Enn eru ferðamenn á ferðinni...

Ágætu ferðaþjónar,
Enn er talsverð umferð ferðafólks á svæðinu og undanfarið hafa komið 60-100 manns á dag hingað á upplýsingamiðstöðina á Ísafirði. Allt er þetta fólk að leita sér að einhverri skemmtilegri afþreyingu, en framboðið fer minnkandi þegar líður að hausti, eins og flestir vita. Þess vegna þætti mér vænt um að heyra frá þeim sem enn eru með slíka þjónustu í gangi, hvort sem það eru söfn, bátaferðir, kajakferðir, hestaferðir, gönguferðir, veiði eða eitthvað annað. Mig langar fyrst og fremst að vita hverjir eru að bjóða upp á afþreyingu á þessum árstíma (á Vestfjörðum öllum) og hvað fólk reiknar með að halda áfram lengi fram eftir hausti.


Bestu kveðjur
Heimir Hansson
info@vestfirdir.is
Upplýsingamiðstöðin á Ísafirði