Ráðstefna - Vinnuþing Vatnavina Vestfjarða

Vinnuþing Vatnavina Vestfjarða verður haldið 16. og 17. nóvember n.k. á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði.

Á vinnuþinginu munu Vatnavinir kynna frumlegar hugmyndir og skissur af baðstöðum Vatnavina Vestfjarða sem og annað frumkvöðlastarf og ýmsar pælingar. Þarna mættir breiður hópur fulltrúa fyrirtækja í ferðaþjónustu og sérfræðingar tengdir heilbrigðum lífsstíl.

Ráðstefnan er opin öllum og við hvetjum hagsmunaaðila til að mæta, en eru vinsamlega beðnir um að skrá sig fyrir lok fimmtudagsins 12. nóv.

Mörg áhugaverð erindi verða flutt eins og sjá má. Ítarlegri útgáfu dagskrárinnar má sjá sem viðhengi hér.

Vatnavinir Vestfjarða, Sigrún Birgisdóttir og Viktoría Rán Ólafsdóttir
Hughrifagreining fyrir markaðsetningu: Sköpun sérstöðu, Sigrún Birgisdóttir og Sigurður Þorsteinsson
Opnun Vefsíðu www.vatnavinir.is, María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir
Baðstaðir Vatnavina Vestfjarða: Kynning á hugmyndavinnu, Olga Guðrún Sigfúsdóttir og Sigrún Birgisdóttir
Óhefðbundnar lækningar við baðstaði Vatnavina, Náttúrulækningafélag Íslands
Jurtir og vatn, Aðalbjörg Þorsteinsdóttir, Villimey
Þari, vatn og lækningamáttur, Sólrún Sverrisdóttir, Reykhólum
Ferðaþjónustan á Klængshóli í Skíðadal: Náttúra og heilsa, Anna Dóra Hermannsdóttir
Þemaferðir á Vestfjörðum: Arnlín Óladóttir og Magnús Rafnsson, Þemaferðir ehf
Gerð og markaðsetning ferða, Bertrand Jouanne, Ferðakompaníið
Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS, Hildur Björk Pálsdóttir
Námskeið og ferðir í tengslum við baðstaði Vestfjarða, Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir
Ferðamálastofa og Vatnavinir Vestfjarða, Ólöf Ýrr Atladóttir, Ferðamálastjóri
Eiginleikar vatns á Vestfjörðum og nýjar leiðir við hreinsun vatns, Sandra Grettisdóttir, Háskólanum Akureyri
Útflutningsráð og Vatnavinir Vestfjarða, Hermann Ottósson, forstöðumaður
Markaðstofa Vestfjarða og Vatnavinir Vestfjarða, Jón Páll Hreinsson
Vatnavextir og tekjumyndun, Anna G. Sverrisdóttir
Ímyndarsköpun, Sigurður Þorsteinsson og Anna G. Sverrisdóttir

Ráðstefnugestir greiða ekkert þátttökugjald, en mikilvægt er að gestir bóki eftirfarandi samkvæmt þátttöku, annan eða báða dagana.

Dagur 1, án gistingu
Hádegismatur, kaffi og kvöldverður 4700 kr.

Dagur 2, án gistingu
Hádegismatur og miðdegiskaffi 2000 kr.

Gisting með morgunverði:
Einstaklingur (með baði) 7000 kr. á mann
Tveir í herb (með baði) 5000 kr á mann
Einstaklingur (án baðs) 6000 kr á mann
Tveir í herb (án baðs) 4000 kr á mann

Nánari upplýsingar má nálgast hjá Viktoríu Rán í síma 451 0077 / gsm 691 4131.

Stefnumótun Ferðamálasamtaka Vestfjarða

Eftir mikla aukningu í komu ferðamanna sl. ár stendur ferðaþjónustan á Vestfjörðum nú á tímamótun. Því er nauðsynlegt fyrir ferðaþjónustuna að staldra við, meta árangur síðustu ára og setja sér traust markmið fyrir framtíðina. Hafa Ferðamálasamtök Vestfjarða (FMSV) því ákveðið að ráðast í gerð heildstæðrar stefnumótunnar fyrir greinina til næstu fimm ára, með það að markmiði að treysta innviði greinarinnar og hlúa þannig að ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Með öflugri ferðaþjónustu með skýra framtíðarsýn eflum við efnahag og samfélagið á Vestfjörðum til framtíðar.


Ferðaþjónusta á Íslandi og Vestfjörðum hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og er mikilvægi hennar að aukast hratt í vestfirsku samfélagi en ætla má að vægi ferðaþjónustunnar í umfangi atvinnulífisins á Vestfjörðum sé í kringum 7,5% og má áætla að vöxturinn bara sl. ár sé hátt í 30 %.

Á allra næstu vikum og mánuðum munu Ferðamálasamtök Vestfjarða standa fyrir vinnufundum með ferðaþjónustuaðilum og hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu um alla Vestfirði. Markmiðið með fundunum er að virkja hagsmunaaðila í ferðaþjónustu til að leggja sitt af mörkum í að meta stöðu ferðaþjónustu á Vestfjörðum og taka þátt í að móta framtíðarsýn hennar. Fundirnir eru öllum opnir og eru kjörið tækifæri til að hafa áhrif á framtíð ferðaþjónustu á Vestfjörðum.

Fyrir stefnumótuninni standa Ferðamálasamtök Vestfjarða, en samtökin eru grasrótahreyfing í ferðaþjónustu um alla Vestfirði. Ferðamálasamtökin njóta stuðnings Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Markaðsstofu Vestfjarða og Menningarráðs Vestfjarða við framkvæmd vinnufundanna og úrvinnslu þeirra. Stefnumótunarvinnan er fjármögnuð af Ferðamálasamtökunum og samstarfsaðilum ásamt Vaxtarsamningi Vestfjarða.

Vinnufundirnir samanstanda af stuttum kynningum um stöðu ferðaþjónustunar á Íslandi og á Vestfjörðum, en megin efni fundanna eru vinnuhópar þar sem þátttakendum gefst kostur á að hafa áhrif í litlum hópum þar sem unnið er að afmörkuðum málefnum ferðaþjónustunnar. Boðið er uppá léttar hressingar á meðan fundinum stendur.

Fundarherferðin hefst í Bjarkalundi, við Reykhóla þann 7.nóvember nk. og er dagskrá fundanna er sem hér segir:

Dagsetning Staður Tími
7.nóv Bjarkalundur 13.00-16.00
9. nóv Sjórnæningjahúsið, Patreksfirði 18.00-21.00
11. nóv Þróunarsetrið Ísafirði 18.00-21.00

 

Ferðamálasamtökin leggja áherslu á víðtæka samvinnu og samstarf milli stoðgreina ferðaþjónustunnar, ferðaþjónustufyrirtækja, sveitafélaga og annarra hagsmunaaðila í þessarri vinnu sem framundan er. Því með samstillu átaki og skýrri framtíðarsýn getur ferðaþjónustan á Vestfjörðum haldið áfram að vaxa og dafna öllum Vestfirðingum til heilla.

Nánari upplýsingar um Stefnumótunarvinnuna og vinnufundina er að fá hjá Ásgerði í síma 450 3053 og Jóni Páli í síma 450 4041.

Heilsugæslan á leiksvið


Íslendingar hafa löngum státað af besta heilbrigðiskerfi í heimi. Við hrósum okkur yfir háum meðalaldri, þjónustu í hæsta gæðaflokki og frábærum læknum. En er kerfið eins gott og af er látið? Er það hugsanlega farið að vinna gegn tilgangi sínum? Er aukinni eftirspurn sjúkdóma svarað með meira framboði? Hvaða tilgangi þjónar góð heilsa? Metum við líf í magni eða gæðum? Leikritið, Heilsugæslan, er samið af lækni, Lýð Árnasyni, og gefur áhorfandanum sýn inn í þetta völundarhús og það sem býr að tjaldabaki. Heilsugæslan er gamanleikur og öll hlutverk í höndum tveggja leikara, þeirra Elfars Loga Hannessonar og Margrétar Sverrisdóttur. Heilsugæslan er hápólitískt leikrit og umfjöllunarefnið brennandi á íslenzku þjóðfélagi, ekki sízt núna, í skugga niðurskurðar. Heilsugæslan fyrir alla!

Heilsugæslan verður frumsýnd í Arnardal föstudaginn 2. október kl.19.30. Heilsugæslan verður einnig sýnd á Kaffi Riis á Hólmavík, í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði og í Félagsheimilinu á Þingeyri. Seinna í vetur verður leikurinn sýndur á Akureyri og í Reykjavík. Það er Kómedíuleikhúsið sem setur Heilsugæsluna á svið en leikhúsið er atvinnuleikhús Vestfjarða. Kómedíuleikhúsið hefur sett á svið fjölmörg leikverk af þeim er einleikurinn Gísli Súrsson þekktastur en hann hefur verið sýndur yfir 200 sinum bæði hér heima og erlendis en er nú kominn í súr, í bili að minnsta kosti. Kómedíuleikhúsið stendur einnig að Act alone leiklistarhátíðinni sem er haldin árlega á Ísafirði en hátíðin er helguð einleikjum og er eina sinnar tegundar hér á landi.

Námskeið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða sem gætu hentað ferðaþjónustunni

Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur fjölda námskeiða í boði í vetur sem hentað geta ferðaþjónustuaðilum á Vestfjörðum. Hér fyrir neðan er listi yfir þessi námskeið, en nánari upplýsingar er að finna á www.frmst.is og í síma 456 5025.


Haust 2009

Almenn skyndihjálp. Kennt 1. og 2. október 2009 kl. 18:00-22:00 (12 kennslustundir, 2 skipti). Aðgangur ókeypis.

Enska - talmál. Hefst 7. október (eða þegar næg þátttaka fæst). Kennt á miðvikudögum kl. 18:00-20:00 (24 kennslustundir, 8 skipti) . Verð 26.500 kr.

Spænska. Hefst 15. október (eða þegar næg þátttaka fæst). Kennt á fimmtudögum kl. 18:00-20:00 (24 kennslustundir, 8 skipti). Verð 26.500 kr.

Bókhaldsnámskeið fyrir byrjendur. Hefst í október, nánari dagsetning auglýst síðar (15 kennslustundir, 5 skipti). Verð 16.900.

Tölvan sem vinnutæki. Hefst í október, nánari dagsetning auglýst síðar (15 kennslustundir, 5 skipti). Verð 16.900.

Ítalska. Hefst í nóvember, nánari dagsetning auglýst síðar (24 kennslustundir, 12 skipti. Verð 26.500 kr.

Þýska. Hefst í nóvember, nánari dagsetning auglýst síðar (24 kennslustundir, 8 skipti). Verð 26.500 kr.

Virðisaukaskattur, færslur og skil. Hefst í nóvember, nánari dagsetning auglýst síðar (9 kennslustundir, 9 skipti). Verð 10.800.

Þjóðfræði og Strandir. Fjarkennt frá Hólmavík. Kennt haustið 2009, nánari dagsetning og verð auglýst síðar (6 kennslustundir, 2 skipti).


Vor 2010 (dagsetningar auglýstar síðar)

Jarðsaga Vestfjarða í máli og myndum (3 kennslustundir, 1 skipti). Verð 4.100 kr.

Melrakkinn sem auðlins (3 kennslustundir, 1 skipti). Verð 4.100 kr.

Fuglar. Kennt í apríl eða maí (12 kennslustundir, 2 skipti). Verð 13.900 kr.

Viðburðastjórnun. Fjarkennt (9 kennslustundir, 1 skipti). Verð auglýst síðar.

Skyndihjálp fjarri byggð (8 kennslustundir, 2 skipti). Verð 9.500 kr.

Svæðisleiðsögunám á Vestfjörðum. Hefst vorönn 2010 og lýkur á vorönn 2011 (240 kennslustundir). Verð auglýst síðar.