Áríðandi skilboð - Vestnorden sýnendur óskast

Ágætu ferðaþjónar,

Að venju stefnir Markaðsstofa Vestfjarða að þátttöku í kaupstefnunni Vest Norden sem fer fram á Akureyri dagana 14. - 16. september.

Vestnorden, ein mikilvægasta ráðstefna íslenskrar ferðaþjónustu nálgast óðfluga og er nú haldin á Akureyri, nánar tiltekið í ráðstefnu- og tónlistarhúsinu Hofi dagana 14. - 16. september. Sjá hér.

Markaðsstofa mun eftir sem áður kynna vestfirska ferðaþjónustu en vill óska eftir þátttakendum til þess að sýna í samstarfi við Markaðsstofu Vestfjarða.

Þeir aðilar sem hafa áhuga geta nálgast grunnupplýsingar á heimasíðu Vestnorden: http://www.vestnorden.com og upplýsingar fyrir sýnendur eru hér.

Mikilvægt er að bregðast hratt við því gert er ráð fyrir að gistirými klárist fyrir 31.júlí nk.

Að auki eru allar fréttir af fyrirhuguðum nýjungum ferðaþjónustu vel þegnar. Markaðsstofa mun eins og áður hafa með bæklinga frá ferðaþjónum. Ef þið liggið á bæklingum sem ekki eru á upplýsingamiðstöðvum, viljum við gjarnan fá eintök. En tölvupóstur (með myndum, ef til eru) dugar fyrir fréttir af nýjungum.

Vestfirskir ferðaþjónustuaðilar sem eru að selja ferðir, eða hafa hug á að selja ferðir og hafa áhuga á að taka þátt í kaupstefnunni með Markaðsstofunni eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Sigurð Atlason, netfang vestfirdir@gmail.com eða í síma 897 6525 fyrir n.k. fimmtudag 29. júlí. Frestur til skráningar fer að renna út og því þarf að láta hendur standa fram úr ermum ef tryggja á þátttöku með Markaðsstofunni á Vest Norden kaupstefnunni.