Hvers virði er ferðaþjónustan? Málþing SGS og Matvís

Starfsgreinasamband Íslands og Matvís, Matvæla og veitingafélag Íslands halda opið málþing á Hótel Ísafirði 24. september 2009 um framtíðarsýn í ferðaþjónustu. Málþingið, sem er haldið í samvinnu við Ferðamálsamtök Vestfjarða og Markaðsstofu Vestfjarða mun leitast við að svara spurningum um það hvers virði ferðaþjónustan er í atvinnusköpun á Íslandi og hvað þurfi til að fjölga störfum í greininni og gera þau verðmeiri. Frummælendur koma úr röðum atvinnulífsins, háskólasamfélagsins, launþegahreyfingarinnar og stjórnsýslunnar auk þess sem iðnaðarráðherra mun fytja ávarp. Eftir hverja framsögu verða fyrirspurnir og stuttar umræður. Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður VerkVest stjórnar málþinginu.

Málþingið gæti orðið mikilvægt innlegg í þá umræðu sem hefur orðið um stöðu ferðaþjónustunnar í þeim efnahagsþrengingum sem herja á landann. Þá ætti einnig að vera lag hjá vestfirskum ferðaþjónum að taka virkan þátt í umræðum á málþinginu með það að leiðarljósi að efla uppbyggingu ferðaþjónustunnar í heimsbyggð.

Skráning á málþingið fer fram á skrifstofu VerkVest í síma 4565190 eða finnbogi@verkvest.is.


Dagskrá málþingsins verður þannig:

Staður: Hótel Ísafjörður, fimmtudaginn 24.09.09

Dagskrá:

Kl. 9:30 Málþingið sett, Niels Sigurður Olgeirsson formaður Matvís

Kl. 9:40 Hvers virði er ferðaþjónustan? Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri SAF

Kl. 10:30 Ferðaþjónustan á Vestfjörðum, tækifæri og hindranir. Áslaug Alfreðsdóttir, hótelstjóri og stjórnarmaður í Ferðamálsamtökum Vestfjarða fjallar um reynslu Vestfirðinga.

Staðreyndir og staða mála ásamt stefnumótunarferli Atvest, MV og FMSV. Jón Páll Hreinsson forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða.

Kl. 11:45 Ferðaþjónustan og störfin. Skúli Thoroddsen framkvæmdastjóri SGS mun fjalla um fjölbreytni starfa og ný tækifæri í félagslegri ferðaþjónustu.

Kl. 12:30 Léttur hádegisverður

Kl. 13:30 Menntun í ferðaþjónustu frá sjónarmiði aðila vinnumarkaðarins. Guðmunda Kristinsdóttir, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fjallar um menntun í ferðaþjónustu og tengsl óformlega skólakerfisins við hið formlega.

Kl. 14:00 Arðsemi, úthald, afköst. Guðrún Helgadóttir, prófessor og deildarstjóri ferðamáladeildar við Háskólann á Hólum, talar um mikilvægi þess að styrkja grunngerð og innviði ferðaþjónustunnar.

Kl. 14:40 Hver er framtíðarsýnin og hvernig náum við henni? Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri fjallar um spurninguna.

Kl. 15:30 Umræður

Kl. 16.00 Ávarp iðnaðaráðherra og ráðherra ferðamála, Katrín Júlíusdóttir.

Málþingsslit, Kristjáni Gunnarsson formaður SGS

Kaffi.

Kl. 16.30 Óvissuferð með kvöldverði.

Ekkert þátttökugjald er á málþinginu, en málþingsgestir sem taka þátt í óvissuferð með kvöldverði og gista á Hótel Ísafirði greiða kr. 15.000. Þá er hádeigisverður og gisting einnig innifalinn. Sjá einnig vef SGS.

Vestnorden 16.-17.sept

Eins og áður hefur komið fram verður Markaðsstofa Vestfjarða stödd á ferðasýningunni Vestnorden (www.vestnorden.com) þann 16. og 17. september nk.

Þar hitta fulltrúar markaðsstofu ferðaskrifstofur og aðra áhrifaaðila í greininni til að koma Vestfjörðum á framfæri. Þónokkrar ferðaskrifstofur hafa boðað formlega komu sýna á bás Vestfjarða og fylgir hér fyrir neðan listi yfir þá aðila sem bókað hafa fundi á sýningunni.

Ef ferðaþjónar vilja koma einhverju sérstöku á framfæri við þessar ferðaskrifstofur er um að gera að hafa samband við Markaðsstofu í tölvupósti eða síma:

IceTour AS
Iceland Travel Mart
Island ProTravel GmbH
Gta by Travelport
Expedia
Island Erlebnisreisen
island tours italy
Airtouch
ICE Travel ApS
Niko Nordic Aps
DINrejse.com
Icelandair
Comptoir D'Islande & Groenlan
Islandsresor & Atlantöar AB
Discover the World
ISLAND TOURS
Viking Inc.
Destination of the World
Iceland Saga Travel, LLC
Buro Scandinavia
Rannoch Documentary Expedition
Islandtours Spain


Jón Páll
jonpall@westfjords.is
4504040/8994311

Tilboð til smærri fyrirtækja á veflausn Snerpu

Undirrituðum var að berast eftirfarandi póstur frá Snerpu um tilboð á veflausn fyrir smærri fyrirtæki. vefurinn vestfirskferdamal.is er einmitt keyrður á veflausn frá Snerpu og hefur reynst vel.


Bréfið hljóðar svona:

Veftilboð Snerpu
Til nýsköpunarverkefna og smærri fyrirtækja

Eitt af lykilatriðunum í rekstri fyrirtækja er að vera sýnilegur á markaði og vönduð heimasíða er mjög mikilvægur þáttur í því. Það er dýrt að koma sér upp góðri heimasíðu og við vitum að ný og lítil fyrirtæki þurfa að horfa í hverja krónu í uppbyggingu og rekstri. Því bjóðum við upp á nýjung vefmálum. Um er að ræða lágmarksútgáfu af vefumsjónarkerfinu Snerpli á verði sem ætti að henta öllum nýsköpunar og sprotafyrirtækjum. Fyrirtækið leggur til efnið á síðuna og kaupir viðkomandi lén


Meira

Markaðsstofa á Vestnorden í Kaupmannahöfn 16-17.sept

Ágætu ferðaþjónar,

Nú nálgast Vestnorden hratt og undirbúningur markaðsstofu er í fullum gangi. Á sýningunni, sem er haldin í Kaupmannahöfn þetta árið, mun Markaðsstofa hitta ferðaskrifstofur og aðra áhrifaaðila í íslenskri ferðaþjónustu.

Mér langar því að biðja vestfirska ferðaþjóna að senda mér upplýsingar um hvað er nýtt og spennandi að gerast hjá hverjum og einum svo ég hafi ferskar og flottar fréttir frá Vestfjörðum á sýningunni.

Allar fréttir eru vel þegnar. Ég mun eins og áður hafa með mér bæklinga frá ferðaþjónum í mjög takmörkuðu magni. Ef þið liggið á bæklingum sem ekki eru á upplýsingamiðstöðinni, vill ég gjarnana fá þá til mín líka. En tölvupóstur (með myndum, ef til eru) dugar fyrir fréttir af nýjungum.

kv, jonpall
jonpall@westfjords.is
4504040/8994311
 

Enn eru ferðamenn á ferðinni...

Ágætu ferðaþjónar,
Enn er talsverð umferð ferðafólks á svæðinu og undanfarið hafa komið 60-100 manns á dag hingað á upplýsingamiðstöðina á Ísafirði. Allt er þetta fólk að leita sér að einhverri skemmtilegri afþreyingu, en framboðið fer minnkandi þegar líður að hausti, eins og flestir vita. Þess vegna þætti mér vænt um að heyra frá þeim sem enn eru með slíka þjónustu í gangi, hvort sem það eru söfn, bátaferðir, kajakferðir, hestaferðir, gönguferðir, veiði eða eitthvað annað. Mig langar fyrst og fremst að vita hverjir eru að bjóða upp á afþreyingu á þessum árstíma (á Vestfjörðum öllum) og hvað fólk reiknar með að halda áfram lengi fram eftir hausti.


Bestu kveðjur
Heimir Hansson
info@vestfirdir.is
Upplýsingamiðstöðin á Ísafirði