Malarhorn á Drangsnesi með nýja heimasíðu

Hjónin Ásbjörn Magnússon og Valgerður Magnúsdóttir Á Drangsnesi hafa opnað nýja heimasíðu www.malarhorn.is

Malarhorn rekur nýja og glæsilega gistingu á Drangsnesi ásamt kaffihúsinu malarkaffi og sjóferðu og sjótsöng Malarhorns út í Grímsey á Steingrímsfriði.

Til hamingju með nýja síðu!

jonpall 

Kort markaðsstofu fyrir 2009 - síðasta próförk!!

Forsíða og þjónustugrunnur
Forsíða og þjónustugrunnur
1 af 2
Nú er síðasta próförk af korti markaðsstofu fyrir 2009 tilbúið.

Hægt er að skoða kortið hér.

Allar ábendingar eru velkomnar, en gert er ráð fyrir að kortið fari í prentun í næstu viku.

Aðeins er eftir að ganga frá einu máli. Þetta árið getur ferðaþjónustuaðilar keypt auglýsingu inní kortið. Í próförkinni eru dálkar þar sem gert er ráð fyrir lítlum auglýsingum. Tvær stærðir eru í boði 45x40mm og 92x40mm.

Verð per dálk er 15.000.- Þetta er afar góð auglýsing, þar sem kortið fékk afar góðar viðtökur sl. sumar og segja má að flestir ferðamenn sem eru á leið til Vestfjarða næsta sumar munu hafa slíkt kort í fórum sýnum.

Fyrsti koma fyrstir fá. sendið tölvupóst á jonpall@westfjords.is til að pannta pláss.

kv, jonpall 

Fræðslufundur um markaðssetningu á netinu


Vaxtarsamningur Vestfjarða stendur fyrir fræðslufundi með Ariel Hyatt í Bryggjusalnum í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun fimmtudaginn 9.april frá kl. 15-17, en hún sérhæfir sig alfarið í almannatengslum og markaðssetningu á veraldarvefnum. Með alla þræði í hendi er yfirskrift fundarins en þar verður farið yfir helstu tæki og tól sem finnast á vefnum og hvernig megi tengja þræði þess í markaðssetningu. Leitast verður við að gefa fulla yfirsýn yfir hvernig fyrirtæki og einstaklingar geta nýtt sér vefinn til að koma vöru og þjónustu sinni á framfæri og svara spurningum á borð við: Hvað eru samfélagsvefir og Vefurinn 2.0? Hvernig er best að nota fyrirbærið til að koma vörum og þjónustu á framfæri? Hvernig nýtast almannatengsl best og hvernig eykur þú veltu og hagnað af netkynningu?


Ariel Hyatt þykir einn fremsti almannatengslafulltrúi Bandaríkjanna og sérhæfir sig alfarið í markaðssetningu á netinu. Fræðslufundurinn er skipulagður í samvinnu við Önnu Hildi Hildibrandsdóttir hjá Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar en hún hefur nýtt sér alla þá kosti sem netið býður upp á í kynningarvinnu og markaðssetningu á íslenskri tónlist.
Ókeypis er á fundinn og er hann öllum opinn.

Nordic Tourism - ráðstefna á Ísafirði 28.apríl

Nánari kynning á ráðstefnunni
Nánari kynning á ráðstefnunni

Nordic Tourism

Inspiration - Innovation - Destination
Edinborgarhúsið á Ísafirði
28. apríl 2009


Iðnaðarráðuneytið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Norræna Nýsköpunarmiðstöðin - NICe í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina efna á vordögum til norræns málþings á Ísafirði sem fengið hefur heitið Nordic Tourism.
Á málþinginu verður áhersla lögð á nýsköpun í ferðaþjónustu, uppbyggingu áfangastaða og viðbrögð ferðaþjónustunnar við efnahagserfiðleikum.

Fjölmargir fyrirlesarar munu koma og miðla af reynslu sinni. Aðalfyrirlesari er Jill Hellman - Chief Innovator for Thayer Lodging Group og mun hún fjalla um nýsköpun á tímum efnahagskreppu. Aðkoma ríkis og sveitarfélaga að þróun áfangastaða og uppbyggingu í ferðaþjónustu mun verða til umræðu í fyrirlestrum Sigrúnar Jakobsdóttur, bæjarstjóra á Akureyri og Claus Rex Christensen frá VisitDenmark.

Fjallað verður um menntun og yfirfærslu þekkingar milli svæða á Norðurlöndum og hvað Norðurlöndin hafa lært af fyrri efnahagskreppum og að lokum koma fulltrúar frá Voss í Noregi og lýsa uppbyggingu svæðisins sem áfangastaðar í ferðaþjónustu.


Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands mun síðan leiða þátttakendur í upphafi hópastarfs með sýn á nýsköpun og uppbyggingu áfangastaða til framtíðar.

Í lok dags verða gestir beðnir að vinna saman tillögur að leiðum til uppbyggingar svæða eins og til dæmis Ísafjarðar sem er staðsetning málþingsins. Hópar kynna tillögur sínar og ráðstefnustjóri Ólöf Ýrr Atladóttir tekur saman niðurstöður dagsins.

Eftir að málþingi lýkur verður gestum boðið í skoðunarferð um Ísafjörð og nágrenni og að henni lokinni í sameiginlegan kvöldverð. Verði á öllum þáttum málþingsins flugi og veitingum er mjög stillt í hóf í pökkum sem í boði eru til 15. apríl.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vef Nýsköpunarmiðstöðvar, www.nmi.is og hjá Sigríði Ó. Kristjánsdóttur verkefnisstjóra hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð í síma 450-4052.

Skráningar á ráðstefnuna og bókanir á flugi og gistingu annast ferðaskrifstofan Vesturferðir á Ísafirði. Á vefnum www.vesturferdir.is er hægt að finna dagskrá málþingsins, skrá sig og bóka flug og gistingu.

 

 

Göngu- og útivistarkort FMSV eru öll komin út

Hin fjögur fyrstu göngukort sem komu út 2007
Hin fjögur fyrstu göngukort sem komu út 2007
Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa undanfarin þrjú ár unnið að gerð veglegra göngu- og útivistarkorta fyrir Vestfirði og Dali. Fyrstu fjögur kortin komu út árið 2007 og nú hafa síðustu þrjú kortin verið prentuð og fara í dreifingu strax eftir helgi. Nýju kortin ná yfir Hornstrandir, Ísafjarðardjúp ásamt fjörðunum suður af því og Strandir norðan Hólmavíkur. Áður komu út kort sem náðu yfir sunnanverðar Strandir og Dali, Reykhólasveit og Breiðafjarðareyjar og Vesturbyggð og Tálknafjörð. Kortin verður vonandi hægt að nálgast á sem flestum ferðamannastöðum á svæðunum. Þetta er lang viðamesta verkefni sem Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa ráðist í og heildarkostnaður vegna þess er um 12 milljónir króna. Góðir styrkir hafa fengist í verkefnið frá Ferðamálastofu og Pokasjóði.

Ef þú hefur áhuga á að taka kortin í endursölu vinsamlega hafðu samband við Áslaugu Alfreðsdóttur á Ísafirði, aslaug@hotelisafjordur.is. Göngukortin eru send hvert á land sem er til endursölu. Leiðbeinandi útsöluverð er 600 krónur í smásölu. Ferðamálasamtökin vilja beina því til sem flestra ferðaþjónustuaðila á Vestfjörðum að hafa kortin í sölu hjá sér og halda þeim vel á lofti og hvetja sem flesta aðra til þess sama.

Göngu- og útivistarkortin eru m.a. til sölu í smásölu í vefverslun Strandagaldurs og eru send þaðan samdægurs hvert á land sem er og um veröld alla. Slóðin inn á sölusíðuna þar er www.strandir.is/gongukort. Stór hluti kaupenda á göngukortum þar eru erlendir ferðamenn sem hyggjast sækja Vestfirði heim. Það væri vel til fundið ef ferðaþjónustuaðilar myndu tengja þá síðu við sína heimasíðu svo verðandi viðskiptavinir geti orðið sér úti um kort til hjálpar þeim við skipulagningu ferðarinnar sem er um leið hvatning til að heimsækja Vestfirði í Íslandsferð sinni. Síðan verður einnig á ensku.