Viðskiptasendinefnd til Skotlands frá Útflutningsráði

Útflutningsráð skipuleggur viðskiptasendinefnd fyrir ferðaþjónustufyrirtæki til Glasgow og Edinborgar dagana 14.-16. október.   

Ferðin er liður í markaðssetningu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja í Bretlandi. Boðið verður upp á skipulagða viðskiptafundi ásamt fræðslu um skoska markaðinn.  

Flogið verður út að morgni þriðjudags 14. október og fundað í Glasgow um eftirmiðdaginn. Ekið til Edinborgar um kvöldið og fundað þar á miðvikudegi. Flogið verður heim á fimmtudegi og er áætlaður komutími upp úr hádegi.   

Skráning í ferðina er hafin og lýkur föstudaginn 5. september.   

Áhugasamir hafi samband við Ásgerði Jóhannsdóttur, verkefnisstjóra, asgerdur@utflutningsrad.is eða í  síma 511 4000.