Aðalfundur 2015

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða 2015 verður haldinn í félagsheimilinu á Patreksfirði föstudaginn 9. október n.k. kl 18.00, með hefðbundnum aðalfundarstörfum. Dagskráin verður sem hér segir:

1.            Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár

2.            Endurskoðaður ársreikningur Ferðamálasamtaka Vestfjarða lagður fram

3.            Drög að fjárhagsáætlun og verkefnaskrá

4.            Kosning þriggja stjórnarmanna og formanns stjórnar

5.            Kosning skoðunarmanna reikninga

6.            Önnur mál:

  a.          Stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu 2016-2020

  b.          Lögð fram tillaga um meðferð hluta í Vesturferðum í samræmi við könnun á afstöðu félagsmanna í

        Ferðamálasamtökum Vestfjarða

  c.          Almennar umræður

 

Málþing og vinnustofur í tengslum við stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu  verða haldnar laugardaginn 10. október fyrir félagsmenn ferðamálasamtakanna á milli kl. 10:00 og 15:00, vinsamlegast takið tímann frá. Nánari dagskrá og tímasetningar verða kynntar síðar.

 

Ferðaþjónustuaðilar um allan fjórðunginn eru hvattir til að kynna sér starfsemi samtakana og hvetur stjórnin alla þá sem áhuga hafa á starfi FMSV og vilja hafa áhrif á þróun ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum að bjóða sig fram til stjórnarstarfa. Í ár verða þrír nýir stjórnarmenn kosnir til tveggja ára auk formanns sem kosinn er til eins árs í senn.

 

Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum verða sendir út á næstu dögum. Fullgildur félagi telst sá er sótt hefur um aðild til stjórnar, stjórn hefur samþykkt og fært á félagaskrá. Þá þarf árgjald yfirstandandi árs að vera greitt. Hægt er að sækja um aðild á heimasíðu FMSV (www.vestfirskferdamal.is)

Aðalfundarboð hefur verið sent félagsmönnum í tölvupósti 25. september sl. og upplýsingar um aðalfund settar inn á facebook síðu ferðamálasamtakanna.