Korpudalur í önundarfirði opnar nýja heimasíðu

Margar gönguleiðir eru í nágrenni við Korpudal
Margar gönguleiðir eru í nágrenni við Korpudal
Rétt í þessu var Korpudalur í Önundarfirði að opna nýja heimasíðu.

Farfuglaheimilið í Korpudal er á fallegu gömlu býli sem breytt hefur verið í farfuglaheimili. Það er innst í firðinum, umkringt háum fjöllum, 17 kílómetra frá Ísafirði og 12 kílómetra frá Flateyri.

Á farfuglaheimilinu er bæði að finna eldhús fyrir gesti og tjaldstæði. Í nágrenni við farfuglaheimilið eru margar fallegar gönguleiðir og þar má líka finna staði til að klífa eða renna fyrir fisk. Fimmtán km. merkt fjallleið liggur upp Korpudal og yfir Álftafjarðarheiði.

Fuglaskoðarar geta fundið sér nóg til skemmtunar því í nágrenninu má sjá þúsundir sjófugla, smáfugla, anda og jafnvel erni. Á Ísafirði og Flateyri má komast í sund og heita potta eða leika golf. Reglulegar bátsferðir eru um Ísafjarðardjúp í Vigur og á Hornstrandir. Í nágrenninu eru mörg söfn og veitingastaðir. Á Flateyri er starfandi Kajakleiga.

Heimasíðuna má sjá á www.korpudalur.is

 

Vestfirðir kynntir í Japan

Forsíða á kynningunni í Japan
Forsíða á kynningunni í Japan
Þorgeir Pálsson, framkvæmdarstjóri AtVest er nú staddur í Tókíó þar sem Útflutningsráð Íslands og Ferðamálastofa, í samvinnu við sendiráð Íslands í Japan, kynna Ísland og viðskiptatækifæri á Íslandi.


Áhersla er lögð á að kynna íslenska ferðaþjónustu og tækifæri hér á landi til fjárfestinga. Samtals taka 14 fulltrúar fyrirtækja og stofnana þátt í ferðinni auk forsvarsmanna Útflutningsráðs og Ferðamálastofu. Í viðskiptasendinefndinni eru fulltrúar sjö ferðaþjónustufyrirtækja sem munu kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Þar á meðal er kynning á Vestfjörðum og mun Þorgeir kynna svæðið fyrir Japönskum ferðaskrifstofum. Kynningin og efni sem dreift er til ferðaskrifstofanna er á japönsku og er það í fyrsta skipti sem vitað er til að kynningarefni um Vestfirði á Japönsku er dreift erlendis.

Kynningin og kynningarefnið var unnið í samsktarfi við Markaðsstofu Vestfjarða, en ýðing fór fram hjá sendiráði íslands í Japan.


Hlutfallslega mest fjölgun gistinátta á Vestfjörðum á síðasta ári

Á Drangsnesi hefur verið unnið myndarlega að fjölgun gistirýma undanfarin misseri
Á Drangsnesi hefur verið unnið myndarlega að fjölgun gistirýma undanfarin misseri
Gistinóttum árið 2008 fjölgaði í flestum landshlutum árið 2008. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Hagstofunnar þar sem rýnt er í gistináttatölur í ferðaþjónustu á Íslandi. Aukningin var langmest á Vestfjörðum eða 16,4%. Aðrir landshlutar voru með fækkun um tæp 3% upp í aukningu um tæp 8%. Gistinóttum hlutfallslega mest milli ára á Vestfjörðum eða um 11,8%. Hlutallslega meiri aukning var í gistinóttum á hótelum og gistiheimilum en á tjaldsvæðumá Vestfjörðum en fækkun var um að ræða í gistinóttum á tjaldsvæðum sem nam 2% á milli ára. Þetta kemur fram í gistináttaskýrslu sem Hagstofan gaf út í dag. Skýrsluna er hægt að nálgast í heild með því að smella hér.

Þátttaka ferðaþjóna frá Vestfjörðum í sýningunni "Ferðalög og Frístundir" 8.-10.maí

Bás Vestfjarða á Ferðatorgi 2006. takið eftir vörðunni uppá básnum... forstöðumaður MV fær enn verk í bakið þegar hann sér þessa mynd.
Bás Vestfjarða á Ferðatorgi 2006. takið eftir vörðunni uppá básnum... forstöðumaður MV fær enn verk í bakið þegar hann sér þessa mynd.
Sýningin Ferðalög og frístundir verður haldin í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal dagana 8.-10. maí 2009. Vestfirðir verða með bás á sýningunni og mun Markaðsstofa Vestfjarða skipuleggja þátttöku Vestfjarða á sýningunni.

Undanfarin ár, hefur þátttaka á sýningum sem þessarri byggst á beinni þátttöku ferðaþjónustuaðila. Þ.e. fulltrúar fyrirtækja hafa staðið vaktina á Vestfjarðabásnum á meðan sýningunni stendur. Markaðsstofa hefur komið með hugmyndir að útliti á básnum og séð um framkvæmdina.

þetta er einmitt það sem þessi frétt gengur út á. Kanna vilja og áhuga ferðaþjóna á að koma og standa vaktina... kynna þannig Vestfirði og sjálfan sig fyrir þeim gestum sem koma á sýninguna. Jafnframt langar mig að fá hugmyndir frá ykkur að skipulagi af básnum.

Þeir sem hafa áhuga og vilja taka þátt, hikið ekki við að hafa samband við mig í 450 4040 eða jonpall@westfjords.is


Almennar upplýsingar um sýninguna:
"Sýningin Ferðalög og frístundir verður haldin í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal dagana 8.-10. maí 2009. Þar mun sameinast á einum stað allt sem viðkemur ferðalögum, frístundum og afþreyingu, innanlands og utan. Sýningin verður opin almenningi jafnt sem fagaðilum. Fjölmörg sóknarfæri eru í ferðaþjónustunni og gefst hér einstakt tækifæri fyrir fagaðila jafnt sem almenning að kynna sér þá möguleika sem í boði eru.

Samhliða Ferðalögum og frístundum verður haldin sýningin Golf 2009, þar sem hægt verður að nálgast á einum stað allt það nýjasta sem snertir golfíþróttina. Kjarninn í sýningunni verður Ferðatorgið, þar sem ferðamálasamtök landsins kynna hver sinn landshluta."

Heilsa - Upplifun - Vellíðan, Ráðstefna um heilsuferðaþjónustu 18.mars

það er heilsa að liggja í pottinum á Drangsnesi!!
það er heilsa að liggja í pottinum á Drangsnesi!!
Miðvikudaginn 18. mars gengst iðnaðarráðuneytið í samstarfi við og Ferðamálastofu, Háskólann á Hólum og Vatnavini fyrir ráðstefnu um heilsuferðaþjónustu undir yfirskriftinni Heilsa - Upplifun - Vellíðan. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13-17.


Verið er að leggja lokahönd á dagskrána en mörg áhugaverð erindi verða flutt. Inngangserindið flytur Melanie Smith frá Corvinus University í Budapest og nefnist það "Health Tourism Trends: Back to the Future." Einnig ávarpar Össur Skarphéðinsson, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, ráðstefnuna. Ráðstefnustjóri Edward Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála. Í lok ráðstefnu verða pallborðumræður sem Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, stjórnar. Dagskrá ráðstefnunnar í heild verður birt hér á vefnum á næstu dögum.