Svæðisþekking og nýjar áherslur í ferðaþjónustu

Svæðisþekking og nýjar áherslur í ferðaþjónustu er námskeið ætlað starfsmönnum í ferðaþjónustu og öðrum sem áhuga hafa á svæðis- og samfélagsþekkingu.  Farið verður í samfélagsþætti, staðarþekkingu, upplýsingaleiðir og átthagafræði. Fjallað um náttúruna og söguna, vinsæla ferðamannastaði og fleira.
Markmið:
Að þátttakendur:
·          Hafi staðgóða  samfélags- og staðarþekkingu
·         Þekki helstu upplýsingarveitur um ferðaþjónustu og ferðamannastaði á Vestfjörðum
·         Geri sér grein fyrir hvað er sérstakt og eftirsóknarvert á Vestfjörðum í heild og einkennum hvers svæðis fyrir sig (norðursvæði-suðursvæði-Strandir-Reykhólasveit)
·         Þekki hvað felst í hugtakinu menningartengd ferðaþjónusta
·         Kynnist helstu nýjungum í ferðaþjónustu
 Kennslutími: Tvö skipti, 5 kennslustundir í senn (kl 18-22:10). Alls 12 kennslustundir. Kennt verður þriðjudaginn 19. maí kl 18-22 og miðvikudaginn 20. maí kl 18-22. Athugið þó að dagsetning seinni kennsludags gæti breyst og kemur það í ljós á föstudaginn, 15. maí.
Leiðbeinendur: Jón Jónsson, Jón Páll Hreinsson,  Úlfar Thoroddsen, Sólrún Geirsdóttir og Björn Samúelsson.
Kennslustaður: Kennt um fjarfundabúnað á Ísafirði, Patreksfirði, Reykhólum og Hólmavík. Kennarar og nemendur staðsettir á hverjum stað fyrir sig.
Námskeiðið er liður í því að efla fjarkennslu innan Vestfjarða og verður sérstaklega sett upp með það í huga. Nemendur fá aðgang að vefsvæði þar sem glærur og aðrar upplýsingar um námskeiðið verða lagðar inn.

Þriðjudagur 19. maí
Kl 18:00-19:20    Svæðisþekking Reykhólasveit – Björn Samúelsson (2 kst)
Kl 19:20-20:40 Svæðisþekking á norðurfjörðum – Sólrún Geirsdóttir (2 kst)
Kl 20:50 – 22:10 Svæðisþekking á suðurfjörðum – Úlfar Toroddsen (2 kst)
Miðvikudagur 20. maí
Kl 18-19:20 Nýjungar í ferðaþjónustu – Jón Páll Hreinsson (2 kst)
Kl 19:20-22:10 Svæðisþekking Strandir og Almennt um Vestfirði – Jón Jónsson (4 kst)
 
Kennt verður um fjarfundabúnað á Ísafirði, Patreksfirði , Reykhólum og Hólmavík.

Sjá nánar heimasíðu Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.

Ertu með Bæklinga sem ættu að fara á sýninguna um helgina??

Eins og allir ættu að vita, þá er sýningin "Ferðalög og Frístundir" í laugardalshöll um helgina. Markaðsstofa Vestfjarða verður á staðnum til að kynna Vestfirði ásamt vösku liði karla og kvenna frá Vestfjörðum.

Ennþá vantar fólk til að vinna á básnum og hvet ég alla til að hafa samband!! aldrei of margir!!

En sýningin er líka tækifæri fyrir alla ferðaþjóna til að koma sér á framfæri. Markaðsstofa fer með alla bæklinga sem eru fyrir hendi á landshlutamiðstöðunni á Ísafirði. Ef þið erum með nýa bæklinga, eða haldið að bæklingar frá ykkur séu ekki að landshlutamiðstöðunni á Ísafirði, þá getið þið komið bæklingum til Heimis á Ísafirði, sem tekur saman bæklinga fyrir Markaðsstofuna. Eða komið þeim á sýninguna í Laugardalshöll fyrir kl 16. á föstudag!

kv, jonpall

 

Menningarlandið 2009 - Ráðstefna 11.-12. maí í Stykkishólmi

Menntamálaráðuneyti og samgönguráðuneyti, síðar iðnaðarráðuneyti, hafa frá árinu 2001 gert menningarsamninga við sjö samtök sveitarfélaga á Íslandi. Landið allt, utan höfuðborgarsvæðisins, er þannig tengt saman með menningasamningum og starfi sjö menningarráða. Samningarnir fela í sér markvissan stuðning ríkisins við menningarstarf og menningartengda ferðaþjónustu gegn mótframlagi sveitarfélaga og einkaaðila í héraði.
 

Ráðstefna 11.-12. maí
Nú er tímabært að meta reynsluna af menningarsamningunum og huga að nýrri sókn í nýsköpun og nýtingu menningararfs okkar. Af því tilefni boða menntamálaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við menningarráð landsbyggðarinnar, til ráðstefnu á Hótel Stykkishólmi dagana 11. og 12. maí næstkomandi. Allir sem á einn eða annan hátt tengjast menningarstarfi eða ferðamálaum eru hvattur til að mæta á ráðstefnuna enda verða þær umræður sem þar fara fram grundvöllur að frekara samstarfi ríksi og sveitarfélaga um menningu og menningartengda ferðaþjónustu.

frekari upplýsingar og dagskrá er hægt að finna hér 

Sýningin "Ferðalög og Frístundir" um helgina (8. - 10.maí) í Laugardalshöll


Ágætu Ferðaþjónar á Vestfjörðum,

Nú er komið að því ferðaþjónustusýningin "Ferðalög og Frístundir" verður haldin um helgina (8. - 10.maí) í Laugardalshöll.
Markaðsstofa Vestfjarða verður með bás á sýningunni undir merkjum Vestfjarða og er hann hluti af sameiginlegum sýningarhluta allra landshluta.
 

Bás Vestfjarða ásamt staðsetningu má sjá á þessum hlekk:

http://www.vestfirskferdamal.is/skraarsafn/skra/48/

(ATH. útfærslan á básnum er bara dæmi, enn á eftir að raða inn aukahlutum, borðum og stólum.)
 

Dagskrá sýningarinnar er sem hér segir:
Föstudag 8. maí kl. 16.30-19.00
Laugardag 9. maí kl. 11-18
Sunnudag 10. maí kl. 11-17
 

Aðgöngumiðar
Almennir gestir: Kr. 750
Námsmenn, eftirlaunaþegar, og öryrkjar: Kr. 500
Frítt fyrir börn yngri en 14 ára en þau verða að vera í fylgd með fullorðnum.
Aðgöngumiðinn gildir í einn dag.

 

Öllum ferðaþjónum gefst tækifæri á að koma og kynna sig og Vestfirði allan, eða hluta sýningarinnar. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Jón Pál í jonpall@westfjords.is. Markaðsstofan mun halda utanum þátttöku ferðaþjóna og skipuleggja viðveru á básnum. Þeir sem standa og kynna á básnum fá boðsmiða sem gildir alla sýninguna.

Vestnorden í kaupmannahöfn 16.-17. September nk.

Frá Vestnorden í Reykjavík 2008.
Frá Vestnorden í Reykjavík 2008.
Grænland sér um að halda ferðaþjónusturáðstefnuna Vestnorden þett árið og er hún haldin í Kaupmannahöfn dagana 16.-17. september nk.

Vestnorden er stæsta ferðaþjónustusýning fyrir ferðaskrifstofur sem senda ferðamenn til Íslands!

Markaðsstofa Vestfjarða hefur skipulagt bás Vestfjarða á ráðstefnunni og mun svo vera þetta árið einnig. Misjafnt hefur verið hversu margir fara, en forstöðumaður MV hefur farið einn fyrir hönd Vestfjarða, en ferðaþjónustuaðilum hefur jafnan verið boðin þátttaka í básnum með því að borga beinan kostnað við auka sæti (flug+uppihald+þátttaka í viðbótarstól á bás).

Hér fyrir neðan er gjaldskrá þetta árið (bara aukasætið á sýningunni, ekki flug og uppihald):
Registration fee for 1 person attending VNTM2009: DKK 5,700 (approx. € 760)
Registration fee for 2 persons attending VNTM2009: DKK 8,500 (approx. € 1,135)
Registration fee for 3 persons attending VNTM2009: DKK 10,800 (approx. € 1,440)
Registration fee for 4 persons attending VNTM2009: DKK 12,600 (approx. € 1,680)

 

Nánari upplýsingar og dagskrá er að finna á: http://www.northatlantic-islands.com/vntm2009/

Frestur til að senda inn skráningu er 30.júní og þurfa þeir sem hafa áhuga á að fara að hafa samband við mig og ræða aðkomu þeirra.

mbk, jonpall