Ævintýrahandbók fjölskyldunnar

Markaðsstofan og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hafa gefið út Ævintýrahandbók fyrir fjölskylduna um Vestfirði sumarið 2009.


Í bókinni er að finna spennandi og skemmtileg ævintýri sem fjölskyldur geta upplifað saman á Vestfjörðum í sumar en markmiðið með útgáfunni er að hjálpa fjölskyldum að finna sér spennandi verkefni og lenda í litlum ævintýrum á Vestfjörðum.

Þar er sagt á skemmtilegan hátt frá náttúrulaugum, sundlaugum, skemmtilegum fjörum, spennandi gönguleiðum og ævintýralegum leynistöðum og ættu allar fjölskyldur að geta fundið e-ð áhugavert .

Búið er að dreifa bæklingnum víða en hann má nálgast hjá Upplýsingamiðstöðinni á Ísafirði

Melrakkinn sem auðlind

Melrakkasetur Íslands er í Súðavík. www.melrakkasetur.is
Melrakkasetur Íslands er í Súðavík. www.melrakkasetur.is
Fyrsta námskeið Melrakkaseturs Íslands verður haldið miðvikudaginn 3. júní kl. 18:00 - 20:00 í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Námskeiðinu verður varpað í gegnum fjarfundabúnað til Hólmavíkur, Patreksfjarðar og Reykhóla.
Námskeiðið er ætlað fyrir leiðsögumenn og aðra sem ferðast um í íslenskri náttúru og langar að kynnast þessu fágæta dýri sem melrakkinn er.
Fjallað verður um líffræði tegundarinnar, útbreiðslu, búsvæðaval og lífshætti ásamt því að kynna hvernig hægt er að kynnast dýrunum án þess að valda þeim skaða eða of mikilli truflun.

Á vef Fræðslumiðstöðvarinnar má sjá lýsingu á námskeiðinu og hægt er að skrá sig hér

Markaðssetning - Ertu að gera rétt?

Fræðslumiðstöðin og Atvest standa fyrir hagnýtu námskeiði fyrir aðila i
ferðaþjónustu og aðra sem vilja finna góðar leiðir til að koma fyrirtæki
sínu á framfæri. Námskeiðið verður þriðjudaginn 26.maí og er kennt í gegnum
fjarfundarbúnað frá Ísafirði á Hólmavík, Patreksfjörð og Reykhóla og stendur
námskeiðið frá kl 17.00-21.00
 

Áhersla er lögð á heimasíður, bæklinga og facebook. Farið verður í
grunnatriði í markaðssetningu og hvernig best er að nýta þessa miðla. Tekin
verða dæmi um hvað er vel gert og hvað er síður að virka og þátttakendur
aðstoðaðir við að greina sínar áherslur í markaðsmálum. Námskeiðið hentar
jafnt þeim sem eru að byrjendur eða lengra komnir í markaðssteningu
fyrirtækis.

Skráning er á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar, www.frmst.is

 

Kennari: Jón Páll Hreinsson markaðssérfræðingur
Verð kr: 5.000 -

Staður: Ísafjörður, Hólmavík, Patreksfjörður, Reykhólar

 

Sumarmarkaður Vestfjarða á Patreksfirði

Sumarmarkaður Vestfjarða verður haldinn í fyrsta sinn í Pakkhúsinu á Patreksfirði laugardaginn 30. maí og verður opnunartími á laugardögum í sumar frá kl. 13-17. Á sumarmarkaðnum verður reynt að skapa skemmtilega markaðsstemmningu í bland við uppákomur, leiki, tónlist og fjör. Fyrsti markaðsdagurinn er á sama tíma og Skjaldborgarhátíðin er á Patreksfirði og næsti laugardagur þar á eftir er önnur fjölmenn hátíð Sjómannadagshátíðin. Von er á fjölda gesta vegna þessara hátíða og gefst öllum Vestfirðingum nær og fjær því tækifæri til að koma heimagerðum vörum á framfæri og selja þær fyrir ferðamenn og heimamenn. Markaður verður síðan haldin á Bíldudal þegar hátíðin Bíldudals grænar baunir verður í lok júní.


Pakkhúsið á Patreksfirði var byggt í þremur hlutum: Sá elsti er byggður af Ólafi Jóhannessyni, kaup- og útvegsmanni, árið 1896 sem fiskgeymsla. Yfirsmiður þess var Gunnar Backmann. Þessi hluti var 12,6 x 15,8 m að grunnfleti, tvíloftað með 11 risþaki. Árið 1906 er byggt við þurrkhús u.þ.b. metra hærra en einungis 3,7 x 5,4 m að grunnfleti. Um 1907 er fyrra húsið lengt um 9,4 m í sömu hlutföllum.
 

Við hvetjum Vestfirðinga til að leggja leið sína á Patreksfjörð á laugardögum í sumar. Þeir sem hafa áhuga á að selja vöru sína geta leigt bás gegn vægu verði; 1.500 kr. Einnig er hægt að fá aðgang að rafmagni t.d. fyrir kæli- eða frystiskáp og kostar það 1.500 krónur aukalega.
 

Hafið samband við eftirfarandi aðila til að leigja bás: Guðrún Eggertsdóttir s: 4902350, Magnús Ólafs Hansen s: 4902301, María Ragnarsdóttir s: 4905095 og nánari upplýsingar á www.vesturbyggd.is

 

 

Ævintýrahandbók fjölskyldunnar um Vestfirði - hafið þið efni??

Á Vestfjörðum eru óteljandi spennandi ævintýri fyrir fjölskylduna
Á Vestfjörðum eru óteljandi spennandi ævintýri fyrir fjölskylduna
Markaðsstofan, Vaxtasamningur Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hafa tekið höndum saman um að gefa út Ævintýrahandbók fyrir fjölskylduna um Vestfirði.

Þar verður að finna spennandi og skemmtileg ævintýri sem fjölskyldur geta upplifað saman á Vestfjörðum í sumar. Markmiðið er að hjálpa fjölskyldum að finna sér spennandi verkefni og lenda í litlum ævintýrum á Vestfjörðum.

Núna stendur efnisöflun yfir og allir þeir sem hafa eitthvað skemmtilegt uppá að bjóða fyrir börn og fjölskyldur geta snúið sér til aðila í ritnefnd:

Jón Páll hjá Markaðsstofu Vestfjarða: jonpall@westfjords.is
Ásgerður hjá AtVest á Ísafirði: asgerdur@atvest.is
Viktoría hjá AtVest á Hólmavík: viktoria@atvest.is
Guðrún hjá AtVest á Patreksfirði: gudrun@atvest.is 

mbk, jonpall