Hvatningarverðlaun í heilsutengdri ferðaþjónustu - umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur hvatningarverð- launanna rennur út þann 3. desember næstkomandi
Umsóknarfrestur hvatningarverð- launanna rennur út þann 3. desember næstkomandi
Þann 3. desember næstkomandi rennur út umsóknarfrestur um hvatningarverðlaun í heilsutengdri ferðaþjónustu. Með það að markmiði að stuðla að áframhaldandi þróun greinarinnar ákvað iðnaðarráðherra að veita tvenn verðlaun til  fyrirtækja sem skara fram úr á þessu sviði. Hvor verðlaun eru að upphæð ein milljón króna og verða þau veitt í desember næstkomandi. Verðlaunin verða veitt fyrir áhugaverða heilsuferðapakka fyrir erlenda ferðamenn.

Verðlaunahafar þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði:

  1. Þrír eða fleiri aðilar/fyrirtæki koma að heilsuferðinni og skal nafn og hlutverk hvers og eins skilgreint nákvæmlega á umsóknareyðublaðinu.
  2. Ferðin sé ætluð erlendum vel skilgreindum markhópum.
  3. Heilsuferðirnar verði metna út frá nýnæmi og framtíðarmöguleikum þeirra.
  4. Heilsuferðin sé amk. 3 sólarhringar og sé í boði utan háannatíma.
  5. Heilsuferðin falli að skilgreiningu á vellíðunar- eða heilsuferðaþjónustu*
  6. Tilgangur ferðarinnar sé að efla heilsu viðskiptavinar.
  7. Ávinningur af ferðinni sé skilgreindur.
Heilsuferðaþjónusta er ferðaþjónusta sem felur í sér að ferðamaðurinn geti notið sem aðalþáttar og hvata ferðar eftirfarandi heilsuþátta: Vatns og vellíðunar, líkamsræktar, íþrótta og hreyfingar, endurhæfingar og heilsubætandi meðferða, hátæknilækninga. Auk mismunandi afþreyingar.

Hverjir geta tekið þátt:
Öllum sem bjóða upp á heilsuferðaþjónustu er frjálst að taka þátt að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram koma á umsóknareyðublaðinu.

Umsóknum skal skilað til Ferðamálastofu eigi síðar en 3. desember nk. á sérstöku umsóknareyðublaði sem nálgast má á vef Ferðamálastofu.

Skýrsla um sjávartengda ferðaþjónusta á Vestfjörðum

Af forsíðu skýrslunnar
Af forsíðu skýrslunnar
Rannsókna og fræðasetur HÍ á Vestfjörðum hefur birt skýrsluna Sjávartengd ferðaþjónusta á Vestfjörðum 2010 sem unnin var í sumar fyrir Rannsókna- og nýsköpunarsjóð Vestur-Barðastrandasýslu. Í samantekt skýrslunnar segir:

Flestir þeir ferðaþjónar en tóku þátt í könnuninni eru að nýta haf og strandsvæði á einhvern hátt í sínum rekstri. Þá töldu flestir að það væru ónýtt tækifæri í nýtingu haf- og strandsvæða til ferðaþjónustu á Vestfjörðum og að leggja ætti meiri áherslu á haf- og strandtengda ímynd þegar kemur að markaðssetningu Vestfjarða sem ferðamannastaðar. Það er því athyglivert að einungis 65% af ferðaþjónum nefndu einhver orð tengd hafi og strönd þegar beðnir að nefna orð sem þeir telja að tengist ímynd Vestfjarða sem ferðamannastaðar og einungis um 25% af heildafjölda nefndra orða mátti tengja haf og strandsvæðum. Mikið fleiri telja helstu ferðamanna segla Vestfjarða vera tengda haf og strönd en hér nefna allir einhver orð sem tengjast þeim svæðum og nær 60% heildarfjölda nefndra orða tengjast haf og strandsvæðum. Þeir ferðaseglar sem eru nefndir endurspegla líklega staði og svæði sem eru vinsæl meðal ferðamanna í dag. Það virðist því vera ákveðið misræmi á milli bæði núverandi nýtingar og framtíðarsýnar ferðaþjóna og þeirrar ímyndar sem ferðaþjónar telja Vestfirði sem ferðamannastað hafa.

Skýrsluna í heild sinni er hægt að nálgast á heimasíðu Ferðamálasamtaka Vestfjarða með því að smella hér.

Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum 2011

Umsóknarfrestur vegna umhverfis- styrkjanna er til og með 20. desember n.k..
Umsóknarfrestur vegna umhverfis- styrkjanna er til og með 20. desember n.k..
Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2011. Sérstök áhersla verður lögð á öryggismál á ferðamannastöðum, verkefni þar sem heildrænt skipulag og langtímamarkmið eru höfð að leiðarljósi og aðgengi fyrir alla.

Ferðamálastofa byggir umhverfisstefnu sína á sjálfbærri og ábyrgri ferðamennsku enda er náttúra Íslands sú auðlind sem ferðaþjónustan á Íslandi byggir á til framtíðar. Mikilvægt er að byggja upp innviði sem geta tekið á móti vaxandi fjölda ferðamanna, tryggt öryggi þeirra eftir bestu getu og boðið upp á nauðsynlega þjónustu. Jafnframt þarf að gæta þess að allar áætlanir og framkvæmdir á ferðamannastöðum séu byggðar á vandaðri greiningu og rannsóknum og unnar af mikilli varkárni og virðingu fyrir viðkvæmri náttúru Íslands og sögu. Hönnuðir og skipuleggjendur ferðamannastaða þurfa því að hafa næmt auga fyrir því hvort, og þá hvar og hvernig, mannvirkjum er valinn staður þannig að þau skerði ekki ásýnd hans en ýti fremur undir sérstöðu staðarins og þá upplifun sem ferðamaðurinn sækist eftir.

Umsóknarfrestur er til og með 20. desember 2010. Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar. Umsóknareyðublöð og allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast hér.

Vestfirskir ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að kynna sér málið og leggja inn umsóknir til Ferðamálastofu.

Nýr framkvæmdastjóri Vesturferða

Milla í Hornvík
Milla í Hornvík
Sælir ferðaþjónar og áhugamenn um ferðaþjónustu á Vestfjörðum,

Kristjana Milla heiti ég og er Snorradóttir. Ég er nýtekin við starfi Elíasar Oddsonar sem framkvæmdastjóri Vesturferða og langaði að kynna mig fyrir ykkur í nokkrum orðum.
Ég hóf störf hjá Vesturferðum í febrúar á þessu ári og var einnig í sumarstarfi við móttöku farþega á skemmtiferðaskipum sumarið þar áður. Ég hef því fengið tækifæri til að kynna mér starfsemi Vesturferða og að vinna með sumum ykkar.
 
Ég er nú á fullu við að koma mér inn í hlutverk mitt hjá Vesturferðum og skipuleggja og útfæra hvaða áherslur ég vil sjá í starfi Vesturferða.
 
Vesturferðir voru stofnaðir árið 1993, og er því ein af elstu ferðaskrifstofum landsins. Vesturferðir voru stofnaðir m.a. til þess að veita þjónustu til ferðamanna um alla Vestfirði allt árið um kring.
Framtíðarsýn mín er að styrkja þessa sérstöðu Vesturferða, að vera stærsta og eina ferðaskrifstofan á Vestfjörðum sem býður upp á ferðir um alla Vestfirði allt árið um kring.
Markmið mitt er að Vesturferðir séu sérfæðingar þegar kemur að ferðaþjónustu á öllum Vestfjarðakjálkanum.
 
Að mínu mati þurfum við ferðaþjónar á öllu svæðinu að vinna saman að því að auka ferðamannastrauminn til okkar. Öll erum við fulltrúar Vestfjarða og öll eigum við hag af því að koma fólki út fyrir hringveginn.
 
Vesturferðir eru bæði ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi (Tour Agency og Tour Operator), þannig að við komum bæði að því að skipuleggja og framkvæma ferðir en einnig að því að auglýsa og bóka fyrir aðra ferðaskipuleggjendur og ferðaþjóna. Ferðamenn eiga að geta leitað á einn stað og þar eiga möguleika á að fræðast um og bóka í afþreyingu, gistingu og annað um allann kjálkann.
 
Leita ég því til ykkar ferðaþjónar og áhugamenn. Mig langar að fá að kynnast ykkur og því starfi sem þið vinnið.
Hvet ég ykkur til að senda mér línu eða hringja í mig þannig að ég fái tækifæri til að  vita hvað er í boði um allan kjálkann, hvort sem það er afþreying, gisting, matsölustaðir, söfn og allt þar á milli og við tækifæri til að vinna saman.
 
Ég tek einnig glöð á móti öllum hugmyndum um nýjar ferðir, vöruþróun og þjónustu.
 
Ég bý í Kópavogi, en mun koma og vera á Ísafirði næsta sumar, eins og ég hef gert síðastliðin tvö sumur, einnig kem ég vestur reglulega yfir vetrarmánuðina. Ég er nú stödd á Ísafirði en fer aftur suður á helginni. Næst kem ég til Ísafjarðar fimmtudaginn 2. desember og verð á skrifstofu Vesturferða í Edinborgarhúsinu Ísafirði 2. og 3. desember n.k. Þið eruð hjartanlega velkomin í heimsókn þá.
 
Hlakka til að heyra frá ykkur og vinna með ykkur, kær kveðja Milla
 
Að lokum langar mig að benda ykkur á heimasíðu Vesturferða http://www.vesturferdir.is/index.php? Og Facebook síðu okkar http://www.facebook.com/#!/pages/Vesturferdir-West-Tours/300414432714
 
Kristjana Milla Snorradóttir
milla@vesturferdir.is
Sími / Tel. (+354) 456 5111
Farsími / Mobile (+354) 690 3010
 
Vesturferðir / West Tours
Aðalstræti 7
400 Ísafjörður
Ísland / Iceland

Vestfirðingar sóttu Evrópsku verðlaunin EDEN til Brussel

Síðastliðin mánudag tók vestfirsk ferðaþjónusta á móti verðlaununum EDEN - European Destination of Excellence, sem er verkefni innan Evrópusambandsins. Verðlaunin eru veitt fyrir afbragðs vinnu með vatn og menningu. Það var fyrir tilstuðlan og metnaðarfulla vinnu Vatnavina á Vestfjörðum að þessi verðlaun féllu vestfirskri ferðaþjónustu í hönd. Meðfylgjandi eru kynningarmyndbönd sem EDEN vann fyrir verðlaunahafana og þeir geta notað sem kynningarefni fyrir ferðaþjónustuna.