Ferðakort Markaðsstofu Vestfjarða endurnýjað

Sl. vor gaf Markaðsstofa Vestfjarða út nýtt kort af Vestfjörðum með gagnagrunni á bakhliðinni. Samkvæmt óformlegri könnun meðal upplýsingamiðstöðvar um allt land var kortinu afar vel tekið og var með því efni sem mest var tekið af frá Vestfjörðum.

Eins og áður sagði var þetta í fyrsta sinn sem þetta kort var gefið út. Eins og vill verða með slíkar útgáfur slæddust einhverjar villur inní kortið og betur má ef duga skal. ÉG vill því beina því til ferðaþjónustuaðila að lesa yfir kostið fyrir mig og senda mér tillögur um úrbætur á jonpall@westfjords.is. Nokkrir aðilar hafa þegar sent mér tillögur og ábendingar og kann ég þeim hinar bestu þakkir, en þær gera Markaðsstofu betur kleyft að gera kortið betra.

Ennfremur hefur sú umræða legið í loftinu að gefa fyrirtækjum tækifæri á að kaupa auglýsingar inní kortið, en ljóst að slíkar auglýsingar eru mikils virði, þar sem kortið virðist vera mikið notað af ferðamönnum sem koma inná Vestfirði. gaman væri að fá viðbrögð við þessari hugmynd.

bestu kveðjur,

Jón Páll

Villtu komast á sýningu í Þýskalandi 14-16.nóvember!!

Markaðsstofa Vestfjarða hefur lagt sig fram við að vinna með opinberum aðilum sem styðja ferðaþjónustu á Íslandi. Ferðamálastofa er einn þeirra aðila sem Markaðsstofa vinnur náið með.

Fyrir höndum er sýning sem skrifstofa Ferðamálastofu í Frankfurt, Þýskalandi, er að skipuleggja. Af því tilefni var Markaðsstofa Vestfjarða ásamt fulltrúum annarra landshluta beðin að útvega fulltrúa Vestfjarða til að fara á sýninguna. Að öllu jöfnu væri það hlutverk forstöðumanns að fara á sýninguna, en sökum afar takmarkaðrar þýskukunnáttu er það ekki skynsamlegur kostur.

Þess vegna langar mér að óska eftir sjálfboðaliða til að fara á sýninguna f.h. Markaðsstofa Vestjarða. Nánari upplýsingar um sýninguna er hægt að lesa í bréfi frá Davíð Jóhannssyni forstöðumanni Ferðamálastofu í Þýskalandi.

Meira

Meistaranám í ferðamálafræðum í undirbúningi

1 af 2

Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Hólaskóli - háskólinn á Hólum undirbúa nú sameiginlega framhaldsnám í ferðamálafræði, titlað MTA (e. Master of Tourism Administration) sem er samræmt af Rannsóknarmiðstöð ferðamála. Nemendur munu geta skráð sig í gegnum alla skólana til námsins og hljóta sína prófgráðu að námi loknu frá þeim skóla sem þeir skráðu sig upprunalega.


Meira

Reynt að svíkja fé út úr gististöðum

Undanfarna daga hefur borið nokkuð á hótel- og gistirýmispöntunum erlendis frá þar sem uppgefin eru erlend kortanúmer til greiðslu. Síðan er hætt við bókun og viðkomandi seljandi þjónustu beðinn að endurgreiða færslurnar beint með peningasendingu erlendis, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.


Í öllum tilfellum er þetta maður sem kynnir sig sem Kazim Abdul. Lögreglan vill benda hótel- og gistihúsaeigendum og starfsfólki þeirra á að verða ekki við slíkum beiðnum ef hinn minnsti vafi leikur á að um lögmæt viðskipti geti verið að ræða.

 

Markaðsátak í ferðamálum í haust og vetur - 100milljónir í sérstakt átak!

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri á Vestnorden
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri á Vestnorden
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra tilkynnti í gær um að allt að 100 milljónum króna verður varið í sérstakt átak á næstu mánuðum til að markaðssetja Ísland erlendis sem áhugaverðan áfangastað í haust og vetur. Um er að ræða samstarfsverkefni iðnaðarráðuneytisins og fyrirtækja í ferðaþjónustu undir forystu Ferðamálastofu.
Meira