Aðalfundur

Aðalfundur FMSV 

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða (tilraun 2)
Þann 4. maí n.k. verður aðalfundur FMSV haldinn á Hótel Ísafirði. Fundurinn hefst klukkan 15:00
 
Dagskrá

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Áreikningar
  3. Kosning
  4. Önnur mál

Fundurinn er opin öllum hagsmunaaðilum en atkvæðisrétt hafa fullgildir félagsmenn, þ.e. þeir sem greitt hafa félagsgjöld. Lög félagsins má finna hér: 
 
Fundurinn verður í streymi en vegna tæknimála geta aðeins þeir sem mæta á staðinn greitt atkvæði. 

Þeir sem hafa áhuga á að sjá fundinn geta sent tölvupóst á vestfirdir@gmail.com

Þeir sem hafa áhuga á að gefa sig til setu í stjórn - geta sent tölvupóst á sama netfang.

Ársreikningur 2020
 

 

Markaðssetning í breyttu umhverfi.

Áhugaverður fundur hjá Íslandsstofu.

Íslandsstofa boðar til fundar um samstarf og markaðssetningu erlendis á árinu 2016. Á fundinum verður fjallað um áherslur og aðgerðir ársins og ný markaðsherferð fyrir Ísland – allt árið kynnt. 

Áhugaverð námskeið

Enn heldur Fræðslumiðstöð Vestfjarða áfram að bjóða upp á áhugaverð námskeið sem nýtast ferðaþjónum.

28. október Skýjalausnir
29. október Landnemaskólinn

Skráning og fleiri áhugverð námskeið má sjá á frmst.is


Fín stemming á aðalfundi Ferðamálasamtakanna

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða var haldin á Patreksfirði á föstudaginn. Á fundinum var stjórn endurkjörin sem og formaður. Helmingur stjórnar er kosinn á hverjum fundi til tveggja ára í senn er formaður er kosinn árlega.


Meira