Ráðstefna um ferðamál 19. sept 2016

Málþing um ferðamál
Í tengslum við Aðalfund FMSV verður málþing um ferðamál með mjög áhugaverðum fyrirlesurum.

 Dagskráin er eftirfarandi:
13:00-13:30 Sævar Freyr Sigurðsson, stofnandi Saga travel
13:35-13:55 Einstök upplifun Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman ehf.
13:55-14:15 Hin stafrænagjá í íslenskri ferðaþjónustu - skiptir hún máli Sigríður Kristjánsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
14:15-14:30 Kaffi
14:30-17:00 Destination management plan Tom Buncle, ráðgjafi Stjórnstöðvar Íslands um DMP

Að loknu málþingi er stefnt að því að gera sér glaðan dag sem hefst á hinni vinsælu matarsmökkunarferð Fisherman og endar á kvöldverð og skemmtun. Vil ég hvetja sem flesta ferðaþjóna til að mæta á málþingið og í kvöldverðinn. Markmið með þessu öllu er að hittast og kynnast og gera upp sumarið. Þ.a.l. væri gaman að sjá sem flesta.

Verð fyrir félagsmenn í FMSV 10.000 kr. 15.000 kr. fyrir aðra. Innifalið í gjaldinu er hádegismatur, 3ja rétta kvöldverður og matarsmökkunarferð. 

Skráning fer fram á heimasíðu Markaðstofu Vestfjarða á þessari slóð

Aðalfundur 19. sept. 2016

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða
Þann 19. september n.k. verður aðalfundur FMSV haldinn í Félagsheimilinu á Suðureyri. Fundurinn hefst klukkan 10:30 og stendur til klukkan 12:00.


Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningur 2015 og áætlun 2016 og 17
3. Stefnumótun Vestfirskar ferðaþjónustu
4. Kosning
5. Önnur mál


Fundurinn er opin öllum hagsmunaaðilum en atkvæðisrétt hafa fullgildir félagsmenn, þ.e. þeir sem greitt hafa félagsgjöld. Lög félagsins má finna hér: http://www.vestfirskferdamal.is/skraarsafn/skra/36/


Benda má á það að tveir stjórnarmenn hafa hætt í stjórn félagsins og þar af leiðandi er þörf á nýju fólki í stjórn. Áhugasamir um að taka sæti í stjórn félagsins geta haft samband við Sigríði Kristjánsdóttur sem heldur utan um kjörnefnd. sirry@nmi.is