Tjaldsvæði

Til að fá leyfi til að reka tjaldsvæði á Vestfjörðum þarf að hafa samband við tvo aðila: heilbrigðiseftirlit fjórðungsins og yfirvöld viðkomandi sveitarfélags.

Heilbrigðiseftirlitið er útgefandi starfsleyfa fyrir tjaldsvæði og hefur eftirlit með þeim í samræmi við reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Þegar afla á leyfis fyrir tjaldsvæði þarf að hafa samband við heilbrigðisfulltrúa, sem gerir úttekt á svæðinu og gefur leyfið út ef heilbrigðiskröfur eru uppfylltar. Útgáfa leyfis er þó háð því að aflað hafi verið samþykkis skipulagsyfirvalda fyrir notkun svæðisins í þessum tilgangi, auk þess sem allar framkvæmdir á svæðinu verða að hafa hlotið samþykki skipulags- og byggingaryfirvalda. Þetta á t.d. við um salerni og aðra aðstöðu sem útbúa á fyrir gesti og starfsfólk tjaldsvæðisins.

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða er til húsa að Aðalstræti 21 í Bolungarvík. Síminn þar er 456-7087 og netfangið hjá forstöðumanninum, Antoni Helgasyni, er antonh@snerpa.is.

Hægt er að nálgast leiðbeiningarit um uppbyggingu tjaldsvæða á vef Ferðamálstofu.

Þegar leyfi hefur verið veitt
Þegar starfsleyfi fyrir tjaldsvæði hefur verið veitt þarf að hafa samband við Ferðamálastofu (www.ferdamalastofa.is) til að fá svæðið skráð í gagnagrunn stofnunarinnar. Best er að senda allar upplýsingar (þ.a.m. afrit af leyfisbréfinu) í tölvupósti á upplysingar@icetourist.is, eða hringja í  535-5500 til að fá nánari upplýsingar.

Frekari upplýsingar um skráningu í gagnagrunninn er hægt að nálgast á Upplýsingamiðstöð Vestfjarða á Ísafirði í s.450 8060 og info@vestfirdir.is.

Þann 25. mars síðastliðinn samþykkti Alþingi breytingar á lögum nr. 73/2005 um skipan ferðamála. Breytingarnar lúta að 9. og 18. grein laganna.

Í fyrsta lagi lúta breytingarnar að því að nú er búseta umsækjanda um ferðaskipuleggjenda og ferðaskrifstofuleyfi skv. 9. gr. ekki lengur bundin við Ísland heldur geta umsækjendur um leyfi haft búsetu innan aðildarríka Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.

Í öðru lagi lúta breytingarnar framlagningu gagna vegna ákvörðunar um tryggingarfjárhæðir ferðaskrifstofa. Í stað þess að ferðaskrifstofur leggi fram endurskoðaðan ársreikning þá dugar núna að leggja fram áritaðan ársreikning skv. lögum nr. 3/2006 um ársreikninga.

Öllum ferðaskrifstofum ber skylda til að hafa tryggingu fyrir endurgreiðslu fjár sem viðskiptavinur hefur greitt vegna alferðar sem enn er ófarin og til heimflutnings viðskiptavinar úr alferð, hvort sem hann er innan lands eða erlendis, komi til gjaldþrots eða rekstrarstöðvunar ferðaskrifstofur. Trygging skal einnig ná til þess að gera viðskiptavini kleift að ljúka alferð í samræmi við upphaflega áætlun hennar.

Í þriðja lagi er Ferðamálastofu nú heimilt en ekki skylt að leita umsagnar endurskoðanda við mat á því hvort þörf sé á breytingu á tryggingarfjárhæð ferðaskrifstofa. 

Í fjórða lagi þarf ekki lengur að leggja fram staðfestingu endurskoðanda um að áætlanir um rekstur ferðaskrifstofu séu réttar miðað við gefnar forsendur þegar sótt er um ferðaskrifstofuleyfi.

Bein slóð á færslu

Þeir aðilar sem stunda farþegaflutninga í atvinnuskyni, þar með taldar skoðunar- og veiðiferðir ferðamanna eru háðir leyfi Siglingastofnunar Íslands. Sótt er um slíkt leyfi hjá Siglingastofnun og hægt er að gera það rafrænt á slóðinni:  http://www.sigling.is

Áður en hægt er að sækja um slíkt leyfir þurfa þeir aðilar sem hyggjast sækja um leyfi að fullnægja ákvæðum laga um eftirlit með skipum nr. 47/2003 5. mgr. 1. gr.

Þar kemur m.a fram að samþykki Siglingarstofnunnar þarf fyrir

  • neyðaráætlun fyrir skipið sem koma skal fyrir á einum eða fleiri áberandi stöðum um borð
  • teikningu af fyrirkomulagi öryggisbúnaðar skipsins sem komið verði fyrir á einum eða fleiri stöðum um borð
  • áætlun um öryggisfræðslu fyrir farþega
  • mönnun farþegaskipa og útgáfu á öryggismönnunarskírteini fyrir þau þar sem kveðið er á um lágmarksfjölda í áhöfn, samsetningu áhafnar og skírteini fyrir einstakar stöður
  • hámarksfjölda farþega sem leyfilegt er að hafa um borð
  • farsvið farþegaskipsins

Fleiri áherslur eru listaðar upp og má lesa um ákvæði þessara laga á síðunni http://www.sigling.is/pages/317 

Athygli er vakin á því að þetta er alls ekki tæmandi listi hér að ofan og mikilvægt að þeir sem hyggjast fara út í farþegaflutninga á sjó í atvinnuskyni séu í miklum samskiptum við Siglingastofnun. 

Siglingastofnun er með útibú á Ísafirði og er síminn þar 560 0000 og netfangið isafjordur@sigling.is

Samkvæmt lögum um skipan ferðamála  merkir Ferðaskipuleggjandi aðili, hvort sem er einstaklingur eða lögaðili sem, að eigin frumkvæði eða eftir beiðni viðskiptavinar, setur saman, býður fram og selur í atvinnuskyni ferðatengda þjónustu fyrir almenning. Sá aðili er býður upp á hvalaskoðun eða aðrar bátaferðir sem ná yfir einn dag fellur þar með undir þessa skilgreiningu og þarf að hafa þar til gert ferðaskipuleggjendaleyfi. Ef hinsvegar ferðirnar ná yfir lengri tíma en daglengd (24 klst.) þá er viðkomandi að bjóða fram alferð og  þarf þar af leiðandi  að sækja um ferðaskrifstofuleyfi sem gefið er út af Ferðamálastofu. Leyfishafi skal hafa leyfið sýnilegt á starfsstöð sinni.

Bein slóð á færslu

Þeir sem bjóða eftirtalda þjónustu þurfa að vera með ferðaskipuleggjendaleyfi:

  • a. Skipulagningu ferða hópa og einstaklinga, innan lands og erlendis.
  • b. Skipulagningu funda, sýninga og ráðstefna og hvers kyns þjónustu því tengda, innan lands sem utan.
  • c. Hvers konar umboðs- og endursölu farmiða með skipum, bifreiðum, flugvélum eða járnbrautum.
  • d. Dagsferðir sem fela í sér ýmiss konar afþreyingu og frístundaiðju, svo sem hestaferðir, vélsleðaferðir, fljótasiglingar og ævintýraferðir með sérútbúnum ökutækjum.
  • e. Ferðir og veitingar sem hluta af veittri þjónustu.

Ef boðið er uppá „alferð" þarf hins vegar að fá ferðaskrifstofuleyfi. Alferð er, skv. lögum um skipan ferðamála:

„ ... samsetning ekki færri en tveggja eftirtalinna atriða: flutnings, gistingar og/eða annarrar þjónustu við viðskiptavin sem tekur til verulegs hluta ferðarinnar, þegar ferð er seld eða boðin til sölu á heildarverði og þegar þjónustan tengd ferðinni tekur til a.m.k. 24 klst. eða í henni er falin gisting. Það telst alferð þótt reikningar séu gerðir sérstaklega fyrir hvern hluta ferðar og greitt sé fyrir ferð í hlutum."

Ferðaskrifstofa getur jafnframt haft með höndum og veitt alla þá ferðatengdu þjónustu sem ferðaskipuleggjandi gerir, hvort sem hún er veitt í formi alferða eða ekki.

Ferðskipuleggjandi má útbúa og skipuleggja alferð, en hefur þó ekki heimild til að selja hana beint heldur verður salan að fara fram í gegnum ferðaskrifstofu.

Til að fá ferðaskipuleggjenda- eða ferðaskrifstofuleyfi þarf:

  • a. hafa búsetu innan aðildarríka Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.
  • b. hafa náð 20 ára aldri
  • c. vera lögráða og hafa ekki á síðustu fjórum árum í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hefningarlögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld né lögum um skipan ferðamála
  • d. hafa forræði á búi sínu
  • e. hafa ekki verið sviptur ferðaskipuleggjanda- eða ferðaskrifstofuleyfi á síðustu þremur árum frá umsókn.

Sé sótt um ferðaskrifstofuleyfi þarf einnig að leggja fram staðfestingu á tryggingu vegna starfseminnar.

Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar má finna á vef Ferðamálastofu:

Bein slóð á færslu

Umsóknum um leyfi til að reka gisti- og/eða veitingastað skal skila til sýslumanns.  Umsóknareyðublað er hægt að fá á sýsluskrifstofunni á Ísafirði og lögregluembættum.  Einnig er eyðublaðið aðgengilegt á vef lögreglunnarwww.logreglan.is/upload/files/Umsókn%20um%20veitingaleyfi%20II%20_2_.pdf

Með umsóknareyðublaðinu fylgja upplýsingar um skilgreiningu á hinum ýmsu flokkum gisti- og veitingastaða, auk nokkurra greina úr lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Frekari upplýsingar og tengingar inn á lög og reglugerðir má finna á vef Ferðamálastofu, www.ferdamalastofa.is/displayer.asp?cat_id=540#Veitinga-%20og%20gististaðir 

Þegar umsóknareyðublaðinu hefur verið skilað inn útfylltu, mun fulltrúi á sýsluskrifstofu sjá um að útvega nauðsynleg fylgigögn. Þó þarf umsækjandi sjálfur að skila inn teikningu af húsinu í A4 stærð ef um nýjan gististað er að ræða, eða ef húsnæðinu hefur verið breytt.

Þegar leyfi hefur verið veitt er best að hafa sem fyrst samband við Ferðamálastofu til að tryggja að fyrirtækið verði strax fært í gagnagrunn stofnunarinnar.

ATH. Taki nýr aðili við rekstrinum skal sótt um nýtt leyfi. Meðan umsókn er til afgreiðslu gildir fyrra leyfi.

Bein slóð á færslu

Til að fá leyfi til að reka tjaldsvæði á Vestfjörðum þarf að hafa samband við tvo aðila: heilbrigðiseftirlit fjórðungsins og yfirvöld viðkomandi sveitarfélags.

Heilbrigðiseftirlitið er útgefandi starfsleyfa fyrir tjaldsvæði og hefur eftirlit með þeim í samræmi við reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Þegar afla á leyfis fyrir tjaldsvæði þarf að hafa samband við heilbrigðisfulltrúa, sem gerir úttekt á svæðinu og gefur leyfið út ef heilbrigðiskröfur eru uppfylltar. Útgáfa leyfis er þó háð því að aflað hafi verið samþykkis skipulagsyfirvalda fyrir notkun svæðisins í þessum tilgangi, auk þess sem allar framkvæmdir á svæðinu verða að hafa hlotið samþykki skipulags- og byggingaryfirvalda. Þetta á t.d. við um salerni og aðra aðstöðu sem útbúa á fyrir gesti og starfsfólk tjaldsvæðisins.

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða er til húsa að Aðalstræti 21 í Bolungarvík. Síminn þar er 456-7087 og netfangið hjá forstöðumanninum, Antoni Helgasyni, er antonh@snerpa.is.

Hægt er að nálgast leiðbeiningarit um uppbyggingu tjaldsvæða á vef Ferðamálstofu.

Þegar leyfi hefur verið veitt
Þegar starfsleyfi fyrir tjaldsvæði hefur verið veitt þarf að hafa samband við Ferðamálastofu (www.ferdamalastofa.is) til að fá svæðið skráð í gagnagrunn stofnunarinnar. Best er að senda allar upplýsingar (þ.a.m. afrit af leyfisbréfinu) í tölvupósti á upplysingar@icetourist.is, eða hringja í  535-5500 til að fá nánari upplýsingar.

Frekari upplýsingar um skráningu í gagnagrunninn er hægt að nálgast á Upplýsingamiðstöð Vestfjarða á Ísafirði í s.450 8060 og info@vestfirdir.is.

Bein slóð á færslu

Á tenglinum að neðan er að finna skjal með upplýsingum sem gagnast ferðaþjónustuaðilum og þeim sem hyggjast hasla sér völl í greininni. Þetta er rit sem Ferðamálastofa tók saman að beiðni Markaðsstofu Vestfjarða og er aðgengileg hér öllum sem vilja kynna sér.

http://vestfirskferdamal.is/skraarsafn/flokkur/23/

Bein slóð á færslu