Póstlisti
11. feb 16 - Danķel Jakobsson

Markašssetning ķ breyttu umhverfi.

Áhugaverður fundur hjá Íslandsstofu.

Íslandsstofa boðar til fundar um samstarf og markaðssetningu erlendis á árinu 2016. Á fundinum verður fjallað um áherslur og aðgerðir ársins og ný markaðsherferð fyrir Ísland – allt árið kynnt. 
27. okt 15 - Danķel Jakobsson

Įhugaverš nįmskeiš

Enn heldur Fræðslumiðstöð Vestfjarða áfram að bjóða upp á áhugaverð námskeið sem nýtast ferðaþjónum.

28. október Skýjalausnir
29. október Landnemaskólinn

Skráning og fleiri áhugverð námskeið má sjá á frmst.is


14. okt 15 - Danķel Jakobsson

Markašssetning ķ feršažjónustu -Tripadvisor

Fræðslumiðstöð Vestfjarða stendur fyrir mörgum áhugaverðum námskeiðum. 
M.a. hefst námskeið 21. október um markaðssetningur í ferðaþjónustu.

Hér er linkur inn á heimasíðu FRMST

Fjallað verður um hagnýtar markaðsaðgerðir í ferðaþjónustu, virkni Tripadvisor og Facebook. Námskeiði stendur yfir í 5 vikur og byggist fjarnámi með vinnustofu í lokin. Þátttakendur fá vikulega send kennslumyndbönd og verkefnablöð. Að námskeiði loknu munu þátttakendur hafa skýr svör við spurningum á borð við hverjar eru mikilvægustu markaðsaðgerðirnar fyrir fyrirtæki sitt, á hverju byggja aðgerðir sem eru bæði einfaldar og áhrifamiklar og hvernig á að finna tíma til að sinna markaðsmálum. Markmiðið er að þátttakendur geti strax byrjað að auka sýnileika sinn á netinu, með áherslu á þær umsagnir sem viðskiptavinir veita þeim m.a. á tripadvisor.com

Kennari: Helgi Þór Jónsson, kerfisfræðingur og markþjálfi.
Tími: Hefst 21. október.
Lengd: 4 vikur fjarnám, 6 kennslustundir í vinnustofu.
Staður: Fjarkennt með vinnustofu á Ísafirði í lokin 21. nóvember. 
Verð: 39.000 kr. (greiðist áður en námskeið hefst). Innifalið eru 24 kennslumyndbönd, 4 heimaverkefni, hnitmiðuð handbók sem fólk sníður að sínu fyrirtæki og stuðningshópur á Facebook.

Lágmarksfjöldi 10 þátttakendur, hámark í vinnustofu eru 12 þátttakendur.

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu
12. okt 15 - Danķel Jakobsson

Fķn stemming į ašalfundi Feršamįlasamtakanna

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða var haldin á Patreksfirði á föstudaginn. Á fundinum var stjórn endurkjörin sem og formaður. Helmingur stjórnar er kosinn á hverjum fundi til tveggja ára í senn er formaður er kosinn árlega.

...

Nú skipa stjórnina.
Daníel Jakobsson, formaður.
Harpa Eiríksdóttir, Nancy Bechtloff og Þórdís Sif Sigurðardóttir sem kosin voru á þessum fundi til tveggja ára.

Arinbjörn Bernharðsson, Einar Kristinn Jónsson og Þorsteinn Másson en þau eiga ár eftir.

Á laugardeginum var svo haldin fundur um stefnumótun í vetstfriskum ferðamálum. Ferðamálasamtökin sóttu um styrk í uppbyggingarstóð Vestfjarða til að vinna að stefnumótun til næstu ára. Ákveðið var á fundinum að byrja á því að gera Vegvísi fyrir Vestfirði sem mátar sig að Vegvísi í íslenskum ferðamálum til næstu ára. Skilgreina verkefni og markmið út frá því. Í frh. vinna svo stefnuna

26. sep 15 - Žórdķs Sif Siguršardóttir

Ašalfundur 2015

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða 2015 verður haldinn í félagsheimilinu á Patreksfirði föstudaginn 9. október n.k. kl 18.00, með hefðbundnum aðalfundarstörfum. Dagskrána má nálgast hér.  


 


Málþing og vinnustofur í tengslum við stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu  verða haldnar laugardaginn 10. október fyrir félagsmenn ferðamálasamtakanna á milli kl. 10:00 og 15:00, vinsamlegast takið tímann frá. Nánari dagskrá og tímasetningar verða kynntar síðar.

...
Meira
Fyrri sķša
1
234567353637Nęsta sķša
Sķša 1 af 37

Vefumsjón