir mega að sjálfsögðu láta vita um ferðir sínar og fá þá meldingar ef eitthvað ber við á svæðinu s.s. ísbjarnarkomur og annað slíkt.   
Meira

Reykhólahreppur er með'etta

Hótel Bjarkarlundur. Ljósm.: www.bjarkalundir.is
Hótel Bjarkarlundur. Ljósm.: www.bjarkalundir.is
Kveðja til íbúa Reykhólasveitar

Það var einkar vel tekið á móti okkur ferðaþjónustuaðilum á Vestfjörðum sem fjölmenntum í Reykhólasveit um helgina á aðalfundarhelgina okkar. Gestrisnin var til fyrirmyndar og gleðin og fjörið sem heimamenn skópu mun seint eða aldrei renna úr minni nokkurs manns sem þangað mætti. Sveitin skartaði sínu fegursta og gestgjafar okkar tóku sérlega vel á móti okkur. Það var gaman að sjá og heyra af þeim áformum sem eru í gangi í ferðaþjónustunni í sveitinni og finna fyrir þeim krafti og orku sem við finnum að hefur verið að leysast úr læðingi í Reykhólahreppi. Ég er sannfærður um það eftir dvöl okkar að það er gott samfélag í sveitinni, þar sem yngri kynslóðin er hvött áfram og þau fá að finna það að framlag þeirra skiptir máli. Meðan þannig er getur eingöngu verið bjart framundan.
Meira

Dagskrá komandi aðalfundarhelgi

DAGSKRÁ

Aðalfundarhelgi Ferðamálasamtaka Vestfjarða

Hótel Bjarkalundi 13. – 15. apríl 2012

Pantanir í gistingu og mat á Hótel Bjarkalundi
S: 434-7863 eða 434-7762, helst fyrir fimmtugskvöld 12. apríl

Meira

Aðalfundarboð 2012 þann 14. apríl

Hótel Bjarkarlundur. Ljósm.: www.bjarkalundir.is
Hótel Bjarkarlundur. Ljósm.: www.bjarkalundir.is

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn á Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit laugardaginn 14. apríl n.k. kl. 09:00. Að venju verður mæting um kvöldmatarleytið á föstudagskvöldið og lítil dagskrá um ferðamál um kvöldið. Núverandi formaður mun ekki gefa áfram kost á sér til stjórnarsetu og því er ljóst að nýr formaður FMSV mun taka við á aðalfundinum. Kosið verður um fjóra stjórnarmenn til viðbótar á fundinum.


Meira

Námskeið á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða

Fyrirhuguð eru nokkur námskeið á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða sem geta örugglega nýst ákveðnum aðilum ferðaþjónustunnar vel. Þau eru eftirfarandi:


Enska II, námskeið fyrir þá sem hafa einhvern grunn í ensku en ekki notað málið mikið. Hefst í dag, 24. janúar kl. 16:30.

Þýska II, námskeið fyrir þá sem hafa einhvern grunn í þýsku en ekki notað málið mikið. Hefst 1. febrúar kl. 18:00.

Norska fyrir byrjendur. Hefst 7. febrúar.

Tölvur ekkert mál – námskeið fyrir fólk sem hefur ekki mikla tölvukunnáttu. Hefst 26. janúar kl. 18:00.

Bókhald og skjalavarsla – upplagt námskeið fyrir fólk sem kemur að fyrirtækjarekstri. Hefst 31. janúar kl. 18:00.

Um miðjan febrúar er fyrirhugað að byrja með enskunámskeið fyrir lengra komna þar sem áhersla er á talmál.

Nánari upplýsingar um þessi og önnur námskeið sem og skráning er á vef Fræðslumiðstöðvarinnar www.frmst.is og í síma 456 5025.