Samvinnuverkefni á Ísafirði - Fundir og Ráðstefnur

Ráðstefnum og fundum fylgir gjarnan útivera með í bland. Mynd: Ágúst Atlason
Ráðstefnum og fundum fylgir gjarnan útivera með í bland. Mynd: Ágúst Atlason

 

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur verið að skoða möguleika til aukinna funda og ráðstefnuhalda á Ísafirði og nágrenni. Það þykir ljóst að sá markaður hefur ekki náð að teygja sig næganlega vestur og teljum við að í samvinnu við ferðaþjónustu og önnur fyrirtæki sé grundvöllur til að leita leiða við að þróa slíkan markað enn betur hér á Ísafirði.

Svæðið hefur uppá einstaklega mikið að bjóða og með samhentu átaki hagsmunaaðila er hægt að mynda öflugan hóp sem vinnur saman í átt að markmiðunum. Tilgangur slíkrar samvinnu væri auðvitað sá að auka veltu og arðsemi þeirra sem taka þátt í verkefninu og auka nýtingu þeirra sérstaklega á jaðartímum, s..s gististöðum, matsölustöðum, söfnum og verslunum.


Það er svo von Atvest að þetta sé einungis byrjunin á stærra verkefni sem feli í sér fleiri staði á Vestfjörðum sem ákjósalegan kost til funda og ráðstefnuhalda.

Fyrirhugað er að hittast um miðja næstu viku, fá okkur heitt kakó og smákökur og koma okkur í jólaskap og ræða hvaða leiðir mögulegt sé að fara í þessum efnum. Allir áhugasamir aðilar og þeir sem telja sig hafa hag af slíkri samvinnu er bent á að hafa samband við Ásgerði Þorleifsdóttur hjá Atvest í síma 450 3053 eða á netfangið asgerdur@atvest.is