Dagskrá aðalfundar og málþings Ferðamálasamtakanna

Dagskrá aðalfundar og málþingsins Börn og ferðalög sem haldið verður í tengslum við aðalfund Ferðamálasamtaka Vestfjarða er nú tilbúin. Hana er hægt að nálgast með því að smella hér. Fundurinn verður haldinn á Drangsnesi dagana 17. - 19. apríl. Aðalfundir FMSV færast á milli svæða innan Vestfjarðakjálkans og var haldinn á Reykhólum á síðasta ári. Drangsnes varð fyrir valinu á Ströndum að þessu sinni vegna sérstaklega mikils dugnaðar við uppbyggingu ferðaþjónustu þar undanfarin ár. Dagskrá málþingsins er afar metnaðarfull en sex fyrirlesarar víðsvegar að fjalla um börn og ferðaþjónustu á Íslandi út frá mörgum hliðum. Ferðaþjónustuaðilar á Vestfjörðum og aðrir sem áhuga hafa fyrir uppbyggingu greinarinnar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í dagskránni og þeim viðburðum sem verða í boði á Drangsnesi yfir helgina.

Allar frekari upplýsingar fást hjá Sigurði Atlasyni í síma 897 6525 eða netfangi arnkatla2008@strandir.is.


Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða á Drangsnesi 17.-19. apríl

Líf og fjör í pottunum á Drangsnesi
Líf og fjör í pottunum á Drangsnesi
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn á Drangsnesi dagana 17.-19. apríl n.k. Í tengslum við aðalfundinn verður haldið málþing þar sem fjallað verður um börn og ferðalög. Einnig verður kynning á helstu nýjungum í ferðaþjónustu á Ströndum og farið verður í skemmti- og skoðunarferð um nágrenni Drangsness.
Ferðamálasamtök Vestfjarða eru samtök hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Félagar í samtökunum geta verið sveitarfélög á Vestfjörðum, einstaklingar, fyrirtæki eða félög sem skilgreina sig í ferðaþjónustu. Eitt atkvæði í samtökunum tilheyrir hverjum félaga á aðalfundi. Fullgildur félagi telst sá er sótt hefur um aðild til stjórnar og hún samþykkt og fært á félagaskrá. Þá þarf árgjald yfirstandandi árs að vera greitt.
Hægt er að ganga í Ferðamálasamtök Vestfjarða með því að smella hér en eingöngu fullgildir félagsmenn hafa atkvæðisrétt á aðalfundi.
Aðalfundurinn og málþingið er öllum opið og það eru allir sem hafa áhuga á uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum hvattir til að mæta og taka þátt í dagskránni um þessa skemmtilegu helgi sem er framundan hjá Ferðamálasamtökunum. Allar nánari upplýsingar fást hjá Sigurði Atlasyni í síma 897 6525 eða netfangi arnkatla2008@strandir.is. Endanleg dagskrá fundarins og viðburðum honum tengdum verður birt fljótlega eftir næstu helgi.

Gististaðir á Drangsnesi og nágrenni

 

Malargisting, Drangsnesi – S: 451 3238

Tíu tveggja manna herbergi m/ baði. Fjögur tveggja manna herbergi í húsi með sameiginlegri aðstöðu

Gistiþjónusta Sunnu, Drangsnesi – S: 451 3230

Ein stúdíóíbúð

Ferðaþjónustan Bær III – S: 453 6999

Tvær sumarhúsaíbúðir 3 km utan við Drangsnes. Gisting fyrir 8-10 manns

Hótel Laugarhóll, Bjarnarfirði – S: 451 3380 (20 mín akstur)

Steinhúsið Hólmavík  – S: 856 1911 (25 mín akstur)

Gistiheimilið Borgabraut 4, Hólmavík – S: 451 3136 (25 mín akstur)

Ferðaþjónustan Kirkjuból – S: 451 3474 (35 mín akstur)

Ný heimasíða Markaðsstofunnar á www.westfjords.is á leiðinni

Uppkast af Forsíðu
Uppkast af Forsíðu
www.westfjords.is er nú í endurnýjun og verður ný heimasíða á sama netfangi opnuð 1.apríl... eða 2.apríl, ef platdagurinn verður mér um megn.

Um er að ræða algjöra endurnýjun, með nýju útliti, nýjum textum, nýjum myndum o.s.frv. Gríðarleg vinnu hefur verið lögð í útlitshönnun, skipulagningu og annan undirbúning. heimasíðan er byggð á sama grunnkerfi og allar aðrar markaðsstofur eru að fara að vinna eftir. Markaðsstofa Vesturlands var fyrsta markaðsstofan sem nýtti sér þetta nýja kerfi sem var fjármagnað af Ferðamálasamtökum Íslands. sjá má nýju heimasíðu Vesturlands á www.west.is

Fyrir áhugasama er hægt að skoða kynningu á grunnþáttum heimasíðunnar, stefna og skipulag.

mbk, jonpall

 

Páskatilboð á Hótel Ísafirði

Hótel Ísafjörður
Hótel Ísafjörður

Páskarnir á Ísafirði eru engu öðru líkir og flykkjast gestir í bæinn til að taka þátt í hinni rótgrónu Skíðaviku og tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður. Gestir geta valið um útivist af ýmsum toga í bland við dansleiki og tónleika en þeir sem vilja afslöppun geta rölt um einstakan miðbæ Ísafjarðar, farið út að borða og skellt sér í sund í einhverjum af nágrannabæjunum.
 

Þá verður Bergþór Pálsson með söngskemmtun í léttari kantinum á veitingastaðnum Við Pollinn sem er á jarðhæð hótelsins.

Hótel Ísafjörður býður af þesu tilefni sérstakt tilboð á gistingu yfir páskana.

Fossavatnsgöngutilboð á Hótel Ísafirði
 

Elsta skíðagöngukeppni landsins, Fossavatnsgangan, verður vinsælli með hverju árinu og skíðagöngukappar sem áhugafólk af öllu landinu flykkjast á Ísafjörð til að taka þátt í keppninni. Nokkuð af færasta skíðagöngufólki heims gerir sér einnig lítið fyrir og klárar keppnistímabilið með því að ganga þessa 50 kílómetra frá Fossavatni að Seljalandsdal. Þeir sem ekki treysta sér með þeim allra hörðustu í lengstu gönguna geta valið að fara 20, 10 eða 7 kílómetra.
 

Fossavatnsgangan fer fram fyrstu helgina í maí og að sjálfsögðu verður tilboð á gistingu á Hótel Ísafirði

 

Ráðstefna um heilsuferðaþjónustu 18.mars nk.

Vatnavinir eru þátttakendur í ráðstefnunni, en þeir hafa einmitt talað fyrir uppbyggingu í ferðaþjónustu á Vestfjörðum
Vatnavinir eru þátttakendur í ráðstefnunni, en þeir hafa einmitt talað fyrir uppbyggingu í ferðaþjónustu á Vestfjörðum

Skráning er nú hafin á ráðstefnu um heilsuferðaþjónustu, Heilsa - Upplifun - Vellíðan, sem iðnaðarráðuneytið í samstarfi við og Ferðamálastofu, Háskólann á Hólum og Vatnavini gengst fyrir þann 18 mars næstkomandi. Jafnframt liggur dagskráin fyrir í heild sinni.

Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13-17. Mörg áhugaverð erindi verða flutt. Inngangserindið flytur Melanie Smith frá Corvinus University í Budapest og nefnist það "Health Tourism Trends: Back to the Future." Einnig ávarpar Össur Skarphéðinsson, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, ráðstefnuna. Ráðstefnustjóri Edward Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála. Í lok ráðstefnu verða pallborðumræður sem Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, stjórnar.
 

Dagskrá:

13:00 Setning ráðstefnu.
Laufey Haraldsdóttir Ferðamáladeild Háskólans á Hólum


Ávarp ráðherra: Össur Skarphéðinsson iðnaðar- og ferðamálaráðherra


Health Tourism Trends: Back to the Future
Melanie Smith, Senior Lecturer in Tourism Management
Corvinus University, Budapest.


Sýn fyrir Heilsulandið Ísland
Vatnavinir: Sigurður Þorsteinsson iðnhönnuður


Bláa Lónið - mikilvægi rannsókna í öflugu nýsköpunarstarfi
Ása Brynjólfsdóttir rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa Lónsins


Heilsutengd ferðaþjónusta
Berglind Ásgeirsdóttir ráðuneytisstjóri Heilbrigðisráðuneytið


15:00 Kaffihlé


Heilsuferðaþjónusta í Þingeyjarsýslum.
Gunnar Jóhannesson Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga


Heilsuþorp á Flúðum
Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur


Miðaldaböð í Reykholtsdal
Kjartan Ragnarsson Landnámssetri Íslands


Móðir jörð og maðurinn; tengslin í sinni tærustu mynd
Anna Dóra Hermannsdóttir ferðaþjónustunni Klængshóli


Hvernig eflum við heilsuferðaþjónustu á Íslandi
Pallborð, stjórnandi Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Ferðamáladeild Háskólans á Hólum

Í pallborði: Gunnlaugur K Jónsson formaður NLFÍ, Grímur Sæmundsen Bláa Lónið, Þorsteinn Ingi Sigfússon
Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Jónína Benediktsdóttir íþróttafræðingur og detoxráðgjafi.


17:00 Ráðstefnuslit


Ráðstefnustjóri: Edward Huijbens forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála


Ráðstefnugjald: 2.500,-. Nemendur: 1.250,-

Hægt er að skrá sig á heimasíðu Ferðamálastofu.