Aðalfundur og ráðstefna
Aðalfundur FMSV og málþing um ferðamál
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða
Þann 19. september n.k. verður aðalfundur FMSV haldinn í Félagsheimilinu á Suðureyri. Fundurinn hefst klukkan 10:30 og stendur til klukkan 12:00.
Dagskrá
- Skýrsla stjórnar
- Ársreikningur 2015 og áætlun 2016 og 2017
- Stefnumótun Vestfirskar ferðaþjónustu
- Kosning
- Önnur mál
Fundurinn er opin öllum hagsmunaaðilum en atkvæðisrétt hafa fullgildir félagsmenn, þ.e. þeir sem greitt hafa félagsgjöld. Lög félagsins má finna hér: http://www.vestfirskferdamal.is/skraarsafn/skra/36/
Benda má á það að tveir stjórnarmenn hafa hætt í stjórn félagsins og þar af leiðandi er þörf á nýju fólki í stjórn. Áhugasamir um að taka sæti í stjórn félagsins geta haft samband við Sigríði Kristjánsdóttur sem heldur utan um kjörnefnd. sirry@nmi.is
Málþing um ferðamál
Eftir hádegi sama dag fer fram málþing um ferðaþjónustu.
Dagskrá:
13:00-13:30 Sævar Freyr Sigurðsson, stofnandi Saga travel
13:35-13:55 Einstök upplifun Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman ehf.
13:55-14:15 Hin stafræna gjá í íslenskri ferðaþjónustu - skiptir hún máli Sigríður Kristjánsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
14:15-14:30 Kaffi
14:30-17:00 Destination management plan Tom Buncle, ráðgjafi Stjórnstöðvar Íslands um DMP
Að loknu málþingi er stefnt að því að gera sér glaðan dag sem hefst á hinni vinsælu matarsmökkunarferð Fisherman og endar á kvöldverð og skemmtun. Vil ég hvetja sem flesta ferðaþjóna til að mæta á málþingið og í kvöldverðinn. Markmið með þessu öllu er að hittast og kynnast og gera upp sumarið. Þ.a.l. væri gaman að sjá sem flesta.
Verð á ráðstefnu er 10.000 kr. Innifalið í því er hádegisverður, 3ja rétta kvöldverður og matarsmökkunarferð. Fisherman veitir 30% afslátt af gistingu, hægt er að bóka gistingu á fisherman@fisherman.is