Lög Ferðamálasamtaka Vestfjarða

1. gr.

Ferðamálasamtök Vestfjarða eru samtök hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Félagar í samtökunum geta verið sveitarfélög á Vestfjörðum, einstaklingar, fyrirtæki eða félög sem tengjast að einhverju leyti ferðaþjónustu. Eitt atkvæði í samtökunum tilheyrir hverjum félaga sbr. 7.grein. Fullgildur félagi telst sá er sótt hefur um aðild til stjórnar og hún samþykkt og fært á félagaskrá. Þá þarf árgjald yfirstandandi árs að vera greitt.

2. gr.

Hlutverk samtakanna er að vinna að hagsmunamálum ferðaþjónustu, stuðla að aukinni þjónustustarfsemi við ferðamenn og skipuleggja samstarf aðila innan samtakanna, m.a. með útgáfustarfsemi.

3. gr.

Heimili samtakanna og varnarþing er sama og formanns hverju sinni.

4.gr.

Stjórn samtakanna skal kosin árlega á aðalfundi, sem halda skal fyrri hluta árs þannig að árlega eru kosnir þrír menn til tveggja ára , en í stjórn sitja sex menn auk formanns, sem kjósa skal sérstaklega á hverjum aðalfundi til árs í senn. Leitast skal við að kjósa fulltrúa sem flestra svæða í stjórn. Kjósa skal tvo skoðunarmenn reikninga og tvo til vara.

5. gr.

Stjórn samtakanna skal halda fundi eigi sjaldnar en tvisvar á ári og oftar ef formaður eða tveir stjórnarmenn æskja þess. Fundir skulu boðaðir með dagskrá með viku fyrirvara.

6. gr.

Aðalfundur skal boðaður með auglýsingu með minnst 2 vikna fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur ef til hans er boðað með lögmætum hætti. Aðalfundur er opinn öllum hagsmunaaðilum en atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þó aðeins þeir er teljast fullgildir félagar samtakanna sbr. 1.gr. Hver félagsaðild veitir eitt atkvæði á fundinum. Fyrir aðalfund ár hvert skal stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða leggja fram endurskoðaðan ársreikning ásamt drögum að fjárhagsáætlun og verkefnaskrá fyrir næsta starfsár. Reikningsár samtakanna er almanaksárið.

7. gr.

Samtökin skulu fjármagna starf sitt:

a) með föstu árgjaldi í sex flokkum sem stjórn ákveður

b) með öðrum fjáröflunarleiðum.

8. gr.

Til að lagabreytingar öðlist gildi þarf 2/3 greiddra atkvæða á aðalfundi, enda berist tillaga um slíkt með fundarboði.

9. gr.

Við úrsögn úr Ferðamálasamtökum Vestfjarða missir félagi allan rétt til samtakanna. Félagar í Ferðamálasamtökum Vestfjarða eiga ekki tilkall til eigna eða muna samtakanna. Sama gildir um eignarhluta samtakanna í öðrum félögum s.s. einkahlutafélögum.

10. gr.

Komi fram tillaga um að samtökunum verði slitið eða þau sameinuð öðrum, skal hún sæta sömu meðferð og tillaga til lagabreytinga. Verði tillagan samþykkt skal boðað til auka aðalfundar þar sem endanleg afgreiðsla tillögunnar fer fram. Sá aðalfundur sem slítur samtökunum skal ráðstafa eignum/skuldum samtakanna. Komi til ágreinings skal farið að landslögum.

(Síðast breytt á framhaldsaðalfundi samtakanna í Súðavík árið 2011)

1. gr.

Ferðamálasamtök Vestfjarða eru samtök hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Félagar í samtökunum geta verið sveitarfélög á Vestfjörðum, einstaklingar, fyrirtæki eða félög sem tengjast að einhverju leyti ferðaþjónustu. Eitt atkvæði í samtökunum tilheyrir hverjum félaga sbr. 7.grein. Fullgildur félagi telst sá er sótt hefur um aðild til stjórnar og hún samþykkt og fært á félagaskrá. Þá þarf árgjald yfirstandandi árs að vera greitt.

2. gr.

Hlutverk samtakanna er að vinna að hagsmunamálum ferðaþjónustu, stuðla að aukinni þjónustustarfsemi við ferðamenn og skipuleggja samstarf aðila innan samtakanna, m.a. með útgáfustarfsemi.

3. gr.

Heimili samtakanna og varnarþing er sama og formanns hverju sinni.

4.gr.

Stjórn samtakanna skal kosin árlega á aðalfundi, sem halda skal fyrri hluta árs þannig að árlega eru kosnir þrír menn til tveggja ára , en í stjórn sitja sex menn auk formanns, sem kjósa skal sérstaklega á hverjum aðalfundi til árs í senn. Leitast skal við að kjósa fulltrúa sem flestra svæða í stjórn. Kjósa skal tvo skoðunarmenn reikninga og tvo til vara.

5. gr.

Stjórn samtakanna skal halda fundi eigi sjaldnar en tvisvar á ári og oftar ef formaður eða tveir stjórnarmenn æskja þess. Fundir skulu boðaðir með dagskrá með viku fyrirvara.

6. gr.

Aðalfundur skal boðaður með auglýsingu með minnst 2 vikna fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur ef til hans er boðað með lögmætum hætti. Aðalfundur er opinn öllum hagsmunaaðilum en atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þó aðeins þeir er teljast fullgildir félagar samtakanna sbr. 1.gr. Hver félagsaðild veitir eitt atkvæði á fundinum. Fyrir aðalfund ár hvert skal stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða leggja fram endurskoðaðan ársreikning ásamt drögum að fjárhagsáætlun og verkefnaskrá fyrir næsta starfsár. Reikningsár samtakanna er almanaksárið.

7. gr.

Samtökin skulu fjármagna starf sitt:

a) með föstu árgjaldi í sex flokkum sem stjórn ákveður

b) með öðrum fjáröflunarleiðum.

8. gr.

Til að lagabreytingar öðlist gildi þarf 2/3 greiddra atkvæða á aðalfundi, enda berist tillaga um slíkt með fundarboði.

9. gr.

Við úrsögn úr Ferðamálasamtökum Vestfjarða missir félagi allan rétt til samtakanna. Félagar í Ferðamálasamtökum Vestfjarða eiga ekki tilkall til eigna eða muna samtakanna. Sama gildir um eignarhluta samtakanna í öðrum félögum s.s. einkahlutafélögum.

10. gr.

Komi fram tillaga um að samtökunum verði slitið eða þau sameinuð öðrum, skal hún sæta sömu meðferð og tillaga til lagabreytinga. Verði tillagan samþykkt skal boðað til auka aðalfundar þar sem endanleg afgreiðsla tillögunnar fer fram. Sá aðalfundur sem slítur samtökunum skal ráðstafa eignum/skuldum samtakanna. Komi til ágreinings skal farið að landslögum.

(Síðast breytt á framhaldsaðalfundi samtakanna í Súðavík árið 2011)

Bein slóð á færslu

Eftir aðalfund FMSV í maí  2015 á Ísafirði


Stígur Berg Sphousson, formaður

Aðalmenn

Henný Þrastardóttir, Ísafjörður

Þorgeir Pálsson, Strandabyggð

Kristín Einarsdóttir, Hólmavík

Sigurður Arnfjörð Helgason, Ísafirði

Jón Þórðarson, Bíldudal

Helgi Hjálmtýsson, Bolungarvík

Varamenn

Ragnar Ágúst Kristinsson, Ísafirði

Gunnar Ingi Hrafnsson, Suðureyri

 

Bein slóð á færslu